Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.10.1946, Síða 39

Skólablaðið - 01.10.1946, Síða 39
Um það, hversu marga vísinda- og tæknilega menntaða menn muni þurfa til að starfa í helztu atvinnugreinum Islendinga nú og í nánustu framtíð. Greinarhöfundur spyr sjálfa sig og aðra að því, hversu margar konur muni verða í hópi þeirra, og hvetur jafnframt ungu stúlkurnar til að leggja hönd á plóginn. Finnst ykkur nú ekki, stelpur, að fyrst bless- aðir karlmennirnir hafa veitt okkur þessi margumtöluðu réttindi, að við ættum að sýna þeim í verki, að við eigum þau skilið? Við getum ekki neitað því, að hingað til hafa karlmennirnir verið næstum einráðir um allt, sem máli skiptir í sögu mannkynsins (svo fögur sem hún er) og byggingu mannvirkja. Núna fyrst er eins og Eva sé að rumska eftir margra alda svefn og verða sér þess með- vitandi, að hún sé líka manneskja, en eltki aðeins rif úr síðu mannsins. Ef til vill er það vegna þess, að hún er ennþá með stírurnar í augunum eftir þennan langa sinnuleysis- svefn, að svo fáar íslenzkar stúlkur, sem raun ber vitni um, ljúka háskólaprófi eða taka virkan þátt í stjórnmálum landsins. En fyrst Eva gamla er vöknuð, hlýtur hún bráðum að fara á fætur! Vissulega eru verkefnin mörg, sem bíða ungra íslendinga í dag. Við þurfum ekki að reisa úr rústum hálfhrundar borgir, eins og margar aðrar þjóðir eru önnum kafnar við um þessar mundir. En við þurfum að má út síðustu leifarnar af niðurlægingu þjóðarinnar. Við þurfum að skapa fyrirmyndarþjóðfélag. Þið kannizt við orðið: Þetta er kallað ný- sköpun. Mér segir svo hugur um, að karl- mennirnir verði látnir bera hita og þunga dagsins af þeim framkvæmdum. Þeir e r u duglegri en við í þess háttar vinnu, því g e t - u m við ekki neitað. En ef þið viljið berja í borðið og segja: ,,Við erum víst eins dug- legar,“ þá skora ég á ykkur að sýna, hvaða töggur er í ykkur, afla ykkur æðri mennt- unar og láta nýsköpunina njóta ávaxtanna af henni. En ef þið haldið, að þið hjálpið strákunum bezt við nýsköpunina með því að giftast þeim, held ég, að þið ættuð að fara í húsmæðraskóla! Erla Þ. Jónsdóttir. Bjarni Bragi Jónsson, 6. C, inspector scholae og; forseti Framtíðarinnar, mál- fundafélags lærdómsdeildarnema. Árni Guðjónsson, 6. B, ritstjóri Skólablaðsins og formaður sjötta bekkjar ráðsins. Björn Sigurbjörnsson, 2. bekk, (sjá mynd á bls. 57) er formaður Fjölnis, málfunda- féiags gagnfræðadeildarnema. SKÖLABLAÐIÐ 37

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.