Skólablaðið - 01.10.1946, Blaðsíða 40

Skólablaðið - 01.10.1946, Blaðsíða 40
FRIÐRIK SIGURBJÖRNSSON, stúdent 1946: „Einu sinn var. . ." Einu sinni var ég lítill, miklu minni en ég er núna, og þá var ég bara nokkuð stór eftir aldri. Og það veit heilög hamingjan, að í þá daga var ekki litið á mig sem einhvern lítinn „kalla" af krökkunum í kring. — Nei, ég var potturinn og pannan í öllu þeirra brauki og bramli og lét mig hvergi vanta, þar sem eitt- hvað spennandi gerðist. Árin, sem ég var krakki, standa mér Ijós- lifandi fyrir hugskotssjónum. Þau eru sveip- uð bláma ævintýrisins, líkt og hetjusögur fyrri alda, en þó eru þau sönn og sannleik- anum samkvæm. Ég og krakkarnir, sem með mér voru, erum eins og persónur í skáldsögu, sumir aðalpersónur og aðrir aukapersónur eins og gengur. Umhverfið var Reykjavík með mjóu göt- unum og timburhúsunum, því að þetta var áður en steinhúsin fóru að setja svip sinn á bæinn. Það var nú heldur betur upplit á þeim stutta, þagar hann kom í fyrsta sinn út á götu með hendurnar í buxnavösunum. Bux- urnar voru bláar, og vasarnir voru stórir og rúmgóðir og tóku ósköpin öll af nöglum og öðru fínu drasli, sem nauðsynlegt taldist í þá daga, og svo voru þeir líka svo dæmalaust hlýir og skjólgóðir. Það var hreinn óþarfi að ganga með vettlinga þann veturinn. Dömurnar, sem léku sér að dúkkunum sín- um á gangstéttinni, litu upp og horfðu á eftir stráknum í bláu buxunum, sem spígsporaði eftir götunni og blístraði brot úr broti af lagi, sem hann hafði nýverið lært. — ,,Já, þessi var svei mér fínn," og svo greiddu þær litlu lokkana frá enninu. Þær voru nefnilega svo- Friðrik Sigurbjörnsson lítið fínar líka. — Þá vildu allar með mér ganga. Ég labbaði til einnar. Hún var dökk- hærð. Hún varð bæði hrædd og hissa. Svo stamaði hún upp: „Á ég að vera með þér?" — Ég virtist ekkert vera áf jáður í það og steinþagði. — En litla daman var ekki af baki dottin. „Ég á líka tvo aura". Þá stóðst ég ekki mátið, og við fórum í mömmuleik. En hún vildi endilega hafa einhvern „frænda" með í spilinu, og hann gát ég ómögulega þolað og hótaði að klaga hann fyrir pabba, en stráksi „brúkaði" munn og sagði: „Pabbi minn er pólití. Hann getur bara tekið pabba þinn." — Við þetta varð ég svo skelkaður, að ég sagði bless og labbaði upp í holt, þar sem einu sinni stóð Skólavarðan. Rétt neðan við hana stóð steinstöpull, og við krakkarnir trúðum því, að það væri reykháfurinn hennar Grýlu og þorðum varla að nálgast hann, því að hún var alltaf „að sjóða til jóla". 38 SKÓI.ABLADIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.