Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.10.1946, Síða 13

Skólablaðið - 01.10.1946, Síða 13
Stúdentahópurinn í Kaupmannahöfn. Myndin er tekin, þegar stúdentamir lögðu blómsveig á minnis- merki danskra ættjarðarvina, sem féllu i baráttunni við þýzka hernámsliðið. og „Framhuset", hús það, sem hið fræga landkönnunarskip ,,Fram“ er geymt í. I „Folkemusseet“ gat að líta margt merki- legt, sem snertir líf hinna fornu Norðmanna, t. d. bústaði þeirra, kirkjur, útihús o. fl. Skipið „Fram“ er frægt fyrir það, að það er fyrsta skipið, sem farið hefir til Norður- pólsins, og einnig fyrir það, að á því hafa ýmsir helztu landkönnuðir Norðmanna farið könnunarferðir sínar, m. a. Fridtjof Nansen. Ennfremur skoðuðum við víkingaskip og leifar af gömlum víkingaskipum, sem geymd voru í steinbyggingu mikilli. Er við höfðum lokið við að skoða þetta allt, um kl. 4 e. h., var snæddur miðdegis- verður í veitingahúsinu „Kongen“. „Kongen“ er talið með fínustu veitingahúsum í Osló, og gengur ein hlið þess alveg í sjó fram og hvílir á stöplum. Þaðan nutum við ágæts út- sýnis yfir sundið, sem er á milli eyjarinnar „Dronningen“ og lands, en á því sundi var fjöldi lítilla seglbáta og mótorbáta. Meðan á borðhaldinu stóð, flutti fulltrúi norræna félagsins í Osló ræðu. Byrjaði hann með því að segjast vera hinn norski Rósinkrans, eins og hann komst svo snilldarlega að orði. Kvað hann íslendinga njóta mikils álits og mikillar velvildar í Noregi fyrir margra hluta sakir. Minntist hann í því sambandi á skyldleika þjóðanna, samúð þá, er íslendingar hefðu sýnt Norðmönnum, meðan þeir voru undir oki Þjóðverja, hjálp þá, er íslendingar hefðu veitt Norðmönnum með því að senda þeim fatnað, matvæli og peninga. Ennfremur kvað hann alla hópa íslendinga, sem komið hefðu til Noregs, hafa aukið hróður íslendinga mjög. Nefndi hann t. d. hópa íþróttamanna og söngmanna. Sagði hann m. a., a,ð íslenzki SKÖLABLAÐIÐ 11

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.