Organistablaðið - 01.10.2000, Blaðsíða 22

Organistablaðið - 01.10.2000, Blaðsíða 22
OrganistaMaðíð bærlega skipulagt og allt gengið alls staðar eins og smurt var fólk fljótt að gleyma og íyrir- gefa. Sunnudagurinn 17. september rann upp heiðskír og fagur eins og hinir dagarnir höfðu gert. Að loknum morgunverði stóð mönnum til boða að ganga til tíða í dómkirkjunni. Hinir sváfu eilítið lengur enda allir orðnir þreittir og mettaðir á sál og líkama. Klukkan 12 hófst síðan messa í dómkirkj- unni með þáttöku mótsgesta. Biskupinn í Helsingfors prédikaði og dómkirkjuprestar þjónuðu fyrir altari. Einn fulltrúi frá hverju landi flutti bæn á sínu móðurmáli og kom það í hlut Kjartans Sigurjónssonar að lesa íslensku bænina. Þá tók séra Sigurður Kr. Sigurðsson á Höfn þátt í útdeilingu sakramentisins. Fjórir kórar sungu við messuna, þ.e. Erik Westbergs Vokalensemble, Schola cantorum Reykja- vicensins, Vokalensemblet Gaia og Viva Vox sem er kammerkór dómkirkjunnar. Við mess- una var frumflutt messa nr. 4 eftir Kaj-Erik Gustafsson, fyrir kór, safnaðarsöng, orgel og blásara. Allir kirkjugestir fengu messuskrá þar sem hluti safnaðarins var prentaður svo og alli sálmar með nótum, en sunginn var einn sálmur frá hverju norðurlandanna 5. Það kom í hlut íslendinganna á sjá um tónlistarfltun- inginn undir altarisgöngunni. Fyrst söng öll kirkjan sálminn Kom þú, ó Kristur, eftir þá séra Kristján Val Ingólfsson og Jónas Tómas- son og síðan lék Björn Steinar á orgelið þann þátt úr verki Jónasar Dýrð Krists. Þá söng Schola cantorum 23. Davíðssálm eftir Jónas og loks Vertu Guð faðir, faðir minn við lag Jakobs Tryggvasonar en það lag hafði kórinn einmitt sungið sem aukalag á tónleikunum daginn áður. í messulok flutti fráfarandi forseti Norræna krikutónlistarmótsins Sixten Enlund ávarp og þakkaði íyrir þáttökuna í mótinu og síðan tók viðtakandi forseti, Karsten Jensen, formaður DOKS til máls og boðaði til næsta móts í Árós- um 12. september 2004. Sem eftirspil fluttu kórarnir verk fyrir fjóra kóra, orgel og blásara og af því tilefni höfðu þeir dreift sér um kirkjuna á meðan útdeiling- in fór fram. Það var gaman aó heyra hinn kröftuga söng safnaðarins í kirkjunni þennan morgun, allir sungu fullum hálsi svo hvorki heyrðist í orgeli né kór niður í kirkjuna þegar söfnuðurinn söng með. Að sögn eins kórfélaga sem var uppi á orgelloftinu þá var það upplifelsi að heyra þennan kröftuga söng neðan frá og orgelið á fullu verki, fjórir sterkir kórar öskruðu eins og þeir gátu en heyrðu ekki í sjálfum sér vegna hins kröftuga safnaðarsöngs. Allan tímann sem mótið stóð var opinn nótnamarkaður og sölusýning hinna ýmsu út- gefenda á norðurlöndum og gerðu margir þar reyfarakaup og einnig var í dómkirkjunni (í kryptunni undir kórnum) sýning og kynning á orgelum frá hinum ýmsu orgelsmiðum á Norð- urlöndum. Þetta mót var í alla staði hið ánægjulegasta og hefðu fleiri mátt taka sér frí og skreppa til Helsinki og hressa upp á sál sína og fá vítamín- spratu fyrir veturinn. Ég mælist til að við fjöl- mennum til Árósa 2004 og gerum góðan samn- ing við einhverja ferðaskrifstofu þar um. Jón Ólafur Sigurðsson. 22

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.