Skólablaðið - 01.10.1946, Blaðsíða 11

Skólablaðið - 01.10.1946, Blaðsíða 11
BALDUR JÓNSSON, stúdent 1946: Ferð um frœnda lönd Norðurlandaför 100. árgangs stúdenta frá Menntaskólanum í Reykjavík 1946 Dagurinn, sem við, nýútskrifuðu stúdent- arnir frá Menntaskólanum í Reykjavík, höf ð- um beðið með talsverðri eftirvæntingu, rann nú upp bjartur og fagur, miðvikudagurinn 26. júní. Fjöldi fólks hafði safnazt saman á bryggj- unni, þegar „Esjan" lagði úr höfn kl. 8 að kveldi, bæði til að kveðja okkur stúdentana og aðra farþega. 1 kveðjuskyni sungum við: „Ó, fögur er vor fósturjörð um fríða sumardaga", og hróp- uðum húrra fyrir Islandi. Menntaskólanemendur og aðrir, sem á hafnarbakkanum voru, svöruðu með húrra- hrópum, og Esja skreið úr höfninni í blæja- logni og björtu veðri. Um kvöldið fóru fram stjórnmálaumræður í útvarpinu, og hlustuð- um við á með ahuga miklum, því að kosn- ingar áttu þá að fara fram um mánaðarmót- in, eins og menn muna. Ekki voru allir stúdentarnir með í *erð þessari. Nokkrir gátu því miður ekki tekið þátt í henni af ýmsum ástæðum, t. d. fóru nokkrir á síldveiðar og vildu ekki verða af skipsrúmi sínu, o. s. frv. Við vorum því 78 nýútskrifaðir stúdentar, sem tókum þátt í ferðalaginu. Enn fremur voru með í ferðalaginu sem favarstjórar: Pálmi Hannesson rektor og kona hans, frú Ragnhildur Thoroddsen, dr. Sigurður Þórarinsson og einkaritari rektors, ungfrú Guðbjörg Magnúsdóttir. SKÓLABLAÐIÐ Baldur Jónsson. Samferða okkur með Esjunni var margt merkra manna, t. d. rithöfundarnir Halldór Kiljan Laxness og Þórbergur Þórðarson, sem báðir voru á leið til Tékkóslóvakíu. Enn fremur má nefna cellosnillinginn Erling Blöndal Bengtson og f jölskyldu hans, Magnús Ásgeirsson skáld, Engilbert Guð- mundsson tannlækni og frú og íslenzku skákmeistarana, sem voru á leið út til að taka þátt í skákkeppninni í Kaupmannahöfn, svo að menn geta ímyndað sér, að það hefur ekki verið leiðinlegt um borð í Esjunni. Einn af skákmeisturunum, Áki Pétursson, tefldi óspart við okkur stúdentana, og var það báðum aðilum til gagns og gamans. Mikið var um söng og gleðskap á leiðinni utan, og var dr. Sigurður Þórarinsson oft- ast forsöngvari og lék undir á gítarinn sinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.