Skólablaðið

Årgang

Skólablaðið - 01.10.1946, Side 41

Skólablaðið - 01.10.1946, Side 41
En þarna í holtinu lágu bílavegir út um allar trissur, og þar átti ég ,,rúllu“, sem þá var hæstmóðins að aka á undan sér á alveg voðalegu „spýtti“. — Þá voru ekki ,,pólitíin“ að ónáða strákana og sekta fyrir ógætilegan akstur. Vegurinn lá fram hjá Steinkudys og ofan í grunninn, þar sem einu sinni átti að vera stúdenta- garður, og svo allar götur niður undir Hans póst og Gísla gamla, sem átti tryppin. Svona ókum við strákarnir í loftinu lengi dags, þar til er við urðum lúnir í löppunum og héldum heim til að fá ,,kókó“ hjá mömmu með útbleyttri tvíböku eða vínarbrauði, en ekkert sælgæti í heiminum, nema ef vera skyldi spýtubrjóstsykur, jafnaðist á við gott vínarbrauð. Ekki heldur lakkrísinn, sem kost- aði 5 aura og var svo langur, að hann náði utan um mittið á eigandanum og fékkst í öllum regnbogans litum. — Næsta dag lallaði ég út að grjóthrúgunni, sem einu sinni var á Káratorgi, og einhver bauð mér út í ,,forma“ og gerði mig alveg ,,krúkk“ á tíu mínútum, þegar ég var búinn að ,,blæða“ öllum formunum, og hann varð að „gera mig út“, til þess að hægt væri að halda áfram. Buxnatölur notuðum við aldrei í þá daga, hvað þá fimmeyringa. Það voru bara form, og bezt voru þau með stjörnunni, því að þau voru alveg geysilega „sjúr“. Eftir að ég varð ,,krúkk“, fór ég að renna mér á rassinum niður hlera, sem var yfir kjallaratröppur í næsta húsi, þar til húsmóð- irin kom út og skipaði mér að hætta, þetta gæti slitið hleranum. — Ég leit á hlerann og sá þá einhverja bláa dulu þar í tréflís. Ég þreifaði í dauðans ofboði á botninum á mér, og það var komið gat á þær bláu. Ég fór að háskæla og hélt heim á leið, setti upp skeifu og hélt með hendinni fyrir gatið. Það var svo sem hægt að slíta fleiru en hlerum. — En konan misskildi orgið í mér og hélt mig skæla vegna þess, að hún hafði bannað mér að renna mér á hleranum. Hún tók strax upp kandísmola úr svuntuvasanum og stakk upp í mig. Gatið gat hún ekki séð fyrir hendinni, og þar ofan á labbaði ég aftur á bak frá henni. — Svo komst ég heim, og fallegu bláu bux- urnar mínar fengu gráa bót, því að hún mamma átti bara enga samlita í augnablik- inu. Og litla dökkhærða daman í húsinu á móti, sem ég var svo skotinn í og sem var svo skotin í bláu buxunum mínum og hvernig ég hafði hendurnar í vösunum, labbaði næsta dag, þagar hún var búin að sjá gráu bótina, inn í búð með montna, rauðhærða stráknum, til að kaupa glansmynd, sem hann ætlaði að gefa henni. — Þetta hafði ég upp úr því að renna mér á kjallarahleranum í gamla daga. En ég hætti nú fljótlega að vatna músum vegna þessa, en það þótti mér alltaf undar- legt, að rétt í sama mund og litla dökkhærða daman tók mig í sátt aftur og þá af mér sykurmola, þá byrjaði hann afi minn, sem var með voðalega stórt skegg, allt í einu að vatna músum. Hann fór ekki að gráta. Skeggjaðir menn og stórir gráta aldrei. Hann hafði bara veitt svona líka dæma- laust fallegar sjö litlar snípur í gildru, og svo sama dag og ég rakst niður í kjallara SKÓLAELAÐIÐ 39

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.