Organistablaðið - 01.10.2000, Blaðsíða 19

Organistablaðið - 01.10.2000, Blaðsíða 19
Organisiablaðið Norrænu organistarnir við undirbúning orgeltónleikanna í Dómkirkjunni í Helsinki. Klukkan 12.00 hafði fólk komið sér fyrir í Dómkirkjunni og var nú komið að kórframlagi Dana. Það var sönghópurinn Gaia undir stjórn Sórens K. Hansen sem söng og með þeim spil- uðu Jette Rosendal á fiðlu, Else Marie Mourit- sen á lágfiðlu, Marie Falk á selló og Spren Chr. Vestergaard á orgel. Kórinn er stofnaður 1989 og telur 24 meðlimi, 6 í hverri rödd. Kórinn er áhugamannakór vegna þess að allir syngja með af ánægju (con amore) en hálf atvinnukór vegna þess að meiri hluti kórfélaga fæst dag- lega við tónlist, sem nemendur við konservatorí eða við Tónvísindadeild háskól- ans í Árósum. Tilgangurinn með tilurð kórsins var að skapa aðstæður til að flytja tónlist sem af ýmsum ástæðum heyrist sjaldan í Dan- mörku, og einnig verk sem gera meiri kröfur til flytjenda. Kórinn hefur frá 1989 staðið fyrir frumflutningi á fjölmörgum nýjum tónverkum og starfar náið með ýmsum sólistum og hópum atvinnumanna m.a. Árhus Sinfonietta og barokhljómsveitinni Ricercare. Alls flutti kórinn átta verk eftir ýmis dönsk tónskáld. Kórinn stóð á ýmsum stöðum í kirkj- unni og lék sér að j)ví að spila á hljómburðinn, enda íyllti hljómur kórsins vel í kirkjunni, hvort sem sungið var veikasta piano eða sterkasta forte. Á efnisskránni voru ýmis at- hyglisverð verk og spönnuðu allstórt tímabil eða nokkur hundruð ár. Hér var greinilega góður kór á ferðinni og naut þess greinilega að takast á við erfið verk- efni. Að þessum tónleikum loknum var sameigin- legt hádegisverðarhlaðborð á veitingahúsi í ná- grenni kirkjunnar. Klukkan 15.00 var komið að íslenska kór- þættinum og það var kammerkór Hallgríms- kirkju í Reykjavík, Schola cantorum Reykja- 19

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.