Skólablaðið

Ukioqatigiit

Skólablaðið - 01.10.1946, Qupperneq 14

Skólablaðið - 01.10.1946, Qupperneq 14
söngkórinn, sem heimsótti Norðurlönd í byrj- un sumarsins, hefði sungið ísland og íslenzku þjóðina inn í hjörtu Norðmanna. Lét hann í ljós ánægju sína yfir að sjá svo stóran og glæsilegan hóp íslenzkra stúdenta á norskri grund og fullyrti, að koma okkar myndi verða til þess að auka mjög vináttubönd og landkynningu milli frænd- þjóðanna. Er hann hafði lokið ræðu sinni, stóð rektor upp og flutti skörulega ræðu. Að loknu borðhaldi var farið með neðan- jarðarjárnbrautarlest frá þjóðleikhúsinu ,,Nasjonaltheateret“ til „Voksenkollen11- stöðvarinnar. Þaðan var haldið gangandi til útsýnisturns nokkurs, sem heitir „Tryvanns- tárnet“ og er skammt frá Osló. Úr turninum höfðum við gott útsýni yfir borgina og ná- grenni hennar. Um klukkan 7 borðuðum við kvöldverð á „Frognerseteren restaurant", sem er skammt frá útsýnisturninum. Þar flutti annar hinna norsku rektora, sem voru leiðsögumenn okk- ar, frásögn af erfðavenjum nýútskrifaðra stúdenta í Noregi og sagði okkur einnig frá tilhögun stúdentsprófa þar í landi. Að kvöldverði loknum var farin gönguferð fram hjá ,,Holmenkollen-bakken“, en þar er stærsta og frægasta skíðastökkbraut Norð- manna og ein mesta skíðastökkbraut allrar Evrópu og þótt víðar væri leitað. Síðan var haldið til Oslóar aftur með neð- anjarðarlestinni. Kvöldinu gátum við ráð- stafað eftir eigin geðþótta, og leituðu flestir þá til ýmissa staða, þar sem dans og aðrar skemmtanir fóru fram. Víðast hvar, sem við komum, voru ýmsir, sem ekki vissu, hverjir hér voru á ferð, og spurðust fyrir um, hvaðan við værum. Héldu sumir, að við værum Svíar, en aðrir héldu okkur vera Finna. Sumir gátu sér þess til, að við værum söngmenn frá einhverri af norðurlandaþjóð- unum. En jafnskjótt og fólk vissi þjóðerni okkar, varð það mjög vingjarnlegt í okkar garð og vildi allt fyrir okkur gera. Kölluðu margir kveðjuorð til íslands og Is- lendinga, svo sem: „Bravo ísland“ o. s. frv. 12 Komumst við að raun um, að hér áttu ís- lendingar sanna vini. Við fórum flest í seinna lagi að sofa, því að margt var nýstárlegt að sjá og skoða og þrátt fyrir þau boð rektors, að við skyldum vera komin inn fyrir kl. 12 á miðnætti, vegna þess að við yrðum að vakna snemma næsta morgun, vorum við nokkrir piltarnir, sem ekki komum inn fyrr en kl. að ganga 3 um nóttina. Fórum við úr skónum og læddumst var- lega á sokkaleistunum, því að við urðum að fara í gegnum herbergi það, sem rektor svaf í til þess að komast inn í svefnsal okkar, en rektor vildum við helzt ekki láta vita, hve seint við komum. Þó fór nú svo, að það marraði helzt til mikið í gólfinu undan fótum okkar, svo að rektor vaknaði af værum svefni, en hann var ekkert reiður, langt frá því. Hann tók þessu hið bezta. Þriðjudaginn 2. júlí snæddum við morgun- verð í „Kaffistova, Storgt. 28“, eins og dag- inn áður. Síðan fengum við að ráðstafa tím- anum til kl. 11 eftir vild. Notuðu menn þá tímann til að fara í banka og verzla ýmislegt smávegis. Kom okkur það algjörlega á óvart, að við gátum fengið íslenzkri mynt skipt yfir í norska eftir vild í bönkunum. Ef við hefðum vitað það fyrirfram, hefðum við áreiðanlega tekið með okkur meira af íslenzkum pening- um. Um kl. 11 söfnuðumst við saman á ráð- hústorginu, en þaðan var haldið með strætis- vögnum til „Sundvolden", sem er eigi alllangt frá Osló. Þar var snæddur miðdegisverður og dvalizt um stund. Síðan var haldið þaðan til „Frognerparken", sem er geysistór trjá- garður í einu af úthverfum Oslóborgar. I þeim garði eru höggmyndir hins fræga myndhöggvara Vigelands. Þóttu okkur lista- verkin fögur og tilkomumikil, og við vorum stórhrifin af þeim og jafnframt af hinum yndisfagra skrúðgarði. Kvöldið höfðum við til eigin umráða, og fóru þá margir í fjölleikahús eða ,,varietet“, eins og Norðmenn nefna það, en þar sýna SKÓLABLAÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.