Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.10.1946, Blaðsíða 25

Skólablaðið - 01.10.1946, Blaðsíða 25
BJÖRN MARKAN, 6. B: Köllunin, sem hvarf inn um ómálaðar á grænum brakka. (Kvöldpáttur úr lífi tveggja afburöamanna). VEITINGASKÁLINN Kaffi, Te, Mjólk, Öl. Þetta stendur með skrykkjóttum, snjáðum, gulum og grænum stöfum yfir horndyrum á gamla, gráa steinhúsinu, við hliðina á „Rík- inu“, sem alltaf er lokað, þegar viss fjöldi báta er lagztur inn, nema ef einhverjum fín- um mönnum þóknast að lalla niður eftir, því að það heitir „niður eftir“ ofan úr brekku, en þar eiga allir fínir menn heima, og þar er engin fýla. Já, nema einhverjum af fínu mönnunum þóknist að fá sér einn kassa af viskíi, því að þeim stendur allt opið, og þá leyfa þeir líka smælingunum að fylgjast með inn. I dag liggur nær allur flotinn inni, og snemma í morgun hafði alllaglegur hópur manna safnazt saman við dyrnar á ,,ríkinu“. Árangurslaust beið þessi örvæntingarfulli hópur, fyrst eftir Bjarna templara og ríkis- stjóra, síðan það, sem eftir var dagsins eftir heldri mönnum. Hvílík armæða. Það er laugardagskvöld, um mánaðamótin ágúst og september. Yfir Siglufirði er ekki eitt einasta reyk- eða gufuský. Það hefur ekki verið brætt eitt einasta mál síldar í rúma viku. Það er kyrrt kvöld. Klukkan slær hálf tíu í húsi. Litlu síðar sjáum við tvo unga náunga koma út um húsdyrnar undir áðurnefndri Björn Markan. letran. Þeir standa drykklanga stund við opnar dyrnar, horfa allt í kring um sig, þefa og hlusta eins og þeir séu að leita að ein- hverju og skyndilega er sem komi einhver saknaðarsvipur á andlit þeirra. „Það vantar ekkert nema fýluna,“ segir sá stærri. Sá minni lokar orðalaust hurðinni og síðan þramma þeir af stað ofan í bæ. Sá stóri er fremur feitur, í stórum ryk- frakka með voðalegan körfuhatt á höfðinu. Önnur einkenni eru engin, nema það eitt, að hann stikar sérdeilis stóran. „Bíddu eftir mér, Boli.“ Sá litli er orðinn langt á eftir Bola (því það er hann kallaður) og virðist ekki eiga nein tök á að ná félaga sínum, nema hann bíði eftir honum. Boli stanzar, snýr sér hægt við, og í Ijós kemur einn sá voðalegasti fyrirlitningarsvip- ur, sem hægt er að hugsa sér, að einn mað- ur geti framkallað á stuttri stundu. „Hversu oft hefi ég ekki sagt þér, að það misbýður vorri lyrisku stemningu að ganga svona hratt.“ I fyrstu horfir Boli hálfundrandi á hann, en svo er eins og hann ranki við sér og verður vandræðalegur. Hinn horfir ásakandi á hann, en þegar hann sér vandræðasvipinn, verður hann gagntekinn af náð og miskunnsemi, og SKÓLABLAÐIÐ 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.