Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.10.1946, Síða 11

Skólablaðið - 01.10.1946, Síða 11
BALDUR JÓNSSON, stúdent 1946: Ferð um frœnda lönd Norðurlandaför 100. árgangs stúdenta frá Menntaskólanum í Reykjavík 1946 Dag arinn, sem við, nýútskrifuðu stúdent- arnir frá Menntaskólanum í Reykjavík, höfð- um beðið með talsverðri eftirvæntingu, rann nú upp bjartur og fagur, miðvikudagurinn 26. júní. Fjöldi fólks hafði safnazt saman á bryggj- unni, þegar „Esjan“ lagði úr höfn kl. 8 að kveldi, bæði til að kveðja okkur stúdentana og aðra farþega. í kveðjuskyni sungum við: ,,Ó, fögur er vor fósturjörð um fríða sumardaga“, og hróp- uðum húrra fyrir íslandi. Menntaskólanemendur og aðrir, sem á hafnarbakkanum voru, svöruðu með húrra- hrópum, og Esja skreið úr höfninni í blæja- logni og björtu veðri. Um kvöldið fóru fram stjórnmálaumræður í útvarpinu, og hlustuð- um við á með ahuga miklum, því að kosn- ingar áttu þá að fara fram um mánaðarmót- in, eins og menn muna. Ekki voru allir stúdentarnir með í ferð þessari. Nokkrir gátu því miður ekki tekið þátt í henni af ýmsum ástæðum, t. d. fóru nokkrir á síldveiðar og vildu ekki verða af skipsrúmi sínu, o. s. frv. Við vorum því 78 nýútskrifaðir stúdentar, sem tókum þátt í ferðalaginu. Enn fremur voru með í ferðalaginu sem fai arstjórar: Pálmi Hannesson rektor og kona hans, frú Ragnhildur Thoroddsen, dr. Sigurður Þórarinsson og einkaritari rektors, ungfrú Guðbjörg Magnúsdóttir. Baldur Jónsson. Samferða okkur með Esjunni var margt merkra manna, t. d. rithöfundarnir Halldór Kiljan Laxness og Þórbergur Þórðarson, sem báðir voru á leið til Tékkóslóvakíu. Enn fremur má nefna cellosnillinginn Erling Blöndal Bengtson og f jölskyldu hans, Magnús Ásgeirsson skáld, Engilbert Guð- mundsson tannlækni og frú og íslenzku skákmeistarana, sem voru á leið út til að taka þátt í skákkeppninni í Kaupmannahöfn, svo að menn geta ímyndað sér, að það hefur ekki verið leiðinlegt um borð í Esjunni. Einn af skákmeisturunum, Áki Pétursson, tefldi óspart við okkur stúdentana, og var það báðum aðilum til gagns og gamans. Mikið var um söng og gleðskap á leiðinni utan, og var dr. Sigurður Þórarinsson oft- ast forsöngvari og lék undir á gítarinn sinn SKÓLABLAÐIÐ 9

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.