Organistablaðið - 01.10.2000, Blaðsíða 17

Organistablaðið - 01.10.2000, Blaðsíða 17
Organisiablaðið ust þeir á í verkinu Sanctus úr „Preludium- Kyrie-Sanctus“ frá 1996. alls fluttu kórarnir níu verk og eru mörg þeirra nýleg og mörg fal- leg og athyglisverð, má þar t.d. nefna Psalt- arpsalm (Davíðssálm) eftir Anders Hillborg frá 1993, Agnus Dei eftir Lars-Erik Larsson frá 1953 og Kerubhymn eftir Johannes Johannson frá 1998. Því miður náði hvorugur kórinn sér alminni- lega á flug og náðu þeir ekki að fylla kirkjuna af hljóm eins og við vorum búin að heyra finnsku kórana tvo gera í sömu kirkju fyrr um daginn. Þessir tónleikar voru styrktir af sænsk- um útgefendum og áttu að vera mjög „grand” og mikil kynning á sænskri kirkjutónlist. En ekki var laust við að áheyrendur yrðu fyrir von- brigðum. Kanski var ástæðan sú að við vorum þegar búin að hlusta á þrjá úrvalskóra sama dag sem allir náðu að láta kirkjubyggingarnar hljóma með sér, og því hafa kanski vonbrigðin verið meiri en ella, því hljómgunin hjá hvorug- um kórnum hitti á kirkjuna og bárust þeir væg- ast sagt illa þó þeir „syngju út” og skipti þá engu máli hvort menn sátu nálægt kórunum eða lengra frá. Einnig tóku menn eftir að drengirnir kunnu ekki öll verkin sem kórarnir sungu saman og voru að reyna að bjarga sér fyrir horn. Á þessum tónleikum tóku kirkju- gestir þátt í flutningi nokkurra laga, þar sem gert var ráð fyrir samsöng, safnaðar og kórs auk undirleiks á orgel, blásturshljóðfæri og pákur. Þessum tónleikum lauk um kl. 15.30 og voru þátttakendur þá búnir að vera á kórtónleikum nánast sleitulaust frá kl. 10.00 um morguninn og ekki laust við að fólk væri farið að þreytast. En kl. 15.45 hófst 1. fyrirlestraröð og þar sem iyrirlestrunum var gerð góð skil í kynningu mótsins í síðasta tölublaði þá fer ég ekki nánar út í þá sálma hér, en ég frétti að þar hefði ým- islegt athyglisvert komið fram. Að lokinni fyrirlestraröðinni var komið að því að næra sig og var það gert í Finnlandíu- húsinu og kl. 18.30 hófst „kórforum” í sama húsi. Kl. 21.30 gátu menn síðan valið um að fara á orgeltónleika í Berghállskirkju eða hlusta á Vigiliu eftir Einojuhani Rautavara í rússnesku Orthodoxdómkirkjunni (Uspenskijkatedra- len), en til þess að komast þangað þurftu menn að vera forsjálnir og panta miða næstum ári fyrirfram enda þessi stóra kirkja full út úr dyrum og að sögn aðspurðra voru þessir tón- leikar mjög vel heppnaðir. Flytjendur voru Kammerkór útvarpsins, Laura Leisma, sópran, Jenny Carlstedt, mezzo, Topi Lehtipuu, tenór, Petteri Salomaa, baryton og Michael Schmid- berger, bassi. Stjórnandi var Timo Nuoranne. Á orgeltónleikunum sem báru yfirskriftina „Nordisk orgelromantik” komu fram fulltrúar frá Norðurlöndunum fimm. og léku rómantísk orgelverk hvert frá sínu landi. Orgelið í Berghállskirkjunni er mjög sér- stakt og er í raun nýlegt orgel smíðað í fransk- rómantískum stíl að hætti Cavalli-Coll. og er smíðað af sænsku orgelsmiðjunni Ákerman & Lund Orgelbyggeri AB. Tónleikarnir byrjuðu með framlagi Daná. Það var Hanne Kuhlmann (f. 1967) sem lék verkið Hostens tid úr „orgeldramanu” Mesis frá 1935 eftir Rued Langgaard. Hanne Kuhlmann nam við Det Jyske konservatorium í Árósum 1982-1990 og debuteraði 1992 að loknu námi í einleikaradeild Konuglega tónlistarháskólans í Kaupmannahöfn (1990-1992). Hún nam einnig í París og London. Hún hefur unnið til fjölda 17

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.