Organistablaðið - 01.05.2000, Blaðsíða 25

Organistablaðið - 01.05.2000, Blaðsíða 25
Organistablaðið Orgelið í Neskirkju hefur 33 raddir sem skiptast á tvö hljóm- borð og pedal. Tvær tunguraddir í pedal eru teknar að láni úr aðalborði. Orgelið var vígt við messu kl. 14.00. Organisti kirkjunnar frumflutti nýtt orgelverk eftir Jón Ásgeirsson sem samið var af þessu tilefni og einnig lék bandaríski orgelleikarinn Peter Sykes á orgelið og kynnti möguleika þess. Um kvöl- dið kl. 20.30 voru vígslutónleikar þar sem Anders Bondemann, organisti við St. Jakobskirkjuna og kennari við tónlis- tarháskólann í Stokkhólmi, lék á orgelið m.a. verk eftir J. S. Bach, César Franck og Otto Olsson. IVIánudaginn 20.09 kl. 18.00 lék Árni Arinbjarnarson, organisti Grensáskirkju, á orgelið. Þriðjudaginn 21.09. kl. 18.00 lék Lenka Mátéová, organisti Fella- og Hólakirkju, á orgelið. Miðvikudaginn 22.09 kl. 18.00 lék Jónas Þórir, organisti Lágafellskirkju, á orgelið. Fimmtudaginn 23.09 kl. 18.00 lék Steingrímur Þórhallsson á orgelið. Föstudaginn 24.09 kl. 18.00 lék Kjartan Sigurjónsson, organisti Digraneskirkju, á orgelið. Miðvikudaginn 29.09 kl. 20.00 var svo röðin komin að organista kirkjunnar, Reyni Jónassyni og lék hann verk eftir J.S. Bach, Marcel Dupró, C. Widor og Jón Ásgeirs- son. Þó svo að þessi tvö orgel séu smíðuð og intoneruð af sama orgelsmið eru þau gjörólík bæði hið innra og ytra og í hljóm og síðan þau voru vígð hafa þau einnig sannað sig með sin- foníuhlómsveit, enda er góð aðstaða til slíks flutnings í báðum þessum kirkjum og er full ástæða til að óska þessum tveim söfnuðum til hamingju með þennan áfanga. 25

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.