Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.10.1946, Blaðsíða 28

Skólablaðið - 01.10.1946, Blaðsíða 28
Það líður löng stund. Loks snýr Snabbi sér að Tótu. „Köllun vor er þessi fremur laglega stúlka.“ Hann drekkur úr hálf fullu glasi, heldur svo áfram. „Við ætlum að ala hana upp. Við munum hafa system i galskaben, eins og ég hef heyrt Norðmenn segja. Hafin skal hún verða til skýjanna á vængjum and- legrar orku, er hún mun hlotið hafa í gegn um oss. Hún mun verða hin himneska dís saursins á Siglufirði. — Fyrst ber oss að kenna henni óþvingaða kurteisi, að bera til- hlýðilega virðingu fyrir oss og ást vorri, og einnig því, er vér út mælum. Það hlýtur að leiða af sjálfu sér, er vér höfum kennt henni að meta fegurð, heimsspeki, listir allar og ekki hvað sízt hinn háa skáldskap, þar sem vér munum sjálfir því afkasta, er til þarf í byrjun, sem sagt, við munum leggja grunn- inn að hennar lyrisku braut, með því að yrkja vísur til hennar og um hana, sem mun eðlilega vekja áhuga hennar á skáldskapnum, og mun hún einmitt hafa gott af að kynnast Ijóðagerð vorri, og þá einkum minni. Allt mun þetta krefjast þeirra faktora, er ég minntist á fyrst og munum vér snúa okkur að verkefninu strax.“ Hann lítur á Bola, eins og til að leita sam- þykkis og er hann hefur fengið það tekur hann upp flöskuna, hellir í glas sitt og Tótu. Hann lítur á hana um leið. Sama deyfðin og áhugaleysið sem áður mætir augum hans. Honum gremst þetta, bætir í glas sitt, drekkur úr því í einum teyg og er hann leggur það frá sér er hann orðinn hálfu brúnaþyngri en hann var. Augu hans stara á ekkert sérstakt, aðeins stara. Hann er í vondu skapi. „Áttu ekki ástmey heima, Boli?“ spyr hann og snýr sér hálfa leið að Bola. „Jú.“ „Þú átt að drepa hana.“ „Hvers vegna á hann að gera það?“ spyr Tóta, sem nú virðist hafa vaknað. „Til að geta skrifað um það.“ Síðan bætir hann við. „Ertu ekkert skáld, Tóta?“ „Nei, ekkert!" „Það er slæmt. Það, sem gerir menn leiðin- lega er, að þeir eru ekki skáld. Hví eru menn ekki skáld ? Hvers vegna eru ekki allir skáld ? Hví reyna menn ekki að vera skáld? Hví er ég eina skáldið hér inni?“ Hann horfir vonlausum, sljóum augum fram fyrir sig. Rödd hans er orðin óskýr, tungan drafandi. „Ég hef ort vísu til þín, Tóta. Ég orti hana í huganum. Maður yrkir vísur í hugan- um. Já, það er það, sem gerir, ekki á blað. Viltu heyra hana? Það er ástarvísa.“ Án þess að bíða eftir svari, byrjar hann að þylja með næsta óskiljanlegum orðum. Þú rjóða, gisna, rólega snót, sem ræður mínum hugarvendingum. Hvert er það spor í sandi sálarlífs míns, er aldrei hlýðir þínum bendingum? Hvert svar er dándislega af vörum þínum drýpur, drepur allar mínar hugsanir, er að því lýtur. Kvöldið líður. Allt vín er upp drukkið. Ballinu er senn lokið. Boli og Snabbi bjóðast báðir til að fylgja Tótu heim. Þegar þau koma út, er stjörnu- bjart og norðurljósin dansa eftir himinhvolf- inu, og í norðri yfir fjallinu, skín máninn. Ósjálfrátt stanza þeir báðir og horfa upp í loft. „Sjö stjörnur,“ segir Boli. „Eitt tungl,“ segir Snabbi. Þeir líta hver á annan. Það mætast tvö sjónarmið. Veit duftsins son nokkra dýrlegri sýn, en Drottnanna hásal í rafurloga. „Hvílíkt skáld var ei Einar Ben.“ „Hlusta þú heldur á hvað Byron sagði,“ segir Snabbi og horfir hálfluktum augum á tunglið: „Meðan gyllir máninn höf, maurinn lýsir rakan svörð.“ „Hversu smátt er það eigi í samanburði við þetta: 26 SKÓLABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.