Organistablaðið - 01.10.2000, Blaðsíða 18

Organistablaðið - 01.10.2000, Blaðsíða 18
Organisiablaðið verðlauna og unnið orgelkeppnir. Frá 1996 er hún organisti við Greve Kirke og Johannes- kirken i Greve. Hún hefur haldið orgeltónleika í Danmörku og víða um Evrópu. Næst steig fram Matthias Wager frá Svíþjóð og lék hann Preludium ochfuga ciss-moll opus 39 eftir Otto Olsson frá 1910. Wager er fæddur 1967 og lauk diplomprófi frá Tónlistarháskól- anum í Stokkhólmi 1992. Hann nam frekar í Bonn og í París. Hann hefur unnið til verðlauna í orgelkeppnum. Hann hefur komið fram á tón- leikum víða í Evrópu og einnig í Brasilíu. Frá 1998 er hann kennari í orgelleik og spuna við tónlistarháskólan í Malmö í Svíþjóð. Þá var komið að Finnanum Markku Hieta- harju, sem lék tvö verk eftir Vainö Ratio, Umbra beata frá 1934 og Canzone frá 1939. Hi- etaharju er fæddur 1961 og lauk A-prófi frá Si- beliusar Akademiunni 1986 og debuteraði árið eftir. Hann fór í framhaldsnám til Liibeck oc lauk konsertprófi þaðan með hæsta vitnis- burði. Hann hefur unnið til verðlauna í mörg- um alþjóðlegum keppnum, leikið inn á plötur og farið víða í tónleikaferðir. Hann er kirkju- tónlistarmaður í Helsingfors og kennari við Sí- beliusar Akademiuna. Næstur í röðinni var fulltrúi íslands, Björn Steinar Sólbergsson og lók hann verk Páls ís- ólfssonar Chaconne frá 1939. Björn Steinar er fæddur 1961, eftir nám við Tónskóla þjóðkirkj- unnar hélt hann til framhaldsnáms til Rómar og síðan til Parísar þar sem hann hlaut „Prix de virtuosité” við Conservatorie National de Musique de Rueil Mailmason. Björn Steinar hefur leikið inn á upptökur fyrir útvarp og sjónvarp og einnig á geisladiska og haldið tón- leika víða um Evrópu og í Bandaríkjunum. Hann er organisti við Akureyrarkirkju og kenn- ari við Tónlistarskólann á Akureyri. Síðastur var Halgeir Schiager frá Noregi og lék hann verk eftir Leif Solberg, Fantasi over ,Av Dypest Nodjag Rope Má” frá 1938. Schi- ager er fæddur 1955. Hann lauk organistaprófi frá Tónlistarháskólanum í Osló 1979 og hélt til framhaldsnáms til Munchen og Strassborgar. Hann debuteraði í Konsertsalnum í Osló 1985. Hann hefur víða haldið tónleika í Evrópu og spilað inn margar útvarpsupptökur í Þýska- landi og Noregi. Hann hefur leikið inn á geisla- diska sem rómaðir hafa verið af gagnrýnend- um og einnig verið dómari í orgelkeppnum. Hann er organisti við Grefsen kirke í Osló. Þá var loksins lokið fyrsta formlega degi mótsins og allir orðnir þreyttir og samt sælir eftir langan og strangan dag. Laugardaginn 16. september gafst árrisul- um kostur á að ganga til tíða í Dómkirkjunni eða hlýða á morgunsöng með drengjakór Kat- arínukirkjunnar í Stokkhólmi í „Gömlu kirkj- unni”. Klukkan 9.30 hófst síðan íyrirlestraröð 2. Þar var úrvalið fjölbreytt eins og sjá má í síð- asta tölublaði. Framlag íslands var erindi und- irritaðs um hvað hefði gerst í kirkjusöng á ís- landi síðasta áratuginn og hvað væri á döfinni. Þarna fluttu fulltrúar allra Norðurlandanna erindi og síðan voru umræður og svarað fyrir- spurnum og var ansi fróðlegt að sjá hvað er að gerast hjá frændum vorum. Sennilega var fyr- irlesturinn um finnska barnakórahefð sá sem dró til sín flesta áheyrendur, enda vissu menn að Tabiolakórinn yrði kynntur svo og starfsemi hans. Þátttakendur komu alsælir og fullir af hugmyndum og töldu sig hafa lært mikið á þessum stutta tíma, sem varð nú víst aðeins lengri en fyrirhugað hafði verið. 18

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.