Skólablaðið - 01.10.1946, Blaðsíða 59

Skólablaðið - 01.10.1946, Blaðsíða 59
BJÖRN SIGURBJÖRNSSON, 2. bekk: HANN GVENDUR . . . I þorpi einu hér suður með sjó býr hann Gvendur með konunni sinhi, henni Gunnu. Þau eiga þar kofagarm, sem er að falli kominn, en hann hafði Gvendur keypt fyrir nokkrum árum og stundaði þaðan sjóinn, en það lánaðist fremur illa. Þegar saga þessi hefst var Gvendur við ýmiss konar dútl, netastagl og fleira þess háttar. Kella hans þvoði upp eftir hádegis- matinn, en þá heyrðist allt í einu knúð dyra. Gunna tók viðbragð og stökk til dyra, en Gvendur þrífur til hennar og segir með þjósti: „Hægan, kelli mín, þessu á ég að anza, en ekki þú." „Og það er ekki til þín, frekar en til mín, meðan við höfum ekki opnað" segir Gunna allreið. „Svona, svona kona góð, það er eitt sem er „sikkert", að það er til mín." Þau kíta þarna góða stund, þar til er sá, sem úti beið varð óþolinmóður, reif upp hurð- ina og gekk inn. „Sæl verið þið, heiðurshjónin," segir hann, „ég er kominn til þess að tala við hann Gvend núna, Gunna mín. Ekki vildir þú lofa honum að koma hér útfyrir og tala við mig einan?" Það krymtir einkennilega í Gunnu, sem líklega átti að merkja, að henni sé ekkert vel við svoleiðis baktjaldamakk. Gvendur gengur síðan út með komumanni, en hann er kunn- ingi Gvendar frá gamalli tíð. „Þú værir ekki tilkippilegur að skreppa með okkur inn til Reykjavíkur á eftir, Gvend- ur minn?" „O, nei! Heldurðu að ég nenni þangað núna? Hvað á svo sem að gera? Ekki nokk- urn skapaðan hlut. Það er „sikkert"!" Björn Sigurbjömsson. Aðkomumaður, sem Jón nefndizt laut að Gvendi og hvíslaði í eyra hans: „O, láttu þér hægt, karl minn um erindis- leysuna. Það verða nokkrar „hálsmjóar" með í förinni." „Ha, það var nú annað mál," segir Gvend- ur, og glaðnar nú heldur yfir honum. „Það máttu vera viss um, að ég fer með strax, það er „sikkert"! — En það er bara hún Gunna? O, jæja, skítt og „lago"!" Síðan ganga þeir inn. „Gunna mín," segir Gvendur blíðmáll, ,,ég þarf að skreppa inn til Reykjavíkur rétt sem snöggvast." Gunna setur upp ógnandi svip og ætlar að S K O LA B LA ÐIÐ 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.