Skólablaðið

Volume

Skólablaðið - 01.10.1946, Page 52

Skólablaðið - 01.10.1946, Page 52
DR. SIGURÐUR ÞÓRARINSSON: Enginn grœtur íslending ( Sunnudagskvöldið 11. júlí 1943 flutti rit- ari íslendingafélagsins í Stokkhólmi mér þá fregn, að Björn Jónasson væri látinn. Mér kom þetta að vísu ekki á óvart, en þó setti mig hljóðan, eins og verða vill við slíkar fregnir. Ég rifjaði upp fyrir mér það litla, sem ég vissi um þennan pilt og örlög hans. Hann tók stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík vorið 1938, sigldi um haustið til Sviþjóðar og innritaðist við verkfræðiháskól- ann í Stokkhólmi, þar sem hann lagði stund á rafmagnsfræði. Mig rámaði eitthvað í, að það höfðu verið einhverjir erfiðleikar á að koma honum inn í háskólann, þar eð hann hafði ekki eins háar stúdentsprófseinkunnir og tilskilið var. En hjálparhella okkar Is- lendinga, Philip háskólaritari, bjargaði þessu. Björn komst inn í skólann og rækti þar, að því er ég bezt vissi, nám sitt af alúð, sam- tímis sem hann vann fyrir sér að einhverju leyti við verksmiðju úti á Lidingö. Björn bjó lengst af í öðrum bæjarhluta en ég, og við sáumst sjaldan nema á stúdenta- fundum. Þar bar þó fremur lítið á honum, hann var hlédrægur og tók sjaldnast þátt í umræðum, en sótti flesta fundi. Athygli mína vakti hann einkum vegna sinnar hæversku og prúðu framkomu og síns fríða, sviphreina andlits. Margar stúlkur litu hann hýru auga. Ekki bar á heilsuleysi í Birni fyrstu Stokk- hólmsárin. Við berklaskoðun, sem fram fór á öllum stúdentum í stríðsbyrjun, gaf próf- un á honum neikvæða svörun. En sumarið og haustið 1942 kenndi hann oft slappleika, og Dr. Sigurður Þórarinnsson. upp úr áramótunum veiktist hann hastarlega. Læknisskoðun leiddi í ljós, að hann var búinn að fá bullandi berkla í bæði lungu. Hann var sendur á Karólínska spítalann og læknarnir gerðu það sem í þeirra valdi stóð, en brátt var sýnt, að hvíti dauðinn hafði tekið hann þeim heljartökum, sem ekki myndi sleppt fyrr en yfir lyki. Honum var síðar komið fyrir á Söderbyberklahælinu fyrir sunnan Stokk- hólm. Þar lá hann mánuð eftir mánuð og háði einn sér sína vonlausu baráttu. Eflaust grun- aði hann, hvernig komið var, en enginn heyrði hann mögla eða barma sér, og sú lífslöngun, sem oft einkennir brjóstveika, hélt í hon- 50 SKÓLABLAÐIÐ

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.