Skólablaðið - 01.10.1946, Blaðsíða 6

Skólablaðið - 01.10.1946, Blaðsíða 6
var ég í fyrra haust að undírlagí og ráöstöf- un Stiptamtmanns Kammerherra Hoppes sendur til Kaupmannahafnar; þar var eg af konúngi skipaður til skólameistara í Reykja- víkurskóla þ. 27. Apr. næstliðna, Dr. Hallgrím- ur Scheving til yfirkennara við sama skóla, Björn Gunnlaugsson til 1. undirkennara, Cand. philos. og Stipendiarius Arnemagnæ- anus, Konráð Gíslason ttt- 2. undirkennara. Candidatus Theol. Sigurður Melsted var af Stiptsyfirvöldunum síðar í sumar settur sem 3. undirkennari; 4. undirkennari, sem til var ætlazt, er enn ófenginn. En þar eð ávæn- ingssaga barst, að undirkennari Konráð Gísla- son ekki mundi forfalla vegna geta komizt í tækan tíma til skólans, þá hafa Stiptsyfir- völdin sett í hans stað Cand. Theol. Jens Sigurðsson. Hvað kennslunni viðvíkur, þá er lærdóm- urinn í skólanum með nýrri reglugjörð auk- inn, við það sem áður var títt, bæði með því að kennslutíminn er Iengdur um einn mánuð, við það sem áður var, og fjölgað bekkjum um einn fyrst um sinn, og þegar fram líða stundir um tvo, svo og með því, að nokkr- um lærdómsgreinum er viðbætt, svo sem er í þeim svo nefndu lifandi málum, þá er við- bætt Þýzku og annað hvort, Ensku eða Frakknesku; sömuleiðis sérílagi íslenzku, og er það að því leyti tiltekið, að venja skuli lærisveina til að rita móðurmál sitt rétt, hreint og snoturt, og gera þeim kunnuga bókmenntasögu Islendinga. I Stærðafræðinni er viðbætt fastamáli og flötu þríhyrnings- máli, einföldu og skiljanlegu ágripi af stjörnu- fræðinni um samband himinhnattanna, um hræringarlögmál þeirra, og á hvern hátt menn komist til þekkingar á þessum hrær- ingarlögum, og hérvið er ætlazt til að hnýtt verði enn helzta inntaki hinnar stærðfræði- legu landaskipunar. Að nýju er og viðbætt náttúrufræði og náttúrusögu og kennslu í saung. Aðrar lærdómsgreinir, svo sem latína, gríska, hebreska, kristilegur trúarlærdómur, sagnafræði og reikningur eru viðlíka og áður hafa verið. Til þessa er nú ætlazt með tím- anum, þó því verði ekki öllu jafnt viðkomið fyrst um sinn, eða ákomið, óðar en líður. Lærdómsgreínír þær, sem áður var ámínnzt, eiga að vera undirlag til þeirrar þekkíngar og mentunar, sem útheimtast af þeim læri- sveinum, sem annað hvort ætla að stunda einhverja sérstaka vísindagrein við háskól- ann í Kaupmannahöfn, eða vilja ganga inn í þann prestaskóla, sem í ráði er að settur verði í samband við þenna skóla. Þessi undir- stöðufræði eru vort verkefni. Það getur nú verið, að það sýnist ekki svo mikið, að kenna þessi fræði, þetta stafróf vísindanna. Og þó er það varla eins lítið og það sýnist. Það er nú ekki að hugsa, að maður þekki nokkuð til fulls, og vér verðum, líkt og Sókrates gerði, að játa, að vér enn þekkjum ekkert, eins og það er, því náttúra hlutanna er ótæmandi uppspretta og endalaust kerfi. Hvað sjáum vér af því, sem er? Hvað þekkj- um vér af því sem vér sjáum? Hvað skiljum vér af því, sem vér þekkjum ? Og hvað vitum vér þá? Vér sjáum ekki nema hið einstaka. Vér grípum hið einstaka, eins og út úr ein- hverri óendanlegri bendu, og vitum hvorki upptök né enda á stúfum þeim, sem vér höld- um milli handa vorra. Þannig sjáum vér hér ekki nema í spegli og ráðgátu, og öllvorþekk- ing er því hálfvera. En fyrst vér grípum ekki nema það einstaka, verðum vér að leitast við að átta oss í því einstaka, og henda helztu aðalreglurnar, sem það einstaka fylgir. Því að undireins og hið einstaka er nokkur hluti hins gjörvalla, undireins er það sjálft eitt- hvað heilt, og það er þetta, sem gerir, að hið einstaka líka er órannsakanlegt, eins og hið gjörvalla. Ég vil til dæmis taka manns- ins líkama; hann er næsta lítill partur af hinu gjörvalla, og þó játa þeir menn, sem varið hafa öllu sínu lífi, og það maðr eptir mann, til að skoða og athuga mannsins líkama, að hann sé órannsakanlegur, að í hverjum ein- um hinum minnsta og smágjörvasta parti, geti þeir ei ímyndað sér annað en allt almætt- isaflið sameinað, og að almættið, vísdómur- inn, gæzkan sé í hverri taug, hverjum þræði; hversvegna þeir lá nú ekki heiðingjanum, sem hélt, að í hverjum einstökum parti mann- legs líkama byggi einhver dálítill engill eða frumandi. En sé nú þannig háttað í þeim i SKÖLABLADlí)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.