Organistablaðið - 01.10.2000, Blaðsíða 11

Organistablaðið - 01.10.2000, Blaðsíða 11
OrganistaMadið J UBILE mus2000 Norræna kirkjutónlistarmótið í Helsinki Eins og kynnt var í síðasta tölublaði er ný- lokið 17. Norræna kirkjutónlistarmótinu og var það haldið í Helsingfors, höfuðborg Finnlands dagana 14. til 17. september. Mótið var haldið samtímis því að haldið var upp á 450 ára kaupstaðarréttindi borgarinnar. Þessi fallega borg sem umlukin er af hafi og oft köll- uð „dóttir Eystrasaltsins” er þar að auki ein af menningarborgum Evrópu árið 2000. Norrænt kirkjutónlistarmót var íyrst haldið í Stokkhólmi 1933 og síðan hafa norrænir kirkjutónlistarmenn komið saman reglulega að meira eða minna leyti. Á mótinu í Helsingfors 1936 tók Eistland þátt í mótinu í fyrsta sinn, en tragískar ástæður urðu til þess að áframhald- andi samstarf var ómögulegt í langan tíma, þess vegna var það mikil ánægja að Eistarnir skyldu vera með aftur og voru þeir boðnir sér- staklega velkomnir og við fengum að njóta boðs þeirra til Tallin og hlusta á þeirra framlag tii kirkjutónlistar á heimaslóðum þeirra. Einnig voru þátttakendur frá Þýskalandi, Austur- ríki og Swiss auk allra Norðurlandanna. Alls voru skráðir um 750 þátttakendur í þessu móti. Skipulag Finnanna á þessu móti var til al- gjörrar fyrirmyndar hvað varðar allt sem við- kom framvindu mótsins. Það eina sem virðist hafa klikkað var eftir því sem ég las í dagblöð- um staðarins að upplýsingastreymið til al- mennings virðist eitthvað hafa farið iyrir ofan garð og neðan, en við nánari athugun var það kanski ekki skipulagsleysi, heldur hitt að þátt- takendur voru það margir að sumar kirkjurnar hefðu ekki tekið mikið fleiri áheyrendur á suma tónleikana. Einnig voru það margir skráðir á fiest alla fyrirlestrana að fleiri hefðu ekki komist inn í salina ef allir hefðu mætt og hvað þá aðrir.

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.