Skólablaðið - 01.10.1946, Blaðsíða 29

Skólablaðið - 01.10.1946, Blaðsíða 29
„Sjá grund og vog undir gullhvelfdum boga. Hver getur nú unað við spil og vín?" „Eða gleðikonu?" bætir Snabbi við, önug- ur. Þeir taka hvor undir sinn handlegg á Tótu og leiða hana af stað í áttina niður að Sunnubrakka. Það er stuttur spölur innan um tunnur og alls konar drasl. Þau þræða leið sína, rólega, án þess að mæla orð af vörum. Þau koma að brakkan- um. Það er langur, grænn brakki, undir svörtu þaki, og þó með aðeins tvær dyr, við suður og norður enda. Þeir hjálpa henni að opna dyrnar í hálfmyrkrinu, það eru suður- dyr, og að því búnu búast þeir til að fylgja henni inn. En hún fer ekki inn. Hún snýr sér hægt við í dyrunum, réttir þeim varlega hægri höndina, tekur laust í höndina á þeim og segir: „Verið þið góða nótt, drengir. Takk fyrir fylgdina." Hurðin lokast hægt á eftir henni og enn hafa þeir ekki sagt orð. Þeir aðeins standa og horfa eins og rænulausir á lokaða hurðina. Þannig standa þeir lengi, unz þeir ganga báðir í senn fyrir horn brakkans og stanza undir litlum glugga undir súð. Fyrir glugganum er skítugt lak, en þrátt fyrir það sést bregða fyrir skuggum af manneskjum á iði. Þeir standa niðri og horfa rólegir upp í gluggann, rétt eins og þeir séu aðeins að bíða eftir því, að Tóta svipti lakinu frá, opni gluggann og bjóði þeim að koma upp. En ekkert slíkt gerist. Þeir halda bara áfram að standa, að horfa, og skuggarnir halda áfram að birtast á skítuga lakinu. Enginn veitir þeim athygli, enginn sér þá, enginn hugsar um þá. Jafnvel tunglið hefur snúið við þeim bakinu og farið bak við fjall. Það líður að morgni. Þeir ganga tveir, hægt í vesturátt, heimleiðis. „Köllunin, hún hvarf inn, fór inn um dyrnar, lokaði og skildi okkur eftir, geníin, úti." „Það var aðeins hugarburður. Hún gat aldrei orðið köllun vor. Hún var of heimsk, SKÓLABLADIÐ skildi ekki gildi mannlegrar vizku, er hefur fest rætur sínar í manngæzku, aðeins til að bjarga henni úr saurnum. Nei, hún skildi það ekki. En við skulum finna aðra, aðra, sem skilur sjónarmið listamannsins og lætur sér lynda. Já, við munum finna aðra." Snabbi horfði upp að sjómannaheimili um leið og hann mælti síðustu setninguna. Hann er ánægður á svipinn. „En hún var svo lagleg," kjökrar Boli. „Maður á aldrei að sjá eftir neinu. Það er ekki fílósófískt." Og þar með var þessu lokið. Þeir rölta í hægðum sínum, alltaf í vestur. Brátt koma þeir að „Veitingaskálanum" aftur. Boli tekur upp lykil úr vasa sínum, stingur honum í skráargat og opnar horndyrnar, því þarna búa þeir. Sjálf moldin er hrein sem mær við lín. Hvert sandkorn í loftsins litum skín og lækirnir mætast í silfurósum. „Hver annar en Einar Ben. hefði getað sagt þetta. Þetta er tjáning," bætir Boli við, um leið og hann ljómar af töfrandi brosi. „Hvað er það betra en kvæðið mitt til stjörnunnar Sirius, t. d. þetta erindi: Hæ, hó. Hæ, hó. Hæ, hó. Þú tignarlega andans tákn, er titrar við hvert það kall, sem boðar þína brunandi komu við bálköst og rymjandi bákn. Hó, hæ. Hó, hæ. Hó, hæ. Vér hittum þig niður í bæ." Boli háttar í koju sína, en Snabbi stendur við gluggann og hugsar. Eiitthvað fannst honum það öðruvísi, já, og betra hjá Einari en honum sjálfum. Við úthafsins skaut er allt eldur og skraut af iðandi norðurljósum. Það var betra hjá Einari; það varð hann x 27
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.