Organistablaðið - 01.06.1995, Blaðsíða 34

Organistablaðið - 01.06.1995, Blaðsíða 34
Jón biskup Vídalín Kirkju reisir kristinn söfnuður Guði til dýrðar með þeirri bæn, að húsið megi verða öllum athvarf í gleði og sorg. Þessi bygging heitir Vída- línskirkja. Á þann hátt vill söfnuðurinn minnast þess manns, sem er í hópi þeirra, sem markað hafa dýpst spor í sögu íslensku þjóðarinnar. Jón biskup Vídalín fæddist að Görðum 21. mars 1666. Hann brautskráðist úr Skálholtsskóla vorið 1682. Árið 1688 lauk hann guðfræðiprófi í Kaupmannahöfn. í desember 1695 fékk hann veitingu fyrir Garðaprestakalli og þjónaði þar, uns hann var vígður Skálholtsbiskup 1. maí 1698. Þann 1. júní hið sama ár sæmdi háskólinn í Kaupmannahöfn hann magistersnafnbót í heim- speki. I vitund Islendinga hefúr hann einnig ætíð verið meistari. Biskup andaðist 30. ágúst 1720. Hann var prédikari og voru ræður hans lesnar á flestum heimilum landsins í nálægt tvær aldir og var Vídalínspostilla víðast til. Kjarnyrði hans og einlæg trú á Guð átti sinn mikla þátt í því að þjóðin hélt styrk sínum, þótt hörmungar sæktu að á svo margan hátt. Það er þvi vel, að kirkjan beri nafn hans í fæðingarbyggð hans. Það er vonin mest, að enn megi rit biskups styrkja trú nranna og efla dug til alls þess, sem til gagns og blessunar má verða komandi kynslóðum. (Frá Vídalínskirkju) 34 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.