Norðurland - 01.12.1998, Blaðsíða 4

Norðurland - 01.12.1998, Blaðsíða 4
4- D E S £ M B i. u 1 n n a Norðurland Hægri ogvmstri í pólitík AsgeirMagnússon Hafa þessi hugtök öðlast aðra og nýja merkingu? Hingað til hef ég litið svo á að þau hefðu skýra merkingu. Til hægri væru þeir sem vildu Iáta einstaklings- framtakið og markaðinn ráða ferðinni, en til vinstri þeir sem hafa félagsleg sjónarmið og jöfn- uð að leiðarljósi. Mörkin milli þessara sjónarmiða eru þó ekki alltaf skýr og miklu oftar er um að ræða ágreining um leiðir en markmið. Það er því að fjærri öllum sanni að þeir sem ekki vilja taka þátt í þeirri tilraun til samfylk- ingar vinstri manna sem nú er í gangi séu meiri vinstrimenn en við hin, en þeir eru heldur ekk- ert síðri vinstrimenn. Agrein- ingurinn snýst um leiðir en ekki markmið. Stjórnmál eru full af mála- miðlunum milli ólíkra sjónar- miða, stundum er jafnvel sagt að stjórnmál séu ekkert nema málamiðlanir. Eg er löngu hættur að trúa því að hægt sé að búa til stjómmálaflokk þar sem allir eru sammála um allt, en er á hinn bóginn sannfærður um að hægt sé að búa til öflugt stjómmálaafl sem hefur félags- leg sjónarmið og jöfnuð að leið- arljósi, þó ef til vill taki það nokkurn tíma. Gleymum því ekki að stjórnmálaflokkar eru tæki til að hafa áhrif og koma sjónarmiðum á framfæri, en ekki óumbreytanlegar valda- stofnanir forustumannanna. En til þess að við höfum áhrif og skoðanir okkar og félagsleg sjónarmið ráði ferðinni, þá verð- ur styrkur okkar að vera meiri en keppinautanna, málið er nú ekkert flóknara en það. Ara- langar eijur milli þeirra sem telj- ast á vinstri kanti stjórnmálanna á Islandi hafa komið í veg fyrir að sjónarmið félagshyggju og jöfnuðar hafi ráðið ferðinni í ís- lenskri pólitík. Við hljótum að vera búin að fá nóg af tilraunum til að sameina jafnaðarmenn í einum stórum flokki með því að kljúfa þessar litlu fylkingar. En er eitthvað að óttast í sam- starfi, eða sameiningu stjórn- málaflokka eða samvinnu stjórn- málamanna? Að sjálfsögðu ekki. í stjórnmálum er tekist á um ólík sjónarmið og leiðir bæði innan stjórnmálaflokka og milli þeirra. A Akureyri er Alþýðubandalag- ið nú í margvíslegu samstarfi, við Alþýðuflokkinn, Kvennalist- ann og óháða í Akureyrarlistan- um, sem síðan er í meirihluta- samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn í bæjarstjórninni. Þannig má segja að við séum í formlegu samstarfi við öll stjórnmálaöfl sem enn starfa á landsvísu nema Framsóknarflokkinn. Til að samstarf ólíkra stjórn- málaafla gangi vel þarf samstarf- ið frá upphafi að byggja á gagn- kvæmu trausti, skýrri stefnu- mörkun og vilja til að ná ár- angri. Eg tel að allir þessir þættir séu uppfylltir í núverandi meirihlutasamstarfi Akureyrar- listans og Sjálfstæðisflokhsins og samstarfið gengur vel. Það eina sem hægt er að kvarta yfir er að við höfum ekki úr nægu fjármagni að spila til að koma öllum okkar góðu áform- um strax í framkvæmd. Staða sveitarfélaganna og stöðugur straumur fólks af landsbyggðinni til suð-vestur homsins er hinsvegar mikið áhyggjuefni. Því miður er ekki til nein ein skýring á þessari þróun. Sveitarfélögin hafa reynt að bregðast við með aukinni og bættri þjónustu án þess að tekist hafi að snúa þróuninni við. Því verða það sífellt færri sem standa undir þjónustuaukning- unni og nú er svo komið að mörg sveitarfélög fara með nærri allar tekjur sínar í rekstur. A Akureyri er staðan enn sem komið er viðunandi, þó vissu- lega séum við komin að efri mörkum hvað varðar rekstrar- kostnað sveitarfélagsins sem hlutfall af tekjum. Unnið er að undirbúningi að margvíslegri hagræðingu í rekstri bæjarins og vonandi skila þær sparnaði sem nota má til aukinnar uppbygg- ingar. Aðgerðir sem þessar verða aldrei sársaukalausar, en örugglega betri en hinar leiðirn- ar sem væru þá að draga úr þjónustu eða auka skattheimtu. Með bestu óskum um Gleði- leg jól og farsælt komandi ár. íminningu Sigurðar Kristjánssonar 1909-1998 „Þú ert horfinn, þetta er heimsins undur þrautin verður ekki lengur sár En seinna, kemur okkar fráhvarfsfundur þó farir þú, í hurtu nokkur ár. Ég hugsa til þín, vinur minn það varstu og veistu það, ég gleymi aldrei þér. En þjáningar, með þöglu geði harstu og þögnin hún mun ávallt ríkja hér." Þannig kveður Heiða Vagnsdóttir vín sinn Sigurð Kristjánsson Eyrarvegi 11 fyrrverandi verkamann og bifreiðastjóra á Akureyri en hann fæddist 14. desember 1909, lést 23 sept- ember s.I. og var til moldar borinn á Akureyri 30. september. Sigurður var einlægur verka- lýðssinni og mun hafa fengið hugsjón sína með móðurmjólkinni þar sem móðir hans Helga Sigfúsdóttir ættuð úr Kelduhverfi í Öxarfirði var skelegg baráttukona verkalýðsins. Faðir hans var Kristján Markússon og systkinin komust sex til manns þar sem Sigurður var þeirra yngst. Þröng kjör og atvinnuleysi mótuðu uppvöxt Sigurðar og þannig markaði lífsbaráttan afstöðuna til þjóðfélagsmála. Fjórtán ára fór hann fyrst á sjó og var á vertíðum af og til upp frá því. Það er til marks um líf Sigurðar að hann eignaðist lítinn hlut í báti eitt sinn sem bar nafnið Auður og var af sumum kallaðu „Auður öreiganna". Hann stundaði almenna verkamannavinnu alla sína tíð, var ljúfur í viðmóti og broshýr. Hann var listhneigður, varð sér úti um leiðsögn í myndlist og sýndi einu sinni í Landsbankasalnum. Skólamenntunar varð ekki auðið í æsku en Sigurður Iærði rússnesku í sjálfsnámi og varð læs á rússneskar bækur. Hann var líka hagyrtur. Snyrtimennska einkenndi Sigurð, ekki síst í klæðaburði en þar mátti á stundum greina rauða litinn og af því draga ályktanir um hver hugurinn var. Eftir sinn dag lét Sigurður Alþýðubandalaginu á Akureyri eftir arf sem nær að verðmæti á þriðju milljón króna. Vafalaust er að sú ráðstöfun varð til með það markmið í huga að rétta hag hinna verst settu. Fyrir það, að velja til þess verks okkar hreyfingu og treysta þannig undirstöðurnar í hinni eilífu verkalýðsbaráttu, þakkar Alþýðubandalagið á Akureyri.Um leið þökkum við Sigurði samfylgdina, ljúfmennskuna og heillyndið.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.