Organistablaðið - 01.10.2000, Blaðsíða 3

Organistablaðið - 01.10.2000, Blaðsíða 3
Organístablaðid Af borði stjórnar Frá útkomu síðasta Org- anistablaðs höfum við tekið þátt í “Jubilemus 2000”, norrænu kirkjutónlistarmóti sem haldið var í Helsinki 14.- 17. sept s.l. Um þetta mót er ítarlega fjallað á öðrum stað í þessu blaði og mun ég ekki bæta þar miklu við, aðeins lýsa því yfir að framganga ís- lendinga var með slíkum á- gætum, að við megum vera stolt af. Einnig skulu öllum þeim er greiddu þessa sigur- braut með fjárframlögum færðar sérstakar þakkir. Leitt er að geta ekki haldið aðalfund félags- ins á réttum tíma, svo sem lög félagsins gera ráð fyrir. Ber þar margt til, m.a. það að ég verð sjálfur erlendis nú um nokkra hríð, reikningar félagsins liggja ekki fyrir vegna uppgjörs Helsinkimótsins og svo er mál í vinnslu hjá stjórn sem varðar alla stéttina og þykir rétt að bera það undir fundinn. Okkar mat er því það að ófært sé að halda aðalfund að formanninum fjarverandi, svo og framangreindar aðrar á- stæður. Það er að sönnu ekkert leyndarmál hvaða mál það er, sem er í vinnslu hjá okkur í stjórn- inni. Það varðar grundvallarskipulagsbreyt- ingu á félaginu og spurninguna um það hvort við eigum í framtíðinni að bera okkur saman við tónlistarskólakennara hvað varðar kaup og kjör eða hvort leitað skuli annarra leiða. Farnar eru af stað viðræður við F.Í.H. og á fundinum munu kynntir þeir möguleikar sem þar kunna að bjóðast. Því er ekki að leyna að við erum komin langt afturúr öðrum sam- bærilegum starfstéttum hvað varðar kaup og kjör og við það verður ekki unað öllu lengur. Ekki er verið að tala um að leggja félagið okkar niður heldur efla það og styrkja. Þetta verður ræki- lega kynnt á aðalfundinum sem ákveðinn er föstudaginn 10. nóvember, kl 17.00 í safnaðar- heimili Dómkirkjunnar við Vonarstræti. Eins og íyrr er gert ráð fyrir málsverði í fundarhléi. Eins og fram kom á fundi rnínurn með org- anistum í Skálholti í ágúst s.l. brennur mjög á mönnum hver verði framtíð Söngmálastjóra- embættisins, hvort þörf sé breytinga við þau tímamót er núverandi söngmálastjóri lætur af störfum og hverjar þær gætu verið. Félagið mun ekki liggja á liði sínu sem fagaðili að leggja gott til þeirra mála. Það verður þó ekki dagskrármál aðalfundar heldur er það efni í sérstakan fund og vil ég biðja menn að íhuga vel hvað þeir vilja í þessum efnum, hvernig þeir vilja sjá framtíðina í kirkjutónlistarmál- um. Kjartan Sigurjónsson. 3

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.