Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.10.1946, Blaðsíða 9

Skólablaðið - 01.10.1946, Blaðsíða 9
sem flestum öðrum. Grunur minn er þó sá, að starf þessa skóla og annarra hnígi æ meir í það horf, að glæða athygli nemendanna, dómgreind og tækni, þetta, sem ekki einungis loðir í munninum um stundar sakir, heldur rótfestist í skilningnum og hjartanu, þróast þar og ber ávöxt, eins og Sveinbjörn Egils- son sagði. Ég hygg þannig, að kennslustofan muni smám saman breytast í vinnustofu, ef svo má að orði kveða. — Hitt er augljóst mál, að um þetta sem flest annað verður skóli vor að semja sig að því, er gerist með öðr- um þjóðum, þeim, er vér íslendingar eigum mest andleg skipti við. En einu má þó aldrei gleyma, að starf skólans allt verður ætíð, ef vel á að fara, að vera tengt rammri taug við heimatún þjóðarinnar, við land vort, tungu og sögu. Því aðeins getur hann innt af hendi það hlutverk, sem honum var í öndverðu fengið. — Svo höldum vér á stað út á hina ótroðnu braut, hver og einn það kippkorn, sem hon- um er afmarkað. Síðan taka aðrir við. Vér höldum af stað í fullri vitund um hlutverk skólans og arfleifð, í trausti á hamingju hans, í trú á menningu vora og föðurland. — Þér nemendur. I skólasetningarræðu sinni hinni fyrstu brýndi Sveinbjörn Egilsson það fyrir nemendum sínum, að skólinn væri heil- agur staður, sem enginn mætti vanhelga. Á liðinni öld hefur hann enn helgast af lífi og starfi margra þeirra manna, sem orðið hafa fósturjörð vorri til mikillar blessunar. Þetta skuldbindur hvern þann nemanda, sem þenn- an skóla skipar. Vér kref jumst af yður starfs. En minnizt þess, að ísland gerir miklar kröf- ur til allra barna sinna. Þjóð vor er svo.fá- menn, að hver dugandi maður þarf að standa í margra stað, en það getur hann því aðeins gert, að hann afli sér þekkingar og kunnáttu, eins og hæfileikar hans standa framast til. Til þessa er það nauðsynlegt að stunda sína iðn af alúð og kostgæfni. Og vissulega er er það æskilegt að lifa rósömu lífi. Þó óska ég ekki yður til handa, að þið skríðið með öllu í skjólin, heldur megi ykkur kenna til í stormi tímans. Já, kenna til, því að eitt er það, sem varðar meiru en öll þekking, öll al- efling, það er viljinn til góðs, sem við hjörtu vor þróast. — Vér lifum nú við hræðslugæði mikillar þekkingar, hræðslugæði af því, að þekkingin hefur vaxið góðvildinni yfir höfuð. Þess vegna er menning vor ekki öll, þar sem hið gullna yfirbragð hennar er séð. Svo býð ég yður velkomna til starfs á hinni nýju öld, kennarar og nemendur. Vinnum saman að viðgangi og heill þessarar fornu stofnunar, hver eftir sinni getu. Síðar munu komandi kynslóðir dæma um verk vor, — því að hvorki orstír né dómur munu deyja, segir hið fornkveðna. Vel má vera, að þeir, sem hér eiga síðar um að mæla, láti sér finn- ast fátt um þekkingu vora. En ef vér rækjum störf vor af alúð, munu þeir líta á vilja vorn, því að viljinn til góðs hefur staðizt dóm allra alda. Látið hann ylja óskir yðar og beina verkum yðar til gagns og sæmdar fyrir þessa ptofnun, fyrir þjóð vora og föðurland. Að svo mæltu segi ég skólann settan og 101. starfsár hans hafið. Forsíðumyndina tók Halldór Arnársson, Ijósmyndari, en myndirnar frá hátíðahöldun- um 16. júní tók Sigurhans E. Vignir, Ijósmyndari. Þá viljum vér þakka Birni Svein- bjamarsyni fyrir veitta aðstoð, en hann léði blaðinu til birtingar góðfúslega og án endurgjalds þœr myndir úr skólalífinu, sem i því birtast. Loks viljum vér þakka Ármanni Kristinssyni fyrir góðfúslegt lán á nokkrum myndamótum. Myndamótagerð fyrir blaðið annaðist Ölafur Hvanndal. SKÓLABLAÐIÐ 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.