Skólablaðið - 01.10.1946, Blaðsíða 42

Skólablaðið - 01.10.1946, Blaðsíða 42
 ¦i. r~~" ' C M'l'á-vwSlí Í^íw. V'\'viíi til að ná í „blákkudósina" hennar mömmu, sem lá í vaskahússglugganum, en „blákkuna" ætlaði ég að nota á gráu bótina, hvað haldið þið, að hann afi sé þá annað að gera en að „vatna músum", bara svona upp á kraft. Hann bara lét gildruna í voða stóran bala, og svo sprautaði hann vatni á mýsnar. — Það var voða spennandi að sjá þær synda, en svo þegar ég ætlaði að fara að sjá, hvernig þær syntu í kafi, sagði afi mér að fara út, og honum varð ég að hlýða, hvað sem það kostaði. — Svona fór hann afi minn nú að því að vatna músum í þá daga. — — Og ég var nú ekki aldeilis upp á gat í músíkinni í þá daga. Þá kunni maður nú bæði að spila á fíólín og píanó, og einstaka sinnum barði maður bumbuna. — Svo einn góðan veðurdag ákváðum við krakkarnir að halda hljómleika. Þetta var ekkert plat, því að við vorum m. a. s. að hugsa um að auglýsa í blöðunum. En þá datt einum af höfuðpaurunum í hug, að það gengi ekki og söng vísubrot því til sönnunar: „að Moggatetur tæpast getur tekið þetta gilt." — Svo var það samþykkt í einu hljóði, að við skyldum bara láta það berast til krakkanna í kring, að hljómleikarnir yrðu haldnir á til- settum tíma og aðgangseyririnn, 3 form, skyldi greiðast við innganginn. — Við vorum f jórir í hljómsveitinni. Ég, sem spilaði á fiðlu, en það var nú fiðla, sem ætti skilið að komast á safn. Hún var bara járn- rör, sem ég dró fram og aftur eftir vinstri handleggnum eins og ég hafði séð fiðlara gera, og svo setti ég ógnarstóran stút á munninn og púaði yndislega tóna, sem áttu að „fyrirstilla" hljóðin úr öllum strengjum fiðlunnar. Svo var nú Óli, bezti vinur minn, sem spil- aði á trommu. Það var stór niðursuðudós undan stórum grísatám, og hann barði bumb- una með tveimur „fírtommum", svona líka taktfast. Þriðji strákurinn spilaði á greiðu og sá fjórði bara á prentpappír, því að greiðan hans hafði misst síðasta tindinn fyrir viku, eftir að hafa verið í „brúki" hjá honum eldra bróður hans, sem hafði þenna líka rokna lubba, bara alveg eins og strákúst. Það var alls ekki von, að greiðutetrið þyldi slíka með- ferð, en það gekk ágætlega að spila á pappír- inn. Ég var hljómsveitarstjórinn og gekk eins og herforingi á undan hinum spilurunum upp á efra tröppupallinn, þegar hljómleikarn- ir byrjuðu. Fjöldinn allur af krökkum hafði safnast saman í portunum í kring, og höfuðpaurarnir græddu fullan kassa af formum, sumum „sjúrum" með stjörnu —, og nú byrjaði ballið. Ég dró rörið og púaði og svo var spilað af svo mikilli list, að krakkarnir göptu svo mikið af hrifningu, að við, sem stóðum uppi á tröppunum, sáum ofan í maga á þeim. — Fyrsta lagið var: „Billy boy, Billy boy", — alveg yndislega fjörugt og fallegt lag, og vakti það svo mikla hrifningu, að við vorum strax klappaðir upp og urðum að endurtaka það, og þá söng allur krakkaskarinn með, fullum hálsi. — Ég varð að hneigja mig fimm sinnum á eftir til að lægja klappið. Síðan kom syrpa af dægurlögum, sem þá voru á hvers manns vörum í Reykjavík, svo sem: „Show me the way to go home" og mörg önnur dillandi f jörug lög. Næsta atriði á hljómleikunum var dans með undirleik. Tvær litlar dömur höfðu boðizt til þess að dansa á neðri tröppupallinum. 40 SKÓLABLABID
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.