Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.10.1946, Blaðsíða 49

Skólablaðið - 01.10.1946, Blaðsíða 49
verður ekki gengið. Þriðja staðreyndin er, að lífið hér á jörð tekur enda. „Mín lífstíð er á fleygiferð, ég flýti mér til grafar, að litlum tima liðnum verð ég lagður nár án tafar.“ . . . Þetta vitum við, og þetta hafa allir vitað. Og hver er sá, er ekki taki undir orð Móse í 90. Sálminum: „Ævidagar vorir eru sjötíu ár og þegar bezt lætur áttatíu ár, og dýrsta hnossið er mæða og hégómi; því að þeir líða í skyndi, og vér fljúgum burt.“? Þetta er saga allra þeirra, sem ekki fundu tilgang lífsins. Þessar þrjár staðreyndir, sem hér voru taldar, eru sárar, en ekki verður fram hjá þeim gengið. Sú ,,hugsun“, sem reynir að hjúpa eða breyta þessum staðreyndum, er í sannleika hugsunarefni. H u g s u n er í því fólgin að sjá hið mikil- væga og það, sem ræður úrslitum þannig, að við leikum ekki skollaleik við sjálf okkur og látum ótal aðra hluti hafa áhrif á okkur, heldur komum auga á það, sem máli skiptir. Ef við gerum það, — ef við horfumst í augu við þessar fáu, óumdeilanlegu staðreyndir, — þá kunnum við ekki aðeins að hugsa, heldur hlýtur hugsun okkar að enda í trú. Því að þá mun Guð á einhvern hátt sýna okkur, að eingöngu náð hans í Kristi getur hjálpað okkur. Þá fáum við að sjá, að verðmæti lífs- ins eru ekki auður og metorð, heldur eru þau þar, sem við fáum f r i ð fyrir samvizku okkar, f y 11 i n g u í líf okkar og s i g u r í dauða okkar. Þá komum við auga á þann sannleik, að við höfum hagað lífi okkar í bága við einföldustu staðreyndir lífsins. „Vér fórum allir villir vegar sem sauðir, stefndum hver sína leið, en Drottinn lét misgerð vor allra koma niður á honum.“ Við skulum ekki reyna að hugga okkur með kjánalegum tilgátum um, að lífinu sé lohið við gröfina eða haldi áfram á einhverju æðra eða lægra tilverustigi. Reynum heldur að sjá leiðina, sem okkur ber að ganga, grundvöllinn, sem við eigum að byggja á. Kristur sagði sjálfur: „Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið.“ Þorum við að efast um sannleik þeirra orða? Páll postuli sagði: „Enginn getur lagt annan grundvöli en þann, sem lagður er, sem er Kristur." Við þekkjum sem sé veginn og grundvöllinn, hvers þurfum við framar við? Hugsum málið rækilega og án hleypidóma eða fyrirfram myndaðra skoðana, og ég efast ekki um ár- angurinn. Eg mundi því verða fyrstur til að taka undir með þeim mönnum, sem hvetja til um- hugsunar, því að það er skoðun mín, að meira bæri á kristnum áhrifum í landi okkar, ef menn almennt hugsuðu meira og létu ekki þúsund raddir úr öllum áttum rugla sig og ótal sjónhverfingamenn glepja sér sýn. Menn gleypa svo að segja við hverju, sem að þeim er rétt, sé það nógu glæsilegt, þótt ekki sé minnzt á, ef það gefur einhverja hagnaðar- von. Það er því ekki að undra, þótt illa sé komið. Spillingin vex hröðum skrefum, og það liggur við að kristindómnum sé fleygt alveg útbyrðis. En þessi afstaða til kristin- dómsins er ekki sakir vaxandi menntunar og upplýsingar, eins og margir halda, heldur vegna vaxandi léttúðar og hugsunarleysis. Það liggur við, að æskan sé alin upp við fyrir- litningu á kristindómnum, sem er þó upp- spretta alls hins bezta í menningu okkar. Meðan svo er ástatt, er ekki mikil von um lausn allra þeirra mörgu vandamála, er þjóð- félag okkar á við að stríða. Kristindómurinn er reyndar e k k i þjóðfélagsleg umbóta- stefna, er bjóðist til að ráða bót á þjóðfé- lagsvandamálunum, en hann kemur með lækningu handa föllnum einstaklingum, og vill þannig skapa nýtt þjóðfélag með því að skapa nýja menn. Hann hefir sýnt sig að vera þess megnugur, þar sem honum hefir verið veitt viðtaka. Það er sagt, að kristindómurinn sé lífs- flóttastefna, er flýi veruleikann, en sé ein- hvers staðar uppi í skýjunum með drauma sína um „himnaríki á jörðu“. Þetta er al- rangt. Við vitum, að sá tími rennur ekki upp, fyrr en við komu Krists, að réttlæti og frið- ur komi. Það verður ætíð barátta milli ills og góðs, rétts og rangs. I hinu tilfellinu taia staðreyndirnar skýrustu máli. Er hægt að SKÓLABLAÐIÐ 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.