Skólablaðið

Volume

Skólablaðið - 01.10.1946, Page 48

Skólablaðið - 01.10.1946, Page 48
SIGURÐUR MAGNÚSSON, 5. B: STAÐREYNDIR Sjaldan hefir verið hrópað hærra um það en nú, að þörf sé á mönnum, sem kunna að hugsa. Ef nokkurn tíma hefir verið þörf slíkra manna, þá er það nú á þessum tímum upplausnar og glundroða. En í sömu andránni er hrópað: Burt með allan kristindóm! Burt með alla trú! Trúin er ópíum fyrir fólkið! Trúin er högg í andlit allrar frjálsrar hugs- unar! Og þannig mætti lengi telja. En eiga þessar raddir rétt á sér? Eru þessar ásakanir reynslunni samkvæmar? Ekkert er fjarstæð- ara. Kristin trú er ekki högg í andlit hugsun- arinnar, heldur er trúin miklu fremur af- leiðing allrar alvarlegrar og heilbrigðrar hugsunar. Hvað er það í raun og veru að hugsa? Er það ekki að sjá þær óumdeilanlegu stað- reyndir, sem lífið sýnir okkur, og haga okk- ur samkvæmt þeim? Það er ekki nóg að geta velt fyrir sér alls konar hugtökum og rök- rætt ýmiss konar vandamál, ef við dyljum grundvallarstaðreyndir lífsins. Ef svo er, kunnum við í dýpsta skilningi ekki að hugsa, — því að hver hugsandi maður horfist í augu við staðreyndirnar og reynir að haga lífi sínu samkvæmt þeim. Við skulum athuga nokkrar staðreyndir, sem öll alvarleg íhugun um lífið verður að taka tillit til. Sú fyrsta er, að hver maður hefir samvizku. Hún er í senn leiðbeinandi og ákærandi, sem sefur á stundum, en vaknar þó alltaf aftur. Önnur staðreyndin er, að lífið, sem hinn ytri heimur býður okkur, nægir okkur ekki. Við finnum ekki fyllingu eða tilgang í lífi okkar. Orsökin er sú, að við þekkjum ekki kjarna lífsins, vitum ekki Sigurður Magnússon. í hvaða tilgangi við lifum. Augustínus segir við Guð: „Þú hefir skapað oss til samfélags við þig, og hjarta vort er órótt, unz það hvílist í þér.“ Annar frægur maður, Sören Kierkegaard, segir: „Eins og ör æfðrar skyttu ann sér ekki hvíldar, er hún hefir flogið af strengnum, fyrr en hún hittir mark, eins er maðurinn skapaður af Guði og fer beint til Guðs og fær ekki fundið hvíld, fyrr en í Guði.“ Sá er sem sé tilgangurinn með lífi okkar, að við lifum í samfélagi við Guð, og þá fyrst finnum við fyllingu lífsins. Það er reynsla tugþúsunda manna, fram hjá því 46 SKÓLABLAÐIÐ

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.