Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.10.1946, Blaðsíða 7

Skólablaðið - 01.10.1946, Blaðsíða 7
hlutum, sem augað nær til, hvað mun þá vera þar, sem einungis hugurinn kemst að? En — vér hverfum hér frá, og viljum með fáum orðum glöggva oss á hinu 3. atriði, er vér hétum á að minnast, hvernig vér helzt gætum gegnt verki vorrar köllunnar. Þegar ég leiði huga um, hversu vér kenn- endur og lærisveinar megum bezt af hendi leysa það verk, sem vér eigum að vinna, vér að fræða, þér kæru lærisveinar, að nema, þá rekur mig minni til þeirrar áminningar, er postulinn Páll gefur Tessalóníku borgurun- um, svo segjandi: Leitið þar í sæmdar, að lifa rósömu lífi og stunda yðar eigin iðn. (1. Tess. 4.11). Þetta hús, sem nú er innvígt til ástundunar fróðleiks og góðra siða, minn- ir oss á með nafni sínu, að lifa rósömu lífi og stunda vora eigin iðn. Húsið heitir skóli og á að vera skóli. En orðið ,,skóli“ sem er snemmendis tekið inn í móðurmál vort ís- lenzkuna úr grísku máli, þýðir í uppruna- málinu, hvar af það er tekið í 1. merk., tómstund, og þar næst ástundun og jafnvel fyrirhöfn. Bókiðnir þurfa tómstundar við, þær þurfa að hafa ró; þeir sem leggja sig eptir bókiðnum þurfa að lifa rósömu lífi, og þeirra iðn útheimtir ekki alllitla ástundun og elju. Staðurinn, sem vor skóli er á, býður og veitir ró, hann er settur afsíðis frá og svo sem uppyfir bæjarglauminn, svo ekkert þarf að glepja fyrir. Veri því líf yðar rósamt; en rósamt líf er ekki hóglifi og gerðarleysi, ekki deyfð og dofinleiki, heldur friður og spekt og reglusemi, friður við alla menn, friður yðar allra í milli innbyrðis, friður við sjálfa yður, sprottinn af einlægri ástundun góðra siða og nytsamlegra fræða. Skólinn er vígð- ur, hann er heilagt hús, helgað rósömu og ástundunarsömu lífi. Vanhelgið ekki það sem helgað er, vanhelgið ekki það sem heilagt er, heldur veri það helga yður heilagt. Sá van- helgar skólann, sem ekki lifir rósömu lífi, ekki stundar sína eigin iðn; sá sem lætur heimsins glaum og gjálífi, fýsn augnanna og unaðsemdir glepja svo fyrir sér, að hann gleymir að stunda sína eigin iðn og lætur eitthvað annað en hana vera í fyrirrúmi. En sá sem vanhelgar hið helgaða, hvar fyrir skal hann troða fótum hinn helga stað? Rósamt líf útibyrgir engan vegin saklausa, skynsam- lega og hóflega gleði og gaman. Gleði, fjör og hreifíng er æskumannsins hálfa líf og framan af að kalla hans heila líf. Allt þetta er honum og auðsýnlegt; en gleðin má ekki verða að ofkæti, fjörið ekki að galsa, hreif- íngin ekki að svæsni; þegar því er stýrt með hófi, þegar það leiðist af skynsemi og sið- semi, er það alltsaman náttúrunnar meðal til að venja andann, hvíla, hressa og örfa lífs og sálar krafta; en andinn má ekki drukkna í gleðinni, og kraptarnir ekki sljófgast og eyðast af fjörinu, heldur á hvorttveggja að endurhressast og stjnrkjast. Það er því mín áminning, mín upphvatning og bón til yðar, að þér helgið þetta hús með iðni og ástundun, og með spöru, rósömu og siðsömu líferni. — Vér kennararnir viljum vera yður samtaka hér í, vér viljum lifa rósömu lífi og stunda vora eigin iðn. Vér þurfum líka að halda á iðn og ástundun, allteins og þér. Vér erum líka að læra, eins og þér, því menn læra, meðan þeir kenna, segir hið latínska spak- mæli; og án iðni og ástundunar verður vort verk ekki framgengt, eins og annars mundi. Kennendur og lærisveinar verða þar í að leggjast á eitt, kennarinn að fræða, svo gagn sé að, lærisveinninn að nema og skilja og skynja, svo að orðið ekki einungis loði í munninum um stundarsakir, heldur og rót- festist í skilníngnum og hjartanu, þróist þar og beri ávöxt. En með því, góðir bræður, vor þekkíng er ófullkomin, vor vilji veikur, vorir kraftar ónógir, þá látum oss snúa vor- um hugum og hjörtum til hans, frá hverjum að kemur öll góð og öll fullkomin gjöf, til hans sem verkar í oss að vilja og gjöra, og biðjum hann, um aðstoð sína til þess, að vér megum lifa rósömu lífi og stunda vora eigin iðn. Góði, himneski faðir, styrk vorn vilja, efl vora krapta, að vér allir megum gegna vorri köllun verðuglega og þér þóknanlega. Heyr faðir, bænir barna þinna. Amen. SKÓLABLAÐIÐ 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.