Organistablaðið - 01.05.2000, Blaðsíða 12

Organistablaðið - 01.05.2000, Blaðsíða 12
Organlstablaðið Jakob Hallgrímsson 1943-1999 að gerir lundina dapra og dagsins önn verður öll hljóð þegar maður fregnar lát kærs vinar og samferðamanns. Hugurinn hverfur á vit min- ninganna um hinn látna og maður endurlifir orð og myndir sem hugurinn kallar fram þegar litið er til baka. Við höfðum verið kunnugir um áratuga skeið og leiðir oft legið saman. Ég man fyrst eftir Jakobi sem fiðlunemanda á skólaárunum og seinna sem „fiðlara í Sinfóníunni“, eins og hann orðaði það sjálfur. Síðan liðu árin, en 1975 hittumst við vestur á ísafirði en þar vorum við samtíða í nokkur ár og kenndum báðir við Tón- listarskólann sitjandi við fótskör Ragnars H. Ragnar, hins mikla skörungs og eldhuga. Jakob stundaði þar fiðlukennslu, en var jafnframt sjáifur í píanónámi hjá Ragnari. Ég minnist einleikstónleika Jakobs á Smiðjugötunni heima hjá Ragnari og Siggu, ógleymanlegra tónleika, þar sem skynja mátti einlæga ást og virðingu íyrir tónlistinni, hógværðina og lotn- inguna, sem hann hafði ætíð að leiðarljósi í öllum sínum margvíslegu tónlistarstörfum. Á árinu 1981 var mikil kirkjuieg hátíð á Patreksfirði, þar stjórnaði Jakob öllum tón- listarflutningi vestfirskra kirkjukóra og fórst það hlutverk afar vel úr hendi. Þegar Jakob fluttist suður aftur hafði kviknað áhugi hjá honum á að nema orgelleik og sneri hann sér að því af alhug og bætti þar enn við sína fjölþættu tónlistarmenntun. í mörg ár hafa leiðir okkar legið saman í organistafélag- inu og á hinum kirkjulega vettvangi, tókum við oft tal saman um hin margvíslegustu málefni. Alltaf skein í gegn hin ein- læga réttlætiskennd og ríka samúð með þeim er minnst máttusín. Áfundumíféiaginu tók hann oft til máls og lagði ætíð gott til mála. Eftir Jakob liggja tónsmíðar nokkrar, sem vakið hafa athygli hér heima og erlendis. Má þar nefna hið gullfallega lag hans „Ó, undur lífs“, við ljóð Þorsteins Valdimarssonar, sem hvorttveggja er hin dýrmætasta perla. Það sem eftir hann liggur, mun gert í stopulum tómstundum, en augljós er hin mikla hug- myndaauðgi og sköpunargáfa sem í honum bjó. Nú er hann horfinn af sjónarsviðinu skyndi- lega og í blóma lífsins, öllum sem urðu þeirra gæfu aðnjótandi að þekkja hann, harmdauði. Fluttar eru samúðarkveðjur frá Félagi íslenskra organleikara og þakkir fyrir vakandi áhuga á málefnum stéttarinnar. Blessuð sé minningin um þann ljúfa og góða dreng, Jakob Hallgrímsson. Kj.S. 12

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.