Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.10.1946, Blaðsíða 31

Skólablaðið - 01.10.1946, Blaðsíða 31
ist í 4 bekki. Skyldu piltar sitja eitt ár í 1. og 2. bekk, en tvö ár í hvorum hinna. Að vísu voru þeir stundum aðeins einn vetur í 4. bekk. Grískukennsla hófst ekki fyrr en í 2. bekk. Burtfararpróf var í tvennu lagi: fyrri hluti upp úr eldri deild 3. bekkjar, síðari hluti að afloknum síðari vetri í 4. bekk. Aðalnámsgreinir voru enn sem fyrr og allt til 1904 latína og gríska, en þeim var ætlaður þriðjungur allra kennslustunda. A þessu tímabili skólans, 1851—’77, stjórn- aði lengst af (1851—’68) hinn röggsami rektor, Bjarni Jónsson. Væri fróðlegt að fara nokkuð út í hina duglegu stjórn hans. En þess er ekki kostur hér. Aðeins skal minnzt á eina námsgrein, sem kennsla hefst í á þessu tímabili, en það er leikfimi: Á árunum 1846—’57 virðist engin skipuleg kennsla hafa verið í leikfimi eða íþróttum. Samt er þessi námsgrein nefnd sem skyldunámsgrein í báðum reglugerðum. Ástæðan fyrir því, að hún var ekki kennd, var fyrst og fremst sú, að ekkert leikfimishús var til. Það var ekki fullgert fyrr en í árslok 1857, og hófst kennsla í marz árið eftir. Eftir áhöldum þeim, sem upp eru talin, virðist kennslan að miklu leyti hafa verið fólgin í skilmingum og vopna- burði. En meðal áhalda voru þessi: 20 trcbyssur, 6 rýtingar, 4 brynstakkar, 6 grímur, 3 rýtingsblöð. Fvrsti kennari í leikfimi var danskur mað- ur, liðþjálfi frá Vesturindíum. Hann lét að hermanna sið dönsk skipunarorð dynja á lærisveinunum. Reglugerðin frá 1877 gerir miklu minni brevtingu á skólanum en samsvarandi dönsk reglugerð frá 1871. Helztu nýmæli voru: Bekkir urðu nú 6. Þýzka, sem áður var kennd í 4 ár, skyldi nú aðeins kennd í efsta bekk. En enska og franska, sem áður voru kiörgreinar, urðu nú skyldugreinar: Enska skvldi kennd til fyrri hluta prófs (upp úr 4. bekk), en franska skyldi kennd í öllum bekkjum. Ástæðan, sem nefnd sú, sem samdi þessa reglugerð, færir fyrir þessari miklu frönskukennslu, er sú, að svo mikið sé af frönskum fiskimönnum við strendur lands- ins, að nauðsynlegt sé, að embættismenn landsins kunni vel frönsku. Hún átti að vera einskonar ,,ástands“-mál! Þetta voru helztu nýmælin. Reglugerðin sætti töluverðri gagn- rýni, m. a. þótti þýzkukennsla alltof mikið skert. Enda var þessu breytt 1883. Þá var fyrirskipað, að þýzka skyldi kennd í öllum bekkjum (og var svo til 1904), en franska í tveimur efstu bekkjum, eins og enn er. Á Alþingi hefur tvisvar staðið mikill styrr um skólann. Hafa deilur þessar í hvort sinn staðið yfir fullan áratug. í fyrra skiptið stóðu þær yfir 1891—1903 og snerust um sama deiluefnið, sem valdið hafði deilum á Norðurlöndum frá því um 1830 milli þeirra, sem vildu láta nýju málin, náttúruvísindi og stærðfræði skipa öndvegissess í skólunum á kostnað gömlu málanna, og hinna, sem héldu fram menntagildi frummálanna og töldu, að nemendur hlytu meiri þroska af því að ein- beita sér um fáar greinar. Fyrra sjónarmiðið varð að lokum ofan á, og var lærðu skólun- um breytt samkvæmt því, í Noregi 1896, í Danmörku 1903 og á íslandi og í Svíþjóð 1904. Deilurnar á Alþingi 1891 hófust á því, að aðstandendur Möðruvallaskóla, sem stofn- aður var 1880, báru fram tillögu um það, að í tveimur neðstu bekkjum Lærða skólans færi einungis fram gagnfræðakennsla, sams konar og í Möðruvallaskóla, og að nemendur úr þeim skóla gætu setzt próflaust í 3. bekk Lærða skólans. Um þetta og skiptingu skól- ans, takmörkun eða afnám fornmálanna o. fl. stóðu deilurnar. Leiddu þar saman hesta sína Grímur Thomsen, Jón Jakobsson, Bogi Th. Melsteð, Halldór Kr. Kriðriksson, svo að nokkrir séu nefndir. Alþingi samþykkti bæði ályktanir og lög um þessar breytingar. En danska stjórnin og konungur neituðu að verða við þessum óskum fyrr en breytingin væri komin á í Danmörku. En þegar hún var komin 1903, var ekkert til fyrirstöðu. Var þá gefin út reglugerð 9. sept. 1904 með við- aukum og prófreglugerðum 1907, 1908 og 1910. Reglugerð þessi var samin af þeim Guð- mundi Finnbogasyni, síðar landsbókaverði, og Jóni Magnússyni, síðar ráðherra. Reglu- gerðin var róttækasta reglugerð, sem skól- SKÖLABLAÐIÐ 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.