Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.10.1946, Blaðsíða 26

Skólablaðið - 01.10.1946, Blaðsíða 26
til að breiða yfir mistökin, gengur hann ró- lega af stað og nærri strax á eftir kemur Boli, sem nú hefur orðið að láta iðrunarsvip- inn víkja fyrir umhugsuninni um að halda hinni háheimspekilegu framkomu, sem nær ávalt einkenndi þessa tvo ungu menn. Snabbi, en svo nefnist sá minni er í ljós- um sumarfötum. Við þau er ekkert annað að athuga, en það, að jakkinn er svo síður hon- um, að ætla mætti, að hann hafi fengið hann að láni hjá Bola, sem er heilum tuttugu og fimm sentimetrum hærri. Við nánari athug- un má einnig sjá móta fyrir eins konar flösku innan á jakkanum, í hægri rassvasa. I þessu ástandi ganga þeir niður Aðalgöt- una. Þeir nema staðar við gula húsasam- stæðu, þar sem fjöldi fólks er saman kominn. Þeir ryðja sér braut, gegnum þvöguna og standa loks við glugga. f honum hangir á snúru búðarpappírsræma, en á henni standa þessi orð, skrifuð með grænni málningu: Ball í kvöld, kl. 10. Það er kominn ánægjusvipur á þá, Bola og Snabba, og þeir kinka vingjarnlega kolli hvor til annars. Síðan fara þeir báðir inn, kaupa miða í litlu gati og láta skipta fimm hundruð króna seðli við sama tækifæri og fara svo inn. I dyrunum mætir þeim tóbaksreykur og alls konar ódaunn, en í stað þess að gretta sig yfir því, draga þeir djúpt andann og blása mikinn, líkt og heiðarlegir íþróttamenn gera, er þeir koma út á morgnana. Þeir félagar ganga inn í stóran sal, þétt- skipaðan fólki. Þetta er mjög stór salur, hátt til lofts. Meðfram veggjum hans eru allmörg borð, en þar sem þeim hefur ekki verið kom- ið fyrir eru harðir trébekkir. f enda salsins er allstórt leiksvið, þar sem hljómsveitin, harmónikuspilari og mjög hríf- andi trumbuslagari, leikur af öllum kröftum. Allt í kringum hana hefur einnig verið komið fyrir borðum, en eins og niðri í salnum virðist þar allt setið. Boli og Snabbi hafa nú brátt komizt að raun um, að ekkert pláss er laust og án þess að láta það á sig fá, ganga þeir inn, Boli á undan. Þeir þreifa sig áfram meðfram öllum borðum og virða vandlega fyrir sér öll þau andlit, er við þau sitja. Þeir þekkja allmarga, en af löngu settri reglu atyrða þeir engan að fyrra bragði; ,,er ekki fílósófiskt", segir Snabbi. Á gólfinu iðar kösin af dansandi fólki; bregður þar fyrir ýmsum variasjónum af fettum, kippum og nuddi. ,,Er það ekki yndislegt,“ scgir Boli bros- andi, sem nú hefur stanzað og virðir fyrir sér hið dansandi maurildi, ,,að sjá fólk þannig dregið niður í sollinn, niður fyrir lágprósu kúltúrsins, vaðandi í vímu andleysis á valdi líkamlegra ofsjóna á hyllingum kvenlegra eiginleika, meðan maður sjálfur stendur sem hinn órjúfandi klettur, brjóstvari allra and- legra gæða og lýriskra vandamála, upp úr hafi niðurlægingarinnar. Snabbi stendur sem rotsleginn og hlýðir á romsuna. Aldrei hafði Boli útsagt annað eins í einu. Þetta kvittaði nú aðeins fyrir hans margra-daga-lyrisku-þögn. ,,Snabbi!“ Það er kvenmannsrödd, sem kallar. Þeir líta í kring um sig, en sjá ekki stúlku þá, sem kallar. „Boli!“ Það er Tóta. Síðastliðinn laugardag höfðu þeir báðir tjáð henni ást sína á þessum sama stað og það með svo mörgum og flóknum orðum, að hún var horfin áður en því var alveg lokið. Og nú fyrst sáu þeir hana aftur. „Nú skal ég dobla hana,“ segir Snabbi. „Nei, nú skal ég dobla hana,“ segir Boli. Svo æstir urðu þeir, að þeir gleymdu gjör- samlega köllun sinni. Þeir æða báðir, hver um annan þveran, sem mest þeir mega, til hornborðsins, þar sem hún situr. En þeir átta sig áður en þeir koma að borðinu og nú koma þeir til hennar báðir í senn, rólegir og virðulegir, Snabbi helzt til of lotinn í herðum. „Það er heimspekilegt," var hann vanur að segja. „Sæl,“ segir Boli. Snabbi lætur sér nægja að lygna aftur aug- unum í kveðjuskyni og svo setjast þeir báðir orðalaust og enn hamrar hljómsveitin af öll- um kröftum. 24 SKÓLABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.