Skólablaðið - 01.10.1946, Blaðsíða 8

Skólablaðið - 01.10.1946, Blaðsíða 8
PÁLMI HANNESSON, rektor: Setn ingarrœða 1946 Ræðukafli þessi er síðari hluti ræðu, er rektor flutti við hátíðlega setningu skólans 1. okt. 1946. Þannig hófst það starf, sem síðan hefur haldizt hér um heillar aldar skeið. Það er fornt mál, að lengi búi að fyrstu gerð, og vissulega hefur skólinn notið þeirra manna, sem stóðu að stofnun hans, notið lærdóms þeirra, alúðar og annarra mannkosta. Þess vegna minnumst vér þeirra í dag með djúpri virðingu og einlægri þökk, — minnumst þeirra og allra annarra, sem lagt hafa hönd á plóg í þessu sáðlandi lærdóms og menntunar. Margt hefur breytzt á liðinni öld. Margt hefur efalaust farið á annan veg en feður skólans hugðu og óskuðu í öndverðu. En ekki verður um það deilt, að sú von þeirra hafi rætzt, að héðan hafi út gengið margir merkismenn, sém orðið hafi fósturjörð sinni til gagns og gleði og sæmdar. Skólinn hóf starf sitt við kyrrlátt árdags- skin íslenzkrar viðreisnar og bjartsýni. Hann hlaut í vöggugjöf veglegustu húsakynni, sem þá voru til í landinu, — og flest annað var. rausnarlega til hans lagt. Hann var óska- barn þjóðarinnar, og miklar vonir voru við hann festar. Nú hefst ný öld í sögu þessa skóla, — nýr áfangi á leið hans liggur fram undan. Og þess er ekki að dyljast, að hag hans er á ýmsan hátt annan veg farið en í öndverðu var, enda er mér nú nokkur uggur í brjósti, er ég lít fram á veginn. Skólinn er ekki leng- ur utan og ofan við bæjarglauminn, heldur í honum miðjum. Það er nú lítil tízka í landi voru að lifa rósömu lífi og stunda sína eigin iðn, því að kyrrð þjóðlífsins er rofin af ímugusti andstæðra stefna og flokka. Slík veðrabrigði eru ekki alls kostar æskileg sáð- Pálmi Hannesson. löndum andans fremur en umhleypingar vors- ins eru gróandi akurrein. Skólinn nýtur ekki lengur þeirrar aðhlynningar né þess vegs, sem honum hlotnaðist í öndverðu. Skólahúsið eitt er hið sama og í upphafi var, veglegt enn að vísu, en þó úrelt orðið og óhentugt um margt til skólahalds, eins og vænta má, þegar litið er á þær framfarir, sem orðið hafa um húsagerð og kröfur til húsakynna á liðinni öld. Hitt varðar þó mestu, að húsið er langsamlega ofsetið. — Svo er ráð fyrir gert, að hér verði á fimmta hundrað nem- enda næsta vetur, eða jafnmargir og íbúar í meðalstóru þorpi hér á landi. Öll þessi ung- menni og kennarar þeirra, 29 að tölu, eiga að hafast hér við hvern virkan dag og stunda iðju sína. Engum getur dulizt, að hér sé far- ið framarlega á hlunn um aðbúð og hollustu- hætti, eða mundi slíkt þykja boðlegt á venju- legum vinnustað? — Og þó eiga hér í hlut ungmenni á þroskaskeiði, sem eiga að afla sér þess sem dýrmætast er fyrir sjálfa þá og þjóðfélagið, þekkingar og virðingar á því sem fagurt er, rétt og satt. Heill og hagur vors hundrað ára afmælisbarns veltur á því, að hér verði um bætt. — Vafalaust á skólinn fyrir sér að breytast á komandi tíð, eins og annað. En ég er ekki gæddur þeirri gáfu að geta séð fyrir óorðna hluti, því að Skuld skyggir mér fyrir sjónir SKÓLABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.