Organistablaðið - 01.10.2000, Blaðsíða 4

Organistablaðið - 01.10.2000, Blaðsíða 4
Organistablaðið Norrænir orgeldagar í Reykjayík 1999 ■ / Iseptember 1999 komu saman organistar frá Svíþjóð og íslandi í Reykjavík ásamt gesti frá Noregi og fríðu föruneyti til að taka þátt í Norræn- um Orgeldögum 1999. Kantor Hallgrímskirkju, Hörður Áskelsson, hvatti til þessarar samkomu á Islandi að þessu sinni. Tveimur árum áður hafði hann tekið þátt í móti sem haldið var í Östersund í mið-Svíþjóð. Hugmyndin með mótinu var að koma á sambandi milli stórra kirkna á Norðurlöndum sem höfðu það eitt sameiginlegt að liggja á svipaðri breidd- argráðu. Kom í ljós að bæirnir Östersund í Sví- þjóð, Wasa í Finnlandi, Trondheim í Noregi og Reykjavík höfðu allir það sameiginlegt að liggja á- líka norðarlega á heimskringlunni. Allar borgirn- ar geta auk þess státað af stórum kirkjum með öflugu tónlistarlífi. Eftir vel lukkað mót í Öster- sund var í anda Ólympíuleikanna skorað á þátt- takendur að koma aftur saman í Reykjavík að tveimur árum liðnum. í kjölfaráið áttu sér stað viðræður milli FÍO og Listvinafélags Hallgrímskirkju; efnt var til sam- vinnu um þetta verkefni og undirritaður skipaður framkvæmdastjóri verkefnisins. Hörður Áskels- son var listrænn stjórnandi. Við setningu mótsins í Reykjavfk þann 16. sept- ember íyrir réttu ári, voru mættir til leiks tuttugu og níu organistar frá íslandi og átta frá Svíþjóð. Það vekur óneitanlega athygli að engir þátttak- endur komu frá Danmörku, Noregi og Finnlandi fyrir utan boðaða gestaorganista frá Niðarósi og Helsinki. Er þetta helst útskýrt með skírskotum til kostnaðar sem óhjákvæmilega fylgir þátttöku í móti á íslandi. Einnig er líklegt að náðst hefði betri þátttaka ef mótið hefði verið kynnt með lengri íyrirvara á hinum norðurlöndunum. OrgelskoAunarferð Áður en hin formlega dagskrá hófst var efnt til orgelskoðunarferðar, sem fyrst og fremst var hugsuð sem kynning á því athyglisverðasta í org- elflóru Reykjavíkur og nágrennis íyrir aðkomu- fólkið. Farið var í rútuferð til að skoða tvö nýleg orgel sem Björgvin Tómasson smíðaði í Seltjarn- arneskirkju og í Digraneskirkju í Kópavogi, svo og tvö ný orgel eftir Fritz Noack í Neskirkju og í Langholtskirkju. (Þegar þessi ferð var farin voru bæði Noack-orgelin enn óvígð.) Þátttakendur nutu þeirra forréttinda að hitta íyrir viðkomandi orgelsmiði í hverri kirkju og fengu því kærkomið tækifæri að hlusta á þá kynna sköpunarverk sitt, auk þess að spyrja þá spjörunum úr. Björn Stein- ar Sólbergsson tók að sér að spila á orgel Björg- vins í Seltjarnarneskirkju og Kjartan Sigurjóns- son í Digraneskirkju til að kynna kosti hljóðfær- anna og Bandaríkjamaðurinn, Peter Sykes, gerði það sama á orgel Noacks. Orgeltónleikar Veglegir orgeltónleikar voru haldnir í Hall- grímskirkju á stóra Klais-orgelið þar. Þeir tón- leikar voru eins fjölbreytilegir og orgelleikararnir voru margir. Hörður Áskelsson reið á vaðið í heimakirkjunni sinni. Hann spilaði tvö nýleg norræn verk, Sin- fonia Arctandriae eftir Norðmanninn Kjell Mork Andersen, verk sem tileinkað er Herði, svo og hin kunna Toccata Jóns Nordals sem sýnishorn af ís- lenskri nútíma orgeltónlist. Á föstudagskvöldið kom röðin að Anders Bondeman, prófessor við tónlistarháskólann í Stokkhólmi. Efnisskrá hans var fjölbreytt, lát- 4

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.