Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.10.1946, Blaðsíða 41

Skólablaðið - 01.10.1946, Blaðsíða 41
En þarna í holtinu lágu bílavegir út um allar trissur, og þar átti ég ,,rúllu“, sem þá var hæstmóðins að aka á undan sér á alveg voðalegu „spýtti“. — Þá voru ekki ,,pólitíin“ að ónáða strákana og sekta fyrir ógætilegan akstur. Vegurinn lá fram hjá Steinkudys og ofan í grunninn, þar sem einu sinni átti að vera stúdenta- garður, og svo allar götur niður undir Hans póst og Gísla gamla, sem átti tryppin. Svona ókum við strákarnir í loftinu lengi dags, þar til er við urðum lúnir í löppunum og héldum heim til að fá ,,kókó“ hjá mömmu með útbleyttri tvíböku eða vínarbrauði, en ekkert sælgæti í heiminum, nema ef vera skyldi spýtubrjóstsykur, jafnaðist á við gott vínarbrauð. Ekki heldur lakkrísinn, sem kost- aði 5 aura og var svo langur, að hann náði utan um mittið á eigandanum og fékkst í öllum regnbogans litum. — Næsta dag lallaði ég út að grjóthrúgunni, sem einu sinni var á Káratorgi, og einhver bauð mér út í ,,forma“ og gerði mig alveg ,,krúkk“ á tíu mínútum, þegar ég var búinn að ,,blæða“ öllum formunum, og hann varð að „gera mig út“, til þess að hægt væri að halda áfram. Buxnatölur notuðum við aldrei í þá daga, hvað þá fimmeyringa. Það voru bara form, og bezt voru þau með stjörnunni, því að þau voru alveg geysilega „sjúr“. Eftir að ég varð ,,krúkk“, fór ég að renna mér á rassinum niður hlera, sem var yfir kjallaratröppur í næsta húsi, þar til húsmóð- irin kom út og skipaði mér að hætta, þetta gæti slitið hleranum. — Ég leit á hlerann og sá þá einhverja bláa dulu þar í tréflís. Ég þreifaði í dauðans ofboði á botninum á mér, og það var komið gat á þær bláu. Ég fór að háskæla og hélt heim á leið, setti upp skeifu og hélt með hendinni fyrir gatið. Það var svo sem hægt að slíta fleiru en hlerum. — En konan misskildi orgið í mér og hélt mig skæla vegna þess, að hún hafði bannað mér að renna mér á hleranum. Hún tók strax upp kandísmola úr svuntuvasanum og stakk upp í mig. Gatið gat hún ekki séð fyrir hendinni, og þar ofan á labbaði ég aftur á bak frá henni. — Svo komst ég heim, og fallegu bláu bux- urnar mínar fengu gráa bót, því að hún mamma átti bara enga samlita í augnablik- inu. Og litla dökkhærða daman í húsinu á móti, sem ég var svo skotinn í og sem var svo skotin í bláu buxunum mínum og hvernig ég hafði hendurnar í vösunum, labbaði næsta dag, þagar hún var búin að sjá gráu bótina, inn í búð með montna, rauðhærða stráknum, til að kaupa glansmynd, sem hann ætlaði að gefa henni. — Þetta hafði ég upp úr því að renna mér á kjallarahleranum í gamla daga. En ég hætti nú fljótlega að vatna músum vegna þessa, en það þótti mér alltaf undar- legt, að rétt í sama mund og litla dökkhærða daman tók mig í sátt aftur og þá af mér sykurmola, þá byrjaði hann afi minn, sem var með voðalega stórt skegg, allt í einu að vatna músum. Hann fór ekki að gráta. Skeggjaðir menn og stórir gráta aldrei. Hann hafði bara veitt svona líka dæma- laust fallegar sjö litlar snípur í gildru, og svo sama dag og ég rakst niður í kjallara SKÓLAELAÐIÐ 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.