Morgunblaðið - 16.11.2009, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 16.11.2009, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 16. NÓVEMBER 2009 Leikskólar lenda í niðurskurði FRÉTTASKÝRING Eftir Sigurð Boga Sævarsson sbs@mbl.is L engra sumarleyfi og færri afleysingaráðningar eru meðal þeirra leiða sem leikskólaráð Reykjavík- urborgar skoðar nú til að mæta kröfum um niðurskurð í leik- skólastarfi í borginni. Við gerð fjár- hagsáætlunar er hvarvetna gerð rík krafa um sparnað. Hvað áhrærir leik- skólana, sem 6,6 milljörðum króna er varið í árlega, er hagræðingarkrafan 220 milljónir, sem gerir 3,3% af rekstr- arkostnaði leikskólanna eða rúm 2% af heildartekjum. Heildarhagræðing á sviðinu er 5,57% eða 580 milljónir. Rekstur um 35% leikskóla borg- arinnar hefur verið samkvæmt þessu en vinna fer að hefjast við að ná þessu í heild, segir Ragnar Sær Ragnarsson, formaður leikskólaráðs Reykjavíkur. Sparað í yfirstjórn „Við stefnum að því að draga úr yfirstjórn og þjónustu, sem kemur síð- ur við leikskólana. Við erum að skoða lækkun á þjónustutryggingu og öðru sem liggur hjá sviðinu auk hugmynda um að vistun nýrra barna verði að hausti, og að hætta þá með sum- arráðningar. Þannig sparast 360 millj- ónir króna á ári. Þannig ætlum við að ná sparnaðinum fram að mestu leyti,“ segir Ragnar Sær. „Útgangspunkturinn hjá okkur er sá að fastráðnu starfsfólki verði ekki sagt upp né heldur verði launakjörum þess raskað. Raunar tel ég ekkert í þessum niðurskurðartillögum okkar vera ógn við rekstur leikskólanna. Þeir verða sem fyrr flaggskipið í þjónustu borgarinnar.“ Háskólafólki fjölgar Ragnar Sær telur raunar mikilvægt að halda ýmsum jákvæðum punktum í starfsemi skólanna sérstaklega til haga. Leikskólakennurum og starfs- fólki með háskólamenntun hefur fjölg- að um 10% á milli ára og er það nú 57% alls starfsliðsins. Er það í fyrsta sinn sem fagfólk er fleira en leiðbein- endur og annað starfsfólk. Stöðugleiki í starfsmannahaldi er meiri en nokkru sinni áður. Þá eru nú 98% stöðugilda á leikskól- unum mönnuð en til skamms tíma var hlutfallið um 94%. Þetta skapaði svig- rúm til að taka inn alls 250 börn til við- bótar, sem er ígildi þess að þrír nýir leikskólar hafi verið teknir í gagnið nú í haust. Þá eru leikskólagjöld lægri í Reykjavík en annars staðar og systk- inaafsláttur veittur. Hræðsla meðal foreldra „Ég hef skynjað talsverða hræðslu og óvissu meðal foreldra vegna fyr- irhugaðs niðurskurðar,“ segir Ólöf Kristjánsdóttir, sem fer fyrir grasrót- arhópnum Börnin okkar – samtök for- eldrafélaga leikskóla í Reykjavík, auk þess sem hún er áheyrnarfulltrúi í leikskólaráði. „Foreldrar fá mjög misvísandi svör. Sums staðar stendur til að færa fólk til í starfi og eðlilega bera foreldrar kvíð- boga fyrir því að slíkt komi niður á gæðum skólastarfs. Því er mjög nauð- synlegt að við fáum skýrari svör og eitthvað handfast sem hægt er að taka afstöðu til. Sem stendur erum við svo- lítið í lausu lofti,“ segir Ólöf sem telur mjög til eftirbreytni að nálgast eigi málið og finna bestu leiðirnar í nið- urskurði með sameiginlegu starfi og nálgun stjórnmálamanna, starfsfólks leikskólanna og foreldra. Ljósmynd/Heiddi Líf á Laufásborg Skera á niður um 580 milljónir í starfi leikskóla borgarinnar á næsta ári. Reynt verður eftir föngum að þyrma beinu starfi skólanna. Um 580 millj. kr. niðurskurður er áætlaður í starfi leikskólasviðs Reykjavíkurborgar. Á skólunum sjálfum er niðurskurðurinn 220 millj. kr. Ekki á að raska þjón- ustu, að sögn, en foreldrar eru kvíðnir. FJÁRHAGUR leikskólanna í Reykjavík er í mörgum tilvikum þröngur. Dæmi eru um að ekki séu til peningar til að kaupa lím til að föndra og svigrúm til frekari sparnaðar er lítið sem ekkert, segir í fundargerð sameiginlegs fundar foreldrafélags leikskólanna í Reykjavík sem haldinn var á dög- unum. Þar kemur fram að víða hafi sérkennslustjórum verið sagt upp og sérkennsla sé felld niður ef ein- hver heltist úr lestinni vegna veik- inda. Á tveggja til þriggja deilda leikskólum hafi aðstoðarleik- skólastjórum verið sagt upp og deildarstjórum sé þá gert að rýma fyrir viðkomandi. Í fundargerðinni kemur fram að foreldrafélög hygg- ist mótmæla fyrirhuguðum nið- urskurði. Er vísað til leikskóla í Danmörku þar sem samtakamáttur hafi komið í veg fyrir niðurskurð. EKKERT LÍM ›› Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Ríkisstjórninheldur þvíekki lengur fram að samning- urinn um Icesave sé góður fyrir ís- lensku þjóðina. Og talsmenn hennar vilja helst að tilkynning Steingríms J. Sigfússonar um að samningurinn væri „glæsi- legur“ sé þurrkuð út úr minni manna. En eftir að hörfað var úr vígi glæsisamningsins og því næst úr vörn fyrir góða samn- inginn og yfir í vörn fyrir hræðilegan samning sem við getum lifað með þurfti að smíða nýjar forsendur fyrir samþykkt hans. Þær urðu að þjóðin neyddist til að sam- þykkja samninginn. Fyrst var því haldið fram að stjórn Sjálf- stæðisflokks og Samfylkingar hefði í óðagoti hrædd eftir „hrun“ skuldbundið þjóðina til að borga. Það heyrist æ sjaldn- ar, enda ekki hægt að finna því stað og að auki engin heimild frá Alþingi til slíkrar skuld- bindingar. Orð Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur í athyglisverðu við- tali í síðustu viku á SkjáEinum gera enn flóknara en fyrr að hafa fyrri stjórn sem skálka- skjól lengur hvað þetta varðar. Þá var hrakist í að halda því fram að Alþjóðagjaldeyrissjóð- urinn vildi ekki ljúka sínum endurskoðunum og lánveit- ingum í framhaldinu nema Ice- save væri tryggilega hengt um háls Íslendinga. Þessu neitar framkvæmdastjóri sjóðsins í bréfi til Gunnars Sigurðssonar leikara. Það segir meira en flest annað um hvernig rík- isstjórn Íslands hefur haldið á málinu að það þurfi bréfaskipti af því tagi til að greina stöðuna á milli Íslands og AGS. Strauss-Kahn segir í bréfinu til leikarans að tengslin við Ice- save megi rekja til krafna okkar nor- rænu bræðraþjóða. Hinn 29. júlí sagði Jón Sigurðsson, formað- ur samninganefndar um Norð- urlandalán, í viðtali við Rík- isútvarpið: „Engin skilyrði voru fyrir því í lánasamningum við Norðurlöndin að Alþingi samþykkti Icesave.“ Og tveim- ur vikum síðar segir sjálfur forsætisráðherrann, Jóhanna Sigurðardóttir, í ræðu á Al- þingi: „… það er alveg skýrt og klárt að norrænu lánin eru ekki tengd við Icesave.“ Nokkrum vikum áður, hinn 2. júlí sl. þeg- ar Steingrímur J. mælti fyrir fumvarpinu um Icesve- ábyrgðina, fjallaði hann um af- leiðingar þess að hafna frum- varpinu. Um þetta atriði sagði hann: „Hvaða afleiðingar hefur það? Það strandar öllu aðger- ðaplaninu sem nú er unnið eftir og snýr endurreisn íslensks efnahagslífs, það strandar því öllu. Það liggur fyrir, rækilega skjalfest, að samstarfsáætl- unin við Alþjóðagjaldeyrissjóð- inn og afgreiðsla gjaldeyrisl- ána þaðan strandar. Það liggur rækilega skjalfest fyrir að gjaldeyrislánafyrirgreiðsla frá hinum Norðurlöndunum strandar sömuleiðis.“ Hvernig er hægt að ætlast til að Alþingi samþykki slíka klafa á Íslendinga, þegar grunvall- arforsendurnar eru í skötulíki? Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, gerir glögga grein fyrir því á hve veikum grunni Icesave-málið er reist í nýjasta helgarpistli sínum. Sá pistill hefur yfirskriftina „Metn- aðarleysi við gæslu þjóð- arhagsmuna“. Þar er ekkert of- sagt. Metnaðarleysi við gæslu þjóðarhags- muna} „Alveg skýrt og klárt“ Barnavernd-armál hafa verið nokkuð í umræðunni að undanförnu. Öll- um má vera ljóst að fáir málaflokk- ar þar sem opinber yfirvöld hafa afskipti af einstaklingum eru snúnari en þessir. Sama gildir um opinbera umræðu um þau mál. Þar verður að sýna mikla gætni, svo þeir sem mest eiga í húfi, börnin sem í hlut eiga, skaðist ekki enn meir. Þegar mál komast loks í kastljós fjölmiðla hefur jafnan þegar gengið mikið á. Sérfræðingarnir og nefnd- irnar sem fara með úrskurð- arvaldið verða að beita afli sínu af hógværð og hlífð. En hitt verður einnig að sætta sig við að í stöku tilfellum eiga þeir aðilar engan kost nema vondan. Í Bretlandi fer nú fram umræða um hvort ekki sé rétt að tryggja með lögum að ekki aðeins for- eldrar heldur einnig ömmur og afar eigi rétt gagnvart börnum. Slíkur réttur ætti einnig að vera gagnkvæmur. Að börnin sjálf eigi einnig sitt lagalega tilkall til tengsla og samskipta við lifandi forfeður sína og formæður. Í flestum tilvikum vilja fáir þeim betur en það fólk. Er úr vegi að skoða slík réttindamál einnig hér á landi? Hver er réttur afa og ömmu? Og hver er réttur barna til þeirra?} Óræddur réttur barna N ú á að leggja nefskatt á alla sem fá þá hugdettu að fljúga til Íslands. Það er heiðarlegt af stjórnvöld- um að leggja skattinn á fyr- irfram. Þá hækka flugfargjöldin og útlendingar geta einfaldlega ákveðið að fara annað. Að vísu skila útlendingar, sem aldrei koma til Íslands, ekki tekjum í ríkissjóð, sem var víst tilgangur skattheimtunnar, en ekki er hægt að hugsa fyrir öllu. En mikið er gott að nóg er til af hótelherbergjum í landinu og að við eigum öfl- ug flugfélög. Til þess að greiða erlendar skuldir þjóðar- búsins þurfa Íslendingar erlendan gjaldeyri. Og í hvert skipti sem hagfræðingar ræða um greiðslugetu þjóðarbúsins, þá nefna þeir útflutn- ingsgreinarnar, orkuna og sjávarútveginn. Þær raddir enduróma meira að segja í fjármálaráðu- neytinu. Í öllum áætlunum um viðreisn íslensks efnahagslífs, sem ég hef rekist á, er gert ráð fyrir stóriðju og að Íslendingar nýti orkuauðlindir sínar með sjálfbærum hætti. Þess vegna er heiðarlegt af stjórnvöldum að taka af skarið um það, að Ísland sé ekkert sérlega fýsilegur kostur í þeim efnum. Það sé langt og flókið ferli að fá leyfi fyrir stórframkvæmdum og að ferlið taki örum breytingum, sem engin leið sé að sjá fyr- ir. Svo verði hagnaðurinn hvort eð er skattlagður eftir á, þannig að afrakstur sé óviss, sem lofar víst ekki góðu þegar fjárfest er til margra áratuga. Það er líka heiðarlegt af stjórnvöldum að gera sjávar- útveginum grein fyrir því strax, að óráðlegt sé að horfa til langs tíma í fjárfestingum og rekstraráætl- unum. Þegar lagt er frá bryggju ríkir fullkomin óvissa um það hvaða fiskveiðistjórnarkerfi verð- ur við lýði þegar komið er í land með aflann. Og maður hefur á tilfinningunni, að íslenskum sjó- mönnum líði eins og sjómanninum í Feneyjum, sem tók alltaf mið af turninum á Markúsartorg- inu þegar hann reri í land. Einn daginn sá sjó- maðurinn engan turn þegar hann ætlaði í land, turninn hafði hrunið á meðan hann dró netin, og það varð til þess að sjómaðurinn gekk af vitinu. Gott dæmi um óvissuna, sem markvisst er ýtt undir, er útgerð hrefnuveiðimanna, sem ætluðu að koma sér upp bækistöð á Akranesi með tug- um starfsmanna. Þeim var gerð grein fyrir því af stjórnvöldum að óráðlegt væri að ráðast í fjárfestingar, þar sem óvíst væri að veiðar yrðu leyfðar áfram, og ekkert varð af þessum ráða- gerðum. En hrefnukjötið selst upp í verslunum og var ódýr- asta kjötið á grillið í sumar – og það ljúffengasta. Vonir voru bundnar við að olían á Drekasvæðinu ætti eft- ir að bjarga fjárhagnum, nema þar hefur verið hætt við leit- ina og er mér tjáð, að ástæðan geti vel verið sú, að skatt- lagningardraumar ríkisins hafi verið of háir. Jafnvel skattlagningin á áfenginu verður til þess að draga úr neyslu, frekar en að fjölga aurunum í ríkiskassann, og nú heyrist aftur af landabruggi. Allt ber þetta að sama brunni. Hærri skattar draga úr neyslu og breyta neyslumynstri. Þeir minnka kökuna, sem alla dreymir um að stækki. En þetta er hið nýja Ísland. pebl@mbl.is Eftir Pétur Blöndal Pistill Nýja Ísland I STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.