Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.10.1946, Blaðsíða 37

Skólablaðið - 01.10.1946, Blaðsíða 37
ERLA ÞÓRDÍS JÓNSDÓTTIR, 5. A: Hvers vegna verða stúlkur stúdentar? Stundum er sagt við okkur Menntaskóla- stúlkúrnar: „Það þýðir ekkert fyrir ykkur kvenfólkið að vera að mennta ykkur. Ykkur er nær að læra að búa til mat. Það er hvort sem er það, sem liggur fyrir ykkur flestum.“ Reynslan hefur því miður sýnt, að þessi orð hafa við rök að styðjast. Að vísu láta flestir kvenstúdentar innrita sig í Háskólann, svona rétt að gamni, en aðeins fáar af þeim ljúka háskólaprófi. Hinn mikli freistari, hjónabandið, virðist draga þær til sín með ómótstæðilegu afli, rétt eins og aðrar konur. Og í vinnukonuleysinu neyðast þær til að vinna húsmóðurstörfin sjálfar, enda þótt þær hafi bæði hæfileika og menntun til að gegna öðrum störfum, en skorti hins vegar kunn- áttu í matartilbúningi og saumaskap. Bezt er, að hver einstaklingur eigi sér eitthvert tak- mark til að keppa að og geri allt, sem hann tekur sér fyrir hendur, í einhverjum, helzt göfugum, tilgangi. Sumar stúlkur eru fast- ákveðnar í því að ljúka háskólaprófi og ganga menntaveginn í því skyni. Óskandi er, að þær komist sem flestar á leiðarenda, þær eru kerlingar í krapinu og þyrftu að vera fleiri en þær eru. En hafið þið tekið eftir því, hve það þýðir oft lítið að segja: „Þetta ætla ég að gera — þetta ætla ég að verða — Það er eins og örlögin eða atvikin grípi allt- af fram í fyrir okkur, þegar minnst varir, og við verðum að hætta við allt saman, eða gerum það af fúsum vilja, eftir að einhver utanaðkomandi áhrif hafa kennt okkur að meta það, sem áður var okkur einskis virði, en fyrirlíta það, sem við tilbáðum fyrr. Það getur til dæmis vel verið, að einhver af hús- mæðrunum með stúdentahúfurnar hafi verið búin að byggja ótal loftkastala um sjálfa sig sem hámenntaða vísindakonu. En svo braut Erla Þórclís Jónsdóttir. hún þá sjálf til grunna, um leið og hún sagði hið örlagaríka ,,já“. Ég öfunda þær Menntaskólastúlkur, sem hafa gert sér grein fyrir því, til hvers þær eru að læra, og vita, hvað þær ætla að taka sér fyrir hendur að náminu loknu. Hversu margar erum við, sem lærum bara af göml- um vana ? Við kunnum ekki við að hætta því, af því að öllum finnst sjálfsagt, að við verð- um stúdentar, þetta þykir svo fínt! Og ef við eigum að vera hreinskilnar, getum við ekki neitað því, að þær okkar eru færri, sem hafa yndi af náminu, en hinar, sem leiðist það. Einu sinni var stúlka hér í skólanum spurð að því, til hvers hún væri að læra. ,,Ó,“ sagði hún, „mér finnst náttúrlega leiðinlegt að læra, en mér finnst bara svo gaman að vera í skólanum." Þannig var námið, sem auðvitað er aðaltilgangur skólavistarinnar, í augum SKÓLABLAÐIÐ 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.