Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.10.1946, Blaðsíða 24

Skólablaðið - 01.10.1946, Blaðsíða 24
Box (Jói Lúis og Billi Konn). Tileinkað boxhetjum skólans. Þá barsmi'ðir böðlast í blóðugum slag með knúum og knefum og karlmennskubrag, alóður skríllinn orgar við raust, œtlar að verða allt bandvitlaust. Höggvast þá hrott'ar, svo hriktir í þeim, — gefinn er gaumur að görpunum tveim —■, láta þeir hvergi lát á þvt verða Surtur og Hvítur sóknina að herða. Gengur svo lengi, að þeir gangast að hart, (athöfnum þeirra orð lýsa vart), hvorugur bugast þótt högg dynji á, harðskeytt og hittin, hreint ekki smá. Að lokum þó lukkast luranum svarta reiðar- með slagi að rota þann bjarta. Lýðurinn hvíti hamast og öskrar, höggmáttur Surtar heiminum blöskrar. Skrámur. — íþróttamenn skólans voru mjög áhuga- samir á vetrinum. Var haldið uppi kennslu í hnefaleikum og glímu. Á skólamóti í frjáls- um íþróttum, sem haldið var haustið 1945, varð Menntaskólinn nr. 2. 1 innanskólakeppni í handknattleik sigraði 6. bekkur C, og í handknattleikskeppni, er háð var milli fram- haldsskólanna í Rvík, skaraði Menntaskóla- liðið fram úr. Um helgar nutu nemendur sveitasælunnar í seli skólans í Reykjakoti. Þessar selsferðir eru vafalaust með skemmtilegri þáttum fé- lagslífsins. Mættu ferðirnar vera fleiri, en þá þyrfti skólinn að eignast bíl til slíkra ferða- laga eins og ,,Grána“ forðum. — í skólanum eru nú tvö bókasöfn, íþaka, bókasafn nemenda, og hið gamla skólabóka- safn. íþaka var opin tvisvar til þrisvar í viku, 22 en lítið sótt, en í salarkynnum skóla- safnsins var rekin veitingasala. Var það all- bagalegt fyrirkomulag, en ekki tjáði um að sakast, því að ágóðinn af sölunni rann til utanfaranna, en fyrir þá vildu allir allt gera. — Það er gamall siður í Menntaskólanum að gangast fyrir sýningu leikrits á ári hverju. Að þessu sinni var sýndur leikur eftir Hol- berg „Enarus Montanus“ í íslenzkri stað- setningu Lárusar Sigurbjörnssonar. Leikur- inn var sýndur í Iðnó við góða aðsókn og hrifningu áhorfenda. — I greinarkorni þessu hef ég reynt að drepa á helztu þætti félagslífsins, eins og það var á síðastliðnum vetri. Yfirleitt var það gott, f jölbreytt og skemmtilegt og verð- ur vafalaust enn betra, fjölbreyttara og skemmtilegra á komandi vetri. SKÓLA.BLAÐIÐ L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.