Skólablaðið - 01.10.1946, Blaðsíða 47

Skólablaðið - 01.10.1946, Blaðsíða 47
Eyvindarstaíalvjónin (Ástríður Guðmundsdóttir' og Sigmundur Magnússon). hin fyrsta tilraun í þá átt hér á landi. Önn- ur frumsamin leikrit, sem athygli vöktu, voru: Brandmajórinn eftir Einar Hjörleifs- son og önnur fyrsta revya, sem sýnd var hér í Reykjavík: Præsens eftir Þórð Sveins- son, lækni, sem þá var raunar útskrifaður úr skóla (1901). Bæði þessi leikrit eru glötuð. 1 síðari flokknum eru þýðingar Magnúsar Grímssonar, það af þeim, sem varðveitst hef- ur, merkar, og afbragðsgóð þýðing á Andbýl- ingunum er komin úr skólanum 1899 eftir þá skólapiltana: Stefán Björnsson, Svein Björns- son og Björn Magnússon. Nærri má geta, að það hefur verið hinum ungu mönnum bezta æfing að glíma við þessi viðfangsefni, semja °g þýða leikrit, og er eftirsjón í því, að hin síðari árin hafa nemendur skólans allajafn- an seilst eftir leikritum, sem aðrir lögðu upp í hendurnar á þeim, en þeir unnu ekki að sjálfir. Engum blöðum er um það að fletta, að ís- lenzkri leiklist hefur staðið hin mesta gifta af þcirri leiklistarviðleitni, sem þróaðist í skólanum. Ýmsir beztu leikendur hér í Reykjavík og ágætir leikritahöfundar eins og Indriði Einarsson og Einar H. Kvaran gengu í þjónustu Thalíu á skólaárunum. En þýðingarmest fyrir leiklistina hér á landi hefur það fyrr og síðar verið, að fjölmargir ágætir menntamenn fengu áhuga fyrir leik- listinni vegna þátttöku í skólaleikjum annað hvort á leiksviði eða áhorfendabekk, en síðar á lífsleiðinni urðu þeir iðulega hvatamenn að sjónleikjahaldi víðsvegar um landið. Liggur það í augum uppi, að áhrifin frá skólaleikjun- um hafa á þennan hátt orðið mikil og náð víða. Sennilega er engin hætta á því, að skóla- leikurinn takist með öllu af, jafngömul „tradi- tion" og æruverð. En það á ekki að halda líf- inu í skólaleiknum fyrir það eitt, að hann er elzta minni um leiklist hér á landi. Á þessum miklu skipulagningartímum er ef til vill ekki úr vegi að benda á, að það þarf að skipuleggja skólaleikinn, ætla honum rúm innan kennslu- kerfis skólans. Þeir nemendur, sem þátt hafa tekið í skólaleiknum, munu sanna mál mitt: þeim stundum, sem hnuplað var frá náms- greinunum til að æfa og undirbúa skólaleik- inn var ekki illa varið. Þær gáfu í aðra hönd: einurð til að koma fram fyrir fjölda fólks, æfingu í að beita röddinni, þekkingu á klass- iskum ritum eða nútímabókmenntum, sjálfs- aga, samvinnulipurð og félagslyndi. Og síðast en ekki sízt: þær gáfu okkur einhverjar beztu endurminningarnar frá skóladögunum. Einar á Brekku — Enarus Montanus (Jón Magnús- son). SKÖLABLAÐIÐ 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.