Skólablaðið

Volume

Skólablaðið - 01.10.1946, Page 15

Skólablaðið - 01.10.1946, Page 15
ýmsir snjallir töframenn og fimleikamenn listir sínar. Einnig fóru margir til staða, þar sem dansað var. Klukkan rúmlega 7 að morgni miðviku- daginn 3. júlí lögðum við af stað með járn- brautarlest frá Osló til Stokkhólms, eftir að við höfðum kvatt hina norsku rektora og fulltrúa norræna félagsins á járnbrautar- stöðinni. Áttum við langa leið fyrir höndum, og reyndum við að sofa lítið eitt í lestinni eftir því sem hægt var, því að við vorum þreytt eftir allt ferðalagið dagana áður og lítt sofin, og þar að auki var mjög heitt í veðri, en hitinn náði 32° á C í skugga eftir því, sem hitamælir í lestinni sýndi, svo að ekki var furða, þótt okkur syfjaði. Lestin stanzaði víða á leiðinni, og fórum við oft út að rétta úr okkur, þegar hún stanzaði eitthvað að ráði. Þá bar svo við, eftir að lestin hafði stanz- að í nokkrar mínútur og var lögð af stað aftur, að Þorsteinn Thorarensen sást hvergi í lestinni, heldur aðeins jakkinn hans. Kom þá í ljós, að einhver hafði sagt honum, að lestin myndi standa við í hálftíma á þess- um stað, og hafði hann hlaupið út jakka- laus að rétta úr sér og skoða sig um. Þetta fór allt vel, því að Þorsteinn kom daginn eftir til Stokkhólms með kolalest, en ekki átti önnur farþegalest að fara þessa leið fyrr en eftir viku. Þegar við nálguðumst sænsku landamærin, komu reffilegir sænskir tollverðir í fínum einkennisbúningum inn í lestina, en við losn- uðum þó að mestu leyti við tollskoðun. Við komum til Stokkhólms klukkan tæp- lega 7 um kvöldið og höfðum því verið 11— 12 tíma á leiðinni. Á járnbrautarstöðinni tóku á móti okkur Anderson, fulltrúi norræna félagsins í Stokk- hólmi, sænskur rektor og Vilhjálmur Finsen, sendifulltrúi Islands í Stokkhólmi. Strax og við stigum út úr lestinni, safnaðist hópur blaðamanna í kringum Pálma og Sigurð, og áttu þeir einnig viðtal við einstaka stúdenta úr hópnum. Tóku þeir myndir af hópnum, og sérstak- lega voru þeir þó ákafir í að taka myndir af stúlkunum. Fórum við nú til væntanlegs dvalarstaðar okkar í „Johannes folkskola", „Roslagsg. 61. Við byrjuðum fimmtudaginn 4. júlí með því að snæða morgunverð í veitingahúsinu „Norma“ við „Odenplan“. Síðan komum við saman um kl. 8,30 f. h. við aðalskrifstofu samvinnufélagasambands- ins „Kooperativa Förbundet“ við ,,Slussen“. Var hin mikla skrifstofubygging þar skoðuð, og undruðumst við hinn mikla tæknibrag, sem var þar á öllu. Fór allt bókhald þar fram í vélum. Vorum við þennan dag í boði samvinnufé- laganna í Stokkhólmi. Fylgdarlið okkar var auk hins sænska rektors, sem ávallt fylgdi okkur, tveir sænskir stúdentar og austurrísk- ur kvenstúdent. Einnig fengum við að skoða geysimikið brauðgerðarhús, sem rekið er á vegum samvinnufélagasambandsins. Er við höfðum lokið við að skoða brauð- gerðarhúsið, var ekið í stórum fólksbifreið- um, sem skrýddar voru sænskum og íslenzk- um fánum, til kornmölunarverksmiðju einn- ar mikillar, sem við skoðuðum alla hátt og lágt, og gátum við fylgzt með því, hvernig kornið var malað í vélunum og allt þangað til það var komið í pokana. Virtist okkur tækni og vinnuskipulag vera þarna á háu stigi. Einnig skoðuðum við bústaðahverfi starfs- fólks þess, sem vinnur við þessa miklu verk- smiðju. Að þessu loknu ókum við áfram í sömu bifreiðunum um helztu götur borgarinnar, og hrifumst við af fegurð hennar og góðu skipu- lagi. Stokkhólmur er mjög glæsileg borg og vel skipulögð. Göturnar eru beinar og breiðar, og víða eru trjáraðir meðfram gangstéttunum. Skrúðgarðar eru víða í borginni með högg- myndum og gosbrunnum. Um kl. 2 komum við til veitingahússins Rasten,Angby, þar sem við snæddum mið- degisverð í boði kaupfélagasambandsins. Flutti þar einn af fulltrúum sambandsins ræðu og fagnaði komu okkar og ræddi um S KÓLA BLAÐIÐ 13

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.