Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.10.1946, Síða 56

Skólablaðið - 01.10.1946, Síða 56
anlega. Nú í sumar hafa heimsótt okkur sænskir frjálsíþróttamenn, sem standa mjög framarlega í heimalandi sínu. Eins og kunn- ugt er, unnu Islendingar helming greinanna, sem keppt var í. Þess er einnig skemmst að minnast, að íslendingar sigruðu dönsku sundmennina og danska landsliðið í knatt- spyrnu. En það, sem jók frægðina mest var, að Island skyldi eignast einn Evrópumeistara á Evrópumeistaramótinu í Ósló nú í ágúst. Það var meira en svo lítil þjóð gat búizt við. — Nú er svo komið, að íslendingum er skip- að á bekk meðal stórþjóða, þegar talað er um íþróttir. En nú er bezt að snúa sér að Menntaskól- anum. íþróttaáhugi innan Menntaskólans hefur á undanförnum árum verið fremur lítill, en þó, að því er ég bezt veit, meiri en í nokkrum öðrum skóla 1 Reykjavík. Áður en leikfimishúsið var endurbætt voru Mennta- skólanemendurnir að heita mátti á götunni með íþróttastarfsemi sína. Hvað skólaleik- fiminni við víkur, þá eru skiptar skoðanir um hana. Sumir álíta hana vera ágæta, en aðrir álíta hana vera óþarfa og eiginlega hálfgerða þrælkun. Að mínu áliti er skóla- leikfimin nauðsynleg. Handknattleikur er sú íþróttagrein, sem Menntaskólanemendur hafa stundað mest. Nemendur skólans hafa líka staðið sig vel á skólamótum í handknattleik. Síðastliðinn vetur var glímukennsla hér í skólanum, en þátttakan þar var ekki mikil, því miður, því glíman er þjóðaríþrótt okkar. Hnefaleikakennsla var einnig hér í skólanum síðastliðinn vetur, og var þátttaka þar meiri en í glímunni. Þar sem nemendur eiga að mæta þrjá tíma í viku í skólaleikfimi, þá er mjög erfitt fyrir þá að mæta í öðrum íþrótta- tímum í skólanum. Þess vegna álít ég, að þeir nemendur, sem vilja stunda til dæmis hnefaleik eða glímu, ættu að fá undanþágu frá skólaleikfimi, að minnsta kosti einn tíma í viku. Menntaskólann vantar tilfinnanlega íþróttasvæði. Þegar nýi Menntaskólinn verð- ur byggður, þarf nauðsynlega að hugsa fyrir íþróttasvæði nálægt honum. Um selin er það að segja, að þar eru ágæt skilyrði til íþróttaiðkana, enda þótt mikið þurfi að lagfæra. Eitt er það sem vantar við selið, en það er sundlaug. Síðastliðinn vetur átti víst að hef jast handa um byggingu sund- laugar við selið, en það fórst fyrir vegna skorts á sementi. En nú er sement fáanlegt, og þyrfti því að hefja byggingu sundlaugar- innar eins fljótt og hægt er. Það verður ein- hvern veginn að vekja áhuga nemenda fyrir selinu. Eins og nú er ástatt, er ekkert við að vera í selinu. Þar er ekki hægt að stunda vetraríþróttir vegna veðráttu. — Fyrir tveim árum var stofnað íþróttafélag í Menntaskól- anum. Það má segja að mikil deyfð hafi ver- ið yfir því eða stjórn þess. íþróttafélag Menntaskólans sótti um upp- töku í I. S. í., en var synjað um upptöku. Að mínu áliti var þetta ágætt, því að ég álít, að íþróttafélög í skólum eigi eingöngu að keppa innbyrðis, en ekki við félög innan I. S. I. Það er kominn tími til að Menntaskóla- nemendur hristi af sér deyfðina og sljóleik- ann og fari að iðka íþróttir af kappi. Skýrslur frá undanförnum árum sýna, að til dæmis í Bandaríkjunum voru allir beztu íþróttamennirnir stúdentar eða tilvonandi stúdentar. Þess vegna mega Menntaskóla- nemendur ekki láta sitt eftir liggja. Örn Clausen. 54 SKÓLABLAÐIÐ

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.