Skólablaðið - 01.10.1946, Blaðsíða 16

Skólablaðið - 01.10.1946, Blaðsíða 16
samvinnuhreyfinguna í Svíþjóð. Er hann hafði lokið máli sínu, tók dr. Sigurður Þór- arinsson til máls, en hann hefur stundað nám í Svíþjóð, eins og menn vita, og er því vel fær í sænskunni. Um kl. 4 var „Historiska museet" (sögu- safnið) skoðað. Fylgdu okkur tveir prófessor- ar um safnið og útskýrðu það, sem fyrir augu bar. Þótti okkur mjög fróðlegt að sjá þetta merkilega safn. Klukkan 5,30 mættum við heima hjá Vil- hjálmi Finsen, sendifulltrúa Islands í Stokk- hólmi, en þangað hafði okkur verið boðið. Var okkur veitt þar af mikilli rausn, og undu menn þar hið bezta fram að kveldi við ræðuhöld og fjörugar samræður. Þeir Vil- hjálmur Finsen og Pálmi Hannesson fluttu sína ræðuna hvor, og mæltist þeim báðum með afbrigðum vel. 1 hófi þessu voru einnig íslenzkir stúdent- ar, sem stunda nám í Stokkhólmi, starfsmenn sendiráðsins og sænskir blaðamenn. Um kvöldið fórum við til „Kállhagens"- veitingahúss, en þar var snæddur kvöldverð- ur samkvæmt áætlun þeirri, er norræna fé- lagið hafði samið fyrir okkur. • í lok borðhaldsins lýsti Pálmi rektor því yfir, að hann ætti að skila því frá austur- ríska kvenstúdentinum, sem veitti okkur leið- sögn þennan dag, að henni fyndist íslenzku piltarnir laglegir, og „myndirnar í blöðunum sýna, að blaðamennirnir eru hrifnir af stúlk- unum", bætti Pálmi við. Kvöldinu gátum við ráðstafað eftir eigin geðþótta, og fóru menn þá í ýmsar áttir, og reyndist fólk okkur alls staðar hið greið- viknasta, hvar sem við komum. Föstudaginn 5. júlí snæddum við morgun- verð á veitingahúsinu „Norma" eins og dag- inn áður, en þangað fórum við til morgun- verðar alla þá daga, sem við dvöldumst í Stokkhólmi. Nú fórum við í boði borgarstjórnar Stokk- hólms að skoða hið glæsilega og mikla ráð- hús borgarinnar. Síðan var ekið í stórum fólksbifreiðum til „Skansen", og borgarstjórinn bauð okkur til hádegisverðar í veitingahúsinu „Solliden", sem þar er á mjög fögrum stað. Allan síðari hluta dagsins og kvöldið höfð- um við til eigin umráða. Notuðu þá flestir tækifærið til að verzla fyrir þann 60 króna skammt, sem hver maður fékk í sænskri mynt úr hinum sameiginlega ferðasjóði. Enn fremur gátum við skipt íslenzkum peningum í sænska mynt í bönkunum, en ekki voru margir með mikið á sér af íslenzkri mynt, því að okkur hafði verið sagt, að gagnslaust væri að hafa með sér íslenzka peninga í ferðina. Sumir voru einnig með dollara og sterlingspund, sem þeir gátu að sjálfsögðu fengið skipt líka. Allar verzlanir í Stokkhólmi voru fullar af margvíslegum og girnilegum varningi. Keypt- um við margs konar vörur, t. d. fatnað, muni úr silfri, rýtinga úr ágætu stáli og margt og margt fleira, og fór það auðvitað eftir fjár- ráðum hvers og eins. Nóg var af ávöxtunum í matvöruverzlun- um, t. d. bönönum, eplum, appelsínum, per- um, jarðarberjum, vínberjum o. s. frv., og neyttum við þeirra óspart, meðan við vor- um í Stokkhólmi. Karlmannaföt mátti fá fyrir minna en 100 kr. sænskar og jafnvel fyrir 60 kr. Um kvöldið fórum við flest í útileikhús á „Skansen", en þar var leikið verk, sem heitir „Jónsmessunæturdraumur" og er eftir Shake- speare. Að leiknum loknum fóru mörg okkar á útidansstaði á „Skansen", og skemmtum við okkur vel. Á sama stað og við, í „Johannes folkskola", Roslagsg. 61, dvaldist um þetta leyti ungt fólk frá ýmsum sveitum Svíþjóðar. Var fólk þetta að halda hátíð einhveria og klæddist margvíslega litum sænskum þ.ióðbúningum. Um miðnætti sýndi unga fólkið okkur sænska þjóðdansa og söng fyrir okkur sænsk þjóðlög. Ekki leið á löngu áður en forstöðumaður flokksins, sem stjórnaði dansinum og söngn- um, bað okkur íslenzku stúdentana að taka þátt í því, sem fram fór, og gerðum við það með ánægju. Dönsuðum við piltarnir við sænsku stúlk- 14 SKÓLABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.