Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.10.1946, Blaðsíða 5

Skólablaðið - 01.10.1946, Blaðsíða 5
SVEINBJÖRN EGILSSON, rektor: Setningarrœða (Skólasetning og vígsla skólahússins fór fram 1. okt. 1846 og hófst á því, að sálmur var sunginn, en að honum loknum flutti Helgi G. Thordersen biskup ræðu. Því næst hélt rektor skólans, dr. theol. Svein- bjöm Egilsson, ræðu þá, er hér birtist. — Að ræðu rektors lokinni tónaði dux scholae, Helgi Hálfdánar- son, skólabænina frá Bessastöðum, og lauk þar með athöfninni). Hæstvirtu tilheyrendur! Þegar skyldan býður mér, að ég mæli nokkur orð nú við þetta tækifæri, þá vil ég fyrst minnast á, hvers vegna vér, kenendur og lærisveinar, erum nú saman komnir á þennan stað; þar næst nokkuð um verkefni það, sem við eigum að starfa að; og að síð- ustu, hversu ég ætla, að vér munum bezt fá, allir saman, leyst af hendi það ætlunarverk, sem oss er á hendur falið, hverjum fyrir sig. Það hefir allajafna verið, að konúngar í Danmörku hafa látið sér umhugað um upp- fræðingu í ríki sínu, ekki aðeins með því að endurbæta smátt og smátt kennsluaðferð við háskóla og lærða skóla, heldur og við hina alþýðlegu og lægri skóla. Og ekki eru nema 8 ár síðan Friðrekr konúngur hinn 6. gerði mann úr ríki sínu, til að kynna sér kennslu þá, sem við var höfð við lærða skóla í öðr- um löndum. Það var ári áður en konúngur dó. — Maður hét Ingerslev, hann var magister Artium (meistari í fræðum) og síðar skóla- meistari í Randárósi. Þennan mann sendi kon- úngur til Prússalands, Þýzkalands og Frakk- lands, til þess að grennslast eptir kennslu- aðferð og ásigkomulagi ýmissra skóla þar, 1846 Sveinbjörn Egilsson. í þeim tilgangi að laga og endurbæta skólana í Danmörku, að því leyti sem þurfa þætti, en þess þótti einnig þar víða þörf. Ingerslev gaf út bók á prenti um þetta 1841, og Reglugjörð, fyrir 3 danska skóla útkom 25. Jul. 1845, og eptir henni áttu hinir aðrir skólar í ríkinu að lagast. En áður en þetta var, höfðu mál- efni þess eina skóla, sem ísland á, verið ítar- lega hugleidd og rædd og margt um þau rit- að af vitrustu mönnum lands vors; kom þeim öllum ásamt um, að endurbót væri æskileg, ennþótt mönnum bæri á milli, hvert skólinn skyldi heldur vera á Bessastöðum, eða skyldi hann flytjast til Reykjavíkur. En þar eð ekki allfáir hlutir héldu til þess, að skólinn væri hingað fluttur, þá urðu þau leikslok, að vor nú ríkjandi konúngur, Kristján 8. sam- þykkti þetta þann 7. Júní 1841, og þann 21. Apríl 1843 bauð hann að byggja þetta skóla- hús, sem nú erum vér í og sem í dag er vígt af landsins biskupi. Umbreytingar á skólá- embættum, sem urðu við það, að skólinn var færður úr stað og kennsla um leið aukin, voru þessar. Eptir það að 1. Lector Theologiæ Jón Jónsson, sem langa lengi hafði með heiðri og sóma verið skólameistari í Bessa- staðaskóla og kennt þar í næst undanfarin 41 ár, eptir það, segi ég, að hann hafði fyrir aldurs sakir beiðst lausnar frá embætti sínu og fengið hana allrmildilegast af konúngi, SKÓLABLAÐIÐ 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.