Norðurland - 01.12.1998, Blaðsíða 2

Norðurland - 01.12.1998, Blaðsíða 2
2 - DESEMBER 19 9 8 Norðurland Leiðari Pólitík á j ólum ekki eru alltaf jólin í pomíkiiini Þröstur Ásmundsson. Það er dapurleg staðreynd íyr- ir félagshyggjufólk að Island er að verða eitt síðasta vígi öfga- fullrar hægri stefnu í Evrópu. Hvarvetna í álfunni hafa hægri stjórnir í anda Thatcherismans hrökklast frá völdum undanfarin misseri og félagsleg sjónarmið á ný hafin til vegs. Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar er dæmigerð hægristjórn þar sem allt fer sam- an : Ijandsskapur við verkalýðs- hreyfinguna, siðlaus einkavina- væðing og yfirgangur frjáls- hyggjunnar á flestum sviðum þjóðlífsins. Valdhrokinn sem einkennir núverandi ríkisstjórn er alveg sérstakur kapítuli. Dæmi um hið síðastnefnda eru viðbrögð helstu ráðamanna við dómi hæstaréttar í kvótamál- inu. Yfirlýsingar þeirra og um- mæli eftir að Ijóst var að „sæ- greifakerfið" stæðist ekld jafn- ræðisreglu stjórnarskrárinnar hafa verið með ólíkindum. I stað þess að koma með nothæfar til- íögur um hvernig mætti með skynsamlegum hætti vinda ofan af lögleysunni og vitleysunni í kvótamálunum á einhverju til- teknu tímabili hundskömmuðu þeir hæstarétt fyrir óvönduð vinnubrögð og ábyrgðarleysi. Það var jafnvel talað um að breyta stjórnarskránni ! Annað dæmi um ólýðræðisleg viðhorf ríkisstjórnarinnar er það offors sem hún beitti við að keyra „gagnagrunnsfrumvarpið" í gegn um þingið þrátt fyrir hávær mót- mæli fjölda samtaka og stofn- ana. Málið hafði hvorki fengið nægilegan undirbúning né hafði verið reynt til þrautar að ná um það nauðsynlegri sátt í þjóðfé- laginu.Því ber að fagna að hæstiréttur hafði döngun í sér til að setja ríkisstjórninni stólinn fyrir dyrnar í kvótamálinu og af- hjúpa að hún gengur erinda sér- hagsmuna fárra gegn heildar- hagsmunum fjöldans. I gagna- grunnsmálinu hins vegar væri allra best í þeirri stöðu sem upp er komin að forseti íslands vís- aði því f dóm þjóðarinnar og leyfði henni sjálfri að ákveða um örlög þess. Það er vissulega komin tími til að forseti lýðveld- isins beiti því valdi sem stjórnar- skráin gefur honum til þess að skjóta deilumálum sem sannar- lega varða alla þjóðina til úr- skurðar hennar sjálfrar. Bæði er mikilvægt að menn virði og við- urkenni þetta mikilvæga vald forseta Islands og ekki síður að hrokafullir ráðherrar hafi jafnan í huga að þessi möguleiki er fyr- ir hendi þegar þeir verða fram úr hófi óbilgjarnir. Mikil uppstokkun og gerjun á sér nú stað á vinstri væng stjórn- málanna. Sífellt fleirum hefur orðið það ljóst á undanförnum árum að eina Ieiðin til að knýja hið óheilaga bandalag peninga- aflanna í landinu til undanhalds er samfylking vinstri manna á íslandi. Það virðist þó augljós- Iega ekki ætla að ganga þrauta- laust að koma á þessari lang- þráðu samfylkingu. Þrátt fyrir nokkur áföll er ástæðulaust með öllu að örvænta um árangur. Samfylkingin er þegar alls er gætt merldlegasta sköpunarstarf í íslenskum stjórnmálum í ára- tugi. Þótt verkið sé erfiðara en margur hugði er það eina leiðin sem fær er og engin leið að hætta. ÞÁ. Óvenjufáar Ijóðabækur eru áberandi í ár. Ekki sinnirNorðurland þeim öllum heldurlæturnægja að birta hér Ijóð ogprósa eftir Sigurlaug Elíasson sem fyrr áþessu ári gafút „ Skjólstein “. Sigurlaugur sækiryrkisefnin nokkuð tillands ogsjávarí þessari bók. Eftil vill erhann Ijóðskáld fleiri kynslóða en þriggja. Flóðið erbriminu skilt og ögurstundin þarmeð talin. Með leyfi Sigurlaugs birtum við hérþrjú yrkisefni úr„ Skjólsteini “ (1998) FORMÁLI Tamara aðfestast við liðið en það semfram undan er stein t vasa stundarbrot í minninu. Lágþokuganga: Eitthvert hvitamyrkur yfir þaðan sem ekkert spyrst f rásagnarvert þó einstöku sinnum létti á blettum milli kennileita eins og sópi af þúfnaklasa , melrima og eftir allt saman er þóflest meðfelldu og ástæðulaust að leggjast undir skjólstein strax. ÖSKULAG Hann hefur víst reikt löngum stundum við grindverkið sitt, alla dagajafnt svofremi að sæmilega stætt sé og haft þennan hátt á lengi. Ekki það að hann sé aðforða neinumfrá óbeinum reykingum því hann býr einsamall. „Þií verður að sjá hann, hann stendur alltafi nákvæm- lega sömu sporum og eldspýtnahúntið blasir við ífor- stofuglugganum," segir kunningi rninn ogfús er ég því ég ætla að gista og það er ekki svo margt að skoða í plássinu. En nú bregður svo við að hann er þar ekki þó sé laugardagur og næstum 25 stiga hiti. En víst er holan í graskantinn þama, vel á annaðfet á dýptina og yfir henni er málningin nudduð afefsta girðingarband- inu. I botni holunnar er sýnilegt öskulag - og sjálfsagt steintré. Eg skoða þetta tít um búgluggann, kann ekki við að fara út. En kunningi minn er gestrisinn og við förum fjórar ferðir um kvöldið með sama árangri. Áður en ég yfirgef plássið morguninn eftir renni ég enn framhjá holunni. En þar er allt við það sama og nú stansa ég ekki. Veikur, dáinn eða hættur að reykja ? Ég veit það ekki. BRIMLJÓÐ Hérna þar sem brimið endar í mýrunum reyni ég að sofna í blokkarhellinum minum. Eftir að ég komst upp á lag með að nota brim- hljóðaspólur er það ekki svo ýkja erfitt. Ég er ekki alinn upp á sjávarbakka en fremur skammt frá sjó og vanastur þungum súgnum, sumar, vetur. Og það erufrekast þannig spólur sem ég sofna við. Ég á reyndar einhverjar kanadískar með miklum gný og eina hressilega frá Madagaskar og þær eru út affyrir sig ágætar sem brimhljóðaspólur. Nei þessi dugar ævinlega best: Bogadregin fjaran og aðgrynnsli en þægilegur undirtónninn frá tangaflesinni handan hennar n skjólgarðurinn og nóttin brimljóðanótt

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.