Skólablaðið

Volume

Skólablaðið - 01.10.1946, Page 53

Skólablaðið - 01.10.1946, Page 53
um lífinu vonum lengur. En svo fór þó að lokum sem fara hlaut. ------------Kvöldið áður en jarðarförin átti að fara fram, komum við saman nokkrir landar í íslenzka sendiráðinu til að rif ja upp „Allt eins og blómstrið eina“. Flestir voru farnir að ryðga í þessum fagra útfararsálmi, ef þeir þá nokkurntíma höfðu kunnað nokkuð í honum, og fátt var um sálmabækur í ný- lendunni. Við mæltum okkur svo mót á Skanstullsbrúnni daginn eftir og ætluðum að verða samferða þaðan suður í kirkjugarðinn við Enskede, þar sem jarðarförin átti að fara fram. Ég varð eitthvað seinn fyrir og kom suður á Skanstull tíu mínútum síðar en til- tekið var. Þar var enginn landi fyrir nema Þorleifur vinur minn húsgagnasmiður. Hann fræddi mig á því, að þrír af bræðrunum hefðu kvöldið áður tekið freklega út forskot á erfidrykkjuna, og myndi þeirra ekki vera að vænta við jarðarförina. Ég nöldraði eitthvað um að aumur myndi okkar söngur verða, þegar eini almennilegi bassinn brygðist, en Þorleifur svaraði því til, að Björn Jónasson myndi manna fyrstur hafa tekið þau frá- föll gild, sem hér væri um að ræða. Svo hjól- uðum við suður í kirkjugarð. Kistan stóð á lágum bekkjum framan við mitt gólf í hinni hvítkölkuðu kapellu. Hún var hulin íslenzkum fána. Á langbekk. við vinstri vegg sátu landarnir. Flestir íslending- ar í Stokkhólmi voru þarna mættir. Mér hafði aldrei fyr virzt nýlendan okkar svo lítil. Á bekk til hægri við kistuna sátu nokkrir Svíar, sem ég bar ekki kennsl á. Þar á meðal var eldri kona, sem ég gizkaði á, að væri sú, er Björn hefði leigt hjá. Þar sat og ung stúlka jarphærð, föl á vanga, með stór mó- brún augu. Hún hélt á þremur bleikrauðum rósum í vinstri hendi. Athöfnin í kapellunni fór að mestu fyrir ofan garð og neðan hjá mér. Miðaldra prest- ur hélt einhverja ræðu með þeim messandi fiálgleik í röddinni, sem sænskirprestartemja sér. Á undan og eftir voru sungnir sálmar, sem enginn landanna kunni lag eða texta við. Síðast var spilað lag eftir Bach. Við stúdentarnir bárum kistuna út úr kapellunni. Enginn okkar hafði áður verið likmaður og okkur fórst þetta hálf bögsulega. Kirkjugarðsþjónarnir urðu að koma okkur til hjálpar við að hagræða hinum svörtu burðartaugum á öxlunum. ,,Því gangið þið ekki í takt, strákar?“ hvíslaði einhver í áminningartóni, þegar við gengum fram með kapellunni. Kistan var undarlega létt. Austarlega í kirkjugarðinum, sem er svo stór, að mér fannst, að hann myndi geta hýst alla íslendinga, hafði gröfin verið grafin. Á meðan kistan var látin síga niður í hana sungum við „Allt eins og blómstrið eina“. Það var eins og enginn kæmi sér að því að syngja fullum hálsi. Söngurinn var veikur og hjáróma, og sumir rugluðust í textanum. Presturinn las stutta bæn og kastaði moldar- rekunum á kistuna. Athöfninni var lokið. Ég leit niður í hina opnu gröf. Á kistunni lágu nokkrir blómsveigir. Mig greip sú hugs- un, sem oft hafði hvarflað að mér, þegar ég var að lesa grasafræði, að útlend blóm eru eitthvað svo stór og grófgerð. Ég óskaði að ég hefði haft nokkrar sóleyjar úr íslenzkum hlaðvarpa til að leggja í gröfina. Framarlega á kistulokinu lágu þrjár bleikrauðar rósir. „Jæja, þá er þessu lokið,“ sagði einhver að baki mér. I 100 ár hafa stúdentar frá Menntaskólan- um í Reykjavík siglt yfir Atlants ála til náms- dvalar í framandi löndum. Flestir þeirra hurfu heim til ættjarðarinnar að loknu námi. Aðrir ílentust erlendis af fúsum vilja, og sumir þeirra ruddu sér þar braut til frægðar og frama. En til voru og þeir, sem fóru utan fullir æskuvona og hugðust hverfa aftur heim að loknu námi, en týndust þar ytra á einn eða annan máta, án þess að umtalað yrði. Þeir liggja þar orpnir erlendri moldu, og enginn hirðir um þeirra leiði. Undir sígrænum furukrónum í Svíþjóð hinni köldu hvílir einn af þeim. Sigurður Þórarinsson. S KÓ LA BLAÐIÐ 51

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.