Norðurland - 17.06.1994, Qupperneq 9

Norðurland - 17.06.1994, Qupperneq 9
NORÐURLAND- 9 ÞJOÐHATIÐ Á AKUREYRI 1 / . jum IV og sumaryl Nánari dagskrá í Akureyrarkróniku ( Þj óðhátíðarnefnd xxxxxxxx>oo, xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx Sendum landsmönnum öllum heillaóökir á 50 ára afmaeli lýðveldisins Hótel Laugar 650 Laugum skiptir milljónum króna en slys urðu ekki á mönnum...Víða úti um land urðu líka miklar skemmdir í veðurofsanum, þök tók af húsum og rúður brotnuðu. Varð til dæmis tilfinnanlegt tjón af þessum sökum á Akureyri. / Fróður Islend- ingur í París íslenskur arkitekt, Gunnar Her- mannsson, hefur vakið mikla at- hygli í Frakklandi fyrir frammi- stöðu sína í spumingaþætti í franska sjónvarpinu. Var hann samfleytt ósigrandi í þætti þessum í sex mánuði eða þangað til hann ákvað sjálfur að hætta, en and- stæðingar hans voru þá ekki orðn- ir neinir hálfdrættingar á við hann. Hafði Gunnar liðlega eina milljón franka upp úr krafsinu. Gunnar hefur dvalist í Frakk- landi í 15 ár. Hann er ættaður frá Húsavík, stúdent frá MA en stundaði síðan nám í arkitektúr í París og hefur starfað þar síðan, ef undan er skilið eitt ár sem hann starfaði hér heima hjá ráðhús- nefndinni. 1967: Kísilveg lokað 28.08: Náttúruverndarráð óskaði eftir því fyrrihluta ágústmánaðar við menntamálaráðuneytið, að það beitti sér fyrir því .að stöðva fram- kvæmdir við Kísilveginn svo- nefnda, þ.e. nýja veginn, sem ver- ið er að leggja milli Húsavíkur og Mývatns. ...Gerðardómur komst að þeirri niðurstöðu 08.09 að Kís- ilvegur skuli lagður þrátt fyrir friðlýsingu Náttúruvemdarráðs. Heimtir úr helju 31.08: Ólafsfirðingar fögnuðu í dag er þeir heimtu úr helju 12 skipbrotsmenn af vb. Stíganda, sem fórst á síldarmiðunum um 700 sjóm. norðaustur af Höfn- um...Þrettán skip sigldu fram hjá skipbrotsmönnum í björgunarbát- um þeirra áður en þeir fundust eft- ir fimm daga volk. Gífurleg leit var gerð af skipbrotsmönnum en það var áhöfnin á Snæfugli sem heimti þá úr helju. 1969: Stórbruni á Akureyri 04.01: Um klukkan hálf tíu í gær- kvöldi kom upp mikill eldur í verksmiðjuhúsi Iðunnar á Akur- eyri. ...Hvasst var á norðan og mikið frost...40 slökkviliðsmenn börðust við eldinn í 16 klukku- stundir í tólf stiga frosti og hvass- viðri. Gífurlegt tjón varð á verk- smiðjuhúsum SÍS í brunanum og urðu 500 manns atvinnulausir af völdum brunans....Engin slys urðu á mönnum í þessum mikla bruna. Eftir að slökkviliðsmenn á Akureyri höfðu barist við eldinn í 16 tíma barst þeim aðstoð sex slökkviliðsmanna úr Reykjavík. Eyðilegging í veðurofsa 06.03: Klukkutíminn milli klukk- an 12 og 13 í gærdag verður mörgum Akureyringum minnis- stæður. Veðurofsinn sem þá gekk yfir skall á mjög snögglega og skildi eftir sig gífurlega eyðilegg- ingu. Mest var tjónið í Súkkulaði- verksmiðjunni Lindu, en þar tók af þakhæð hússins og vörubirgðir fyrir milljónir króna eyðilögðust. ...Tveggja tommu stálbitar héldu þakinu uppi, en þeir vöfðust upp eins og tvinnaspottar, og 12 mm. járn, sem steypt var í veggi, rifn- aði upp. 1970: Virkjun mótmælt 19.07: Hátt á þriðja hundrað manns lagði upp á 80 bílum frá Húsavík klukkan 13 í gær í mót- mælaför til Akureyrar vegna virkjunarframkvæmda við Laxá og Laxárbændur hafa haftð lög- bannsmál gegn.... Ýmsir bílar í bílalestinni báru áletraða borða. Á þeim stóð m.a.: Laxárdal verður ekki sökkt. Stífla sprengd 28.08: Um klukkan 19 í gærkvöldi söfnuðust á annað hundrað manns úr Mývatnssveit og víðar úr Þing- eyjasýslu saman við stíflu Laxár- virkjunar í Miðkvísl milli Amar- vatns og Geirsstaða....Hópurinn rauf 6-8 metra skarð í stífluna og notaði við það skóflur, dráttarvél- ar og dýnamit, sem var í eigu Lax- árvirkjunnar, en hafði legið í hell- um þama í 10 ár.... Tvær yfirlýs- ingar, önnur undirrituð af 88 mönnum og hin af 82 mönnum, voru lagðar fram við dómsrann- sókn, þar sem þeir sögðust allir hafa stuðlað að framkvæmd stíflu- brotsins. 1971: 65 ákærðir 12.01: Saksóknari ríkisins hefur ákært 65 menn fyrir að hafa með dráttarvélum, skóflubúnaði og dýnamíti, handverkfærum og handafli, sprengt upp stífluna í Miðkvísl í Laxá að kvöldi 25. ágúst síðast liðinn... .Saksóknari krefst skaðabóta... Bóndi einn í Mývatnssveit, Kristján Þórhalls- son, er ekki í ákæruskjalinu, og hefur hann krafist þess að komast á það. Esjan afhent 13.05: í gær afhenti Slippstöðin á Akureyri m.s. Esju, síðasta strand- ferðaskipið, sem stöðin smíðar fyrir Skipaútgerð ríkisins. Hitt skipið, Hekla, var afhent fyrir nokkrum mánuðum. Esjan nýja er um 700 tonn. 1973: Atvinnuleikhús á Akureyri 06.03: Sú nýbreytni verður hjá Leikfélagi Akureyrar næsta vetur, að þá hefst rekstur þess með fast- ráðnum leikurum...A hálfrar aldar ferli félagsins hefur starfsemi þess fyrst og fremst byggst á vinnu áhugafólks. Sigur sprengju- manna 22.05: Stjórn Laxárvirkjunnar, Landeigendafélag Laxár og Mý- vatns og forsætisráðherra fyrir hönd ríkisstjórnarinnar hafa gert með sér samning, sent bindur enda á deilumál þau, sem uppi hafa verið um virkjunarmál Lax- ár....Bændur aflétta lögbanni og fá fébætur fyrir land...Gerðar- dómur skal skera úr um skaða- bótakröfur landeigenda...felld verða niður málaferli þau, sem ris- ið hafa í sambandi við virkjun Laxár og deilur í því sambandi. 1975: Berklar í MA 08.02: Umfangsmikil berklaleit fer nú fram á Akureyri vegna berklatilfella meðal nemenda og starfsfólks Menntaskólans á Akur- eyri. Þar hafa 30 manns reynst ný- smitaðir, en aðeins einn þeirra veikst....Smituppsprettan er ófundin. 200 mílna landhelgi 15.10: Fiskveiðilögsaga íslands var færð út í 200 mílur á miðnætti síðastliðnu.... I ávarpi til þjóðar- innar í tilefni útfærslunnar segir Geir Hallgrímsson, forsætisráð- herra: Annaðhvort munum við semja til sigurs, eða ef það verður hlutskipti okkar, berjast til sigurs. 1976: Jarðskjálfti á Kópaskeri 14.01: Klukkan 13.30 í gærdag reið mjög harður jarðskjálfti yfir Norðausturland. ...Afleiðingar hans voru þær að mörg hús á Kópaskeri eyðilögðust eða stór- skemmdust...Tjónið á Kópaskeri er ntjög mikið og nemur ekki að- eins milljónatugum, heldur að lík- indum á annað hundrað milljónir króna. Krafla veldur hneyksli 30.01: Fjórir þjóðkunnir jarðvís- indamenn leggja til að fram- kvæmdum við Kröflu verði hætt. Stórorðasti gagnrýnandinn segir fullum fetum að „Kröflumál séu fjármálahneyksli af áður óþekktri stærð“. ...Þegar eldgos hófst í Leirhnjúk nú í desembermánuði, aðeins 3 km. frá Kröflu, horfði óvænlega með framkvæmdir þar. ...Jón G. Sólnes, alþingismaður og formaður Kröflunefndar, er harðlega gagnrýndur vegna virkj- anaframkvæmdanna. Hola í höggi 16.07: Björgvin Þorsteinsson, ís- landsmeistari í golfi, hefur farið á kostum að undanfömu. Hann hef- ur sigrað með yfirburðum á golf- mótum hér, og nýlega gerðist það í allharðri keppni að hann átti 42 högga forskot á næsta mann, á fyrsta degi meistaramóts Golf- klúbbs Akureyrar. 1977: Grímseyingum fjölgar 15.09: Hjónunum á Sólbrekku í Grímsey fæddust þríburar í gær, allt drengir. Við þríburafæðingu þessa fjölgaði íbúum Grímseyjar á átta mínútum úr 92 í 95 eða um 3,26%. 1979: Sólnes í sérframboð Jón G. Sólnes, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins í Norðurlands- kjördæmi eystra, býður fram sér, eftir að honum var ekki boðið sæti á lista tlokksins fyrir komandi kosningar. Kalt sumar 08.09: Sumarið hefur verið óvenju kalt um allt land, eitt hið kaldasta á þessari öld. Meðalhiti sumar- mánuðina á Akureyri var aðeins 7,4 stig. 1980: Kona forseti 30.06: Vigdís Finnbogadóttir leik- hússtjóri var í gær kosin forseti Is- lands með 43.530 atkvæðum, og fékk hún rúm 1.900 atkvæði um- fram Guðlaug Þorvaldsson. Kjör Vigdísar hefur vakið mjög mikla athygli erlendis, enda er hún fyrsta konan, sem kosin er þjóð- höfðingi í lýðræðislegum kosning- um. ...Strax og úrslitin lágu nokk- um veginn fyrir safnaðist hópur fólks saman við heimili hennar að Aragötu 2 og beið hennar þar...Vigdís sigraði með 33,6 pró- sentum atkvæða og varð fjórði forseti íslenska lýðveldisins. Byggt á Öldinni okkar Mannfjöldi fagnar kjöri Vigdísar Finnbogadóttur, fjórða forseta lýðveldisins, fyrir utan heimili hennar.

x

Norðurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.