Norðurland - 01.12.1998, Blaðsíða 3

Norðurland - 01.12.1998, Blaðsíða 3
Norðurland ur.St.maER 1998 - 3 Þegar ég hugsa til eftirminni- legustu myndar sem tengist mínum bernskujól- um kemur upp í hug- ann jóla- sveinn, á stærð við 10 ára barn, sem faðir minn klippti út í bylgjupappa og litaði með sverum blýanti, sem var rauður í annan endann og blár í hinn, og hvítri skólakrít. Mynd þessa festi hann á heimasmíðað stativ svo hún gat staðið í einu horni stofunnar í staðinn fyrir jólatré. Þetta mun hafa verið á jólunum 1946. I þá daga þekkt- ust ekki í mínum heimahögum (Bíldudalur) lifandi jólartré eins og nú tfðkast. Betri borgarar áttu jú gjarna gerfijólatré en á alþýðu- heimilum var jólatréð venjulega sívöl, grænmáluð spýta sem stóð á fæti og boruð höfðu verið göt þar sem stungið í var stungið mislöngum mjórri spýtum sem mynduðu greinarnar. A þetta var síðan bundið lyng sem sótt var fram í dal, sem kallað var, skömmu fyrir jól. A okkar heimili var hinsvegar svo þröngt að slíkt tré , með logandi kertum á grein- um komst illa fyrir. Þessvegna varð hinn eftirminnilegi pappa- jólasveinn til. A forsíðu jólablaðs Bílddælings 1952 , sem var fjöl- ritað blað um þjóðfélagsmál o.fl. og faðir minn Ingimar Júlíusson gaf út um árabil, birtist þessi teikning eftir hann sem sýnir börn tína lyng í dalnum til að skreyta með tréð sem dansað var í kringum á jólatrésskemmtun barnastúkunnar í samkomuhúsi þorpsins í áratugi. Ennþá höfðu nútímajólatré ekki hafið innreið sína á Bíldudal ! Heitnir Ingimarsson. Þennan texta ritaði Ingimar faðir Heimis um forsíðumyndina sem getið er um. „Ég átti leið fyrir skemmstu fram í dal. Það var kominn sá tími þegar jólasveina er von dag hvern, eftir því sem þjóðtrúin segir. Frost var allmikið og snjóföl á jörðu, en logn og bjart veður. Húm var að færastyfir er ég sneri til baka heimleiðis. Þegar ég kom niður ÍJaglið“ sá ég allt í einu skammt frá mérhóp afsmávöxnu fólki, búið úlpum og mussum, með einhverskonar pokaskaufa í eftirdragi. Var fólk þetta að einhverju bauki þarna í brekkunni. Mér komu strax í hug jólasveinarnir og fór að telja, ellefu taldist mér, það gat látið nærri og hefði ég verið eins og þrjátíu árum yngri hefði mér að líkindum ekki litist á blikuna. En þegar ég kom nær sá ég hvers kyns var. Hér voru telpur á ferð, á að gizka 8-12 ára, og voru að safna lyngi I poka. Þarna var semsé á ferðinni ieiðangur, sem var að draga I búið til jólanna, efsvo kynni að fara sem allt útlit var fyrir að ekkiyrðu fáanleg regluleg jólatré eða greni, ogyrði því að hressa upp á gömul gerfitré með lyngi, eins og stundum hefur verið brallað áður. Forsíðumyndin á að gefa nokkra hugmynd um smáfólk þetta og iðju þess þarna i lyngbrekkunni snæviþöktu. I.JÚL Það er aðfangadagur jóla. Ég stend í stiganum í ömmuhúsi á Dalvík og þétt við hlið mér stendur Villi frændi minn og jafnaldri. Hann á heima uppi, ég niðri, og stiginn einatt vett- vangur gáska og Ieikja. Að þessu sinni er þó mikil alvara á ferð. I útidyrunum fyrir neðan stigann stendur jólasveinn og lætur ófriðlega. Jólapakkarnir sem hann hefur komið með flæða um ganginn. Skyndilega kallar hann byrstri röddu um Ieið og hann nálgast: ,/Etlarðu ekki að ná í skíðin þín strákur?11 Þetta er meira en fjögurra ára hjartað þolir. Frændi minn tekur stefn- una inn í innsta horn undir rúmi foreldra sinna. Ég herði takið á stigahandriðinu og má mig hvergi hræra, skynja frekar en sé jólasveininn geysast upp á eftir Villa. Hvílik ógn og skelf- ing. Ég veit ekki fyrr en mörgum árum seinna að bak við gerfi þessa ákafa jólasveins er Otti frændi minn, þá unglingur- inn á heim- ilinu. Hann var þar með kominn í stóran hóp hinna dal- vfsku jóla- sveina sem áratugum saman hafa hvern aðfangadag með skrækj- um og ólátum, færandi pakka og kort í hvert hús. Fyrir börnin er koma sveinka enn í dag viðburð- ur sem vekur óttablandna spennu og enn gera stórir frændur sig heimakomna með þeim hætti að heimsóknin gleymist aldrei. Svanjrídur Jónasdóttir Svanfríður Jónas- dóttir. farið um bæinn Jólin i bernsku minni tengjast eplalykt, því þegar afi minn Sig- uijón Jónasson frá Utibæ í Flat- ey bar inn hvítan kassa um miðj- an desember ár hvert og hús ömmu minnar Jakobínu Páls- dóttur frá Brettingsstöðum á Flateyjardal fylltist af eplalykt, og maður freistaðist í kassann , þá minnist ég þess ekki að amma hafi skammað mig fyrir það. Síð- an innsigluðust jólin fyrir tilstilli Kaupfélags Þingeyinga sem réð flestu um mannlíf Húsvíkinga í bernsku minni. Ut í kaupfélags- glugga var settur jólasveinn, lítill jólasveinn sem hneigði sig kurt- eislega í sífellu en er hættur að hneigja sig þó hann sé enn í kominn í gluggann í kaupfélag- inu. Ekki er það vegna skorts á kurteisi held ég heldur hins að hann er orðinn háaldraður og drifverkið í honum bilað en ég bendi börnunum mínum á hann í hvert skipti sem við förum fram hjá kaupfélaginu. Sjálfsagt kem- ur upp barnið þegar maður sér þennan jólasvein sem maður þekkti svo vel þegar farið var fram hjá kaupfélag- inu. En síð- an var alltaf settur út í gluggann hjá kaupfélaginu Essóolíuhíll sem keyrði hring eftir hring á spori og bómull allt um hring. Það var snjórinn sem þyrlaðist svo maður sat fyrir utan gluggann kaldur á tánum og horfði á þetta tækni- undur án þess að mannshöndin kæmi þar nærri. Eplalykt , jóla- sveinn sem hneigði sig og Essóbíll sem keyrði í hringi. Nú voru jólin að koma og á kvöldin sagði maður mömmu frá þessum undrum og stórmerkjum sem maður hafði séð. Örlygur Hnefill Jónsson. Örlygur Hnefill Jónsson. Jólamyndin mín úr æsku er náttúrulega sú að við sitjum öll saman, allur skarinn sem var fæddur, ein sex stykki saman, en Ijósmyndin sjálf sem er heldur betur til er í huga mér af okkur þremur, „hræðilega prúðum“ ha , ha, - þegar ég man eftir mér þriggja til fimm ára, sennilega íjögurra ára, í þriggja systkinahóp í heimabróderuðum fötum, þar sem við sitjum öll og bíðum eftir því að hryggurinn verði kom- inn á borðið. Þetta var í Kleppsholtinu , Skipa- sundinu. Mamma bróderaði á kjólana okkar systranna , alla upp úr öðrum fötum og efnum fyrir jólin. Sennilega myndi maður verða stolt- ur af því að búa til þannig flík núna og setja nýtt bam í. Ég skal ekki segja hvort ljósmyndin sem tekin er hjá Ijósmyndara er tekin fyrir eða eftir jól. En hugmyndin er skýrari en Ijósmyndin, pabbi var kennari, sjaldan heima og þegar hann komst í jólafrí fórum við í strætó saman fyrir jólin. Allt Iiðið í bæinn. Það var ekkert um ljósmyndavélar þá. En fötin sem við vorum í eru jólaföt, það voru alltaf búin til jólaföt. Sigrún Sveinbjörns- dóttir. Sigrún Sveinbjömsdóttir Ég man vel hvað það var sem ég tengdi helst við jólahátíðina, komu jólanna og ástæðu þess að við héldum þau hátíð- Ieg. Upp úr miðjum desember setti mamma fram lítið, upplýst líkan af fjár- húsi. Það var brúnt á litinn og opið að framan. Inni voru litlir básar þar sem mátti sjá kindur, kýr og hesta (ekki asna). A miðju gólfinu var jatan með Jesúbarninu sem lá, vafið hvítum stranga, á heyinu. María klædd í bláa skikkju kraup við jötuna, Jósef stóð ábúðarfullur og horfði á þau. Þarna Margrét Frímanns- dóttir. voru Iíka vitringarnir með gjafir, allt var upplýst, hlýtt og notalegt. Ég hlýt að hafa verið mjög ung þegar fjárhúsið var fyrst sett upp heima og mér sagt hvers vegna jólin væru haldin hátíðleg, því ég tengdi jólin alltaf við þessa mynd. Ég var reyndar alltaf jafn hissa á því hve fjár- húsin í Betlehem hefðu verið hrein og falleg; þau voru ekki svona hjá honum afa. Mér fannst útilokað að Jesúbarnið hefði getað fæðst þar. Margrét Frímannsdóttir. Lyktin af jólunmn. Orð um mynd Undanfari jólanna var lykt sem lagð- ist um húsið full fyrirheita. Fyrst kom hangikjötið, læri eða bógur sem hékk á nagla í bíslaginu þar sem gengið var inn. A aðventunni var veisla að koma utan úr kuldanum í þessa angan. Ur síðustu kaupstaðarferðinni fyrir jól bættist við eplakassi sem geymdur var í matarkompunni uppi á lofti og grenið sem hékk í svalanum hjá hangikjötinu. Þessi dýrð ásamt laufabrauði og smákökum rann saman í samfellda til- hlökkunarhátíð sem reis hæst úÞorláks- Aðalsteinn Svanur Sigfússon. messu þegar húsið var skreytt og silfur- fægillögur og tekkolía fullkomnuðu þennan ilmgaldur. Ekki laus úr álögun- um fyrr en á Þrettándanum að skrauf- þurrt grenið var brennt í eldhúsvaskin- um. Lyktarinnar vegna. Aðalsteinn Svanur Sigfússon. (Aðalsteinn er alinn upp á bænum Rauðavík en auk þess að hafa gert forsíðujólamynd Norðurlands í ár má geta þess að í sumar gaf ...........hann út ijóðahókina-„Kveikisteinarl!)

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.