Skólablaðið - 01.10.1946, Blaðsíða 23

Skólablaðið - 01.10.1946, Blaðsíða 23
HALLGRlMUR LÚÐVlGSSON, 5. D: Félagslífið Ég mun- í þessari stuttu grein leitast við að gefa nokkurt yfirlit yfir helztu fyrirbrigði félagslífsins í Menntaskólanum í Reykjavík á síðastliðnum vetri. •— Nemendur skólans voru þennan vetur 360, og hefur slíkur f jöldi aldrei sótt skólann áður. I slíku margmenni vill oft svo fara, að félagslífið bíði við það hnekki, tengslin slitni milli einstakra bekkja, sem þá draga sig út úr og búa að sínu. Á þessu hefur auðvitað borið nokkuð, en þó ekki meira en svo, að segja má, að félagslífið hafi verið fjölbreytt og staðið í góðum blóma. Sá þáttur félagslífsins, sem tvímæla- laust mestur áhugi ríkti á, voru dansskemmt- anirnar. Fimm miklir dansleikir voru haldnir á vetrinum, árshátíðir Fjölnis og Framtíðar- innar, jólagleðin, sem var haldin í vikunni milli jóla og nýárs, grímudansleikurinn, sem var haldinn á sprengikvöld, og loks aðaldans- leikur skólans. Dansæf ingar voru haldnar all- oft og auk þess nokkur kynningarkvöld nem- enda og kennara. Málfundafélögin tvö, Fjölnir, félag gagn- fræðadeildarnemenda, og Framtíðin, félag lærdómsdeildarnemenda, störfuðu svo sem undanfarin ár, fundir þetta hálfsmáriaðarlega eða mánaðarlega, en fleiri fundir munu þó hafa verið haldnir í Fjölni og þeir betur sótt- ir og þá betur af piltum en stúlkum. Yfirleitt er það nokkur ljóður á félagslífinu, hve stúlk- ur sækja slælega skólasamkomur nema dans- leikina, og verður ekki komist hjá að kenna þar að nokkru leyti um því fyrirkomulagi, að stúlkurnar sitja sér í bekkjum og hafa þannig fá áhugamál sameiginleg með piltunum. — Veturinn 1944—'45 var keyptur til Hallgrímur LúCvígsson. skólans mikill og vandaður radiogrammofónn. I tilef ni af komu hans var stof naður í skólanum Tónlistarklúbbur, sem síðan hefur gengizt fyr- ir allmörgum tónlistarkvöldum, þar sem leikin hefur verið sígild tónlist. Aðsókn og áhugi á þessum kvöldum var mikill. Nokkrum sinn- um hafa verið fengnir til sérfróðir menn að útskýra fyrir nemendunum tónverkin. Að áliðnum síðastliðnum vetri var svo stofnaður í skólanum jassklúbbur fyrir unnendur þeirr- ar tónlistar. Hefur hann haldið nokkur skemmtikvöld við góða aðsókn. — Mikill áhugi ríkti fyrir tafli, og e ru margir góðir taflmenn í skólanum. Var háð taflkeppni milli bekkja, og varð hlutskarp- astur 5. bekkur. Einn af kennurum skólans, Magnús Jónsson, háði nokkrum sinnum f jöl- skákir við nemendur, og varð þar harður at- gangur, en Magnús oftast hlutskarpari. — Af öðrum samtökum innan skólans má nefna Bridgeklúbb, Aðalsmannafélagið svo- nefnda og íþróttafélag. Meðlimir Aðals- mannafélagsins, sem voru 17 að tölu og flest- ir úr 4. bekk, lögðu stund á bókmenntir og aðrar fagrar listir. SKÓLABLAÐIÐ 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.