Skólablaðið

Årgang

Skólablaðið - 01.10.1946, Side 60

Skólablaðið - 01.10.1946, Side 60
hreyfa mótmælum, en Gvendur heldur áfram eins og ekkert sé: „Það er svo sem ekkert hættulegt, góða mín, bara —Gvendi fat- ast. ,,Já, hum, sko eins konar verzlunarerindi, þú skilur, viðvíkjandi útgerðinni.“ En Gunnu vantar algerlega skilning á þessu og gerir enn eina tilraun til and- mæla, en Gvendur bandar frá sér með hend- inni. „Það er nú einu sinni ég, sem er húsbónd- inn á heimilinu, og þegar ég ætla að fara, þá fer ég og það strax.“ Gvendur er ekkert að orðlengja þetta, stjakar við Jóni á undan sér út og skellir hurðinni á eftir sér, svona eins og til áréttingar. Gunna tautar við sjálfa sig allreiðilega: „Og láttu mig um það, Gvendur, það verða ekki verzlunarerindi í þetta sinnið, o. sei, sei, nei.“ Það hlakkar í Gunnu, um leið og hún segir þetta. — Hún þurrkar af síðasta hnífnum með svuntu sinni og snýr inn. Litlu síðar brunar bíll úr hlaði á leið til Reykjavíkur frá þorpinu. í honum eru fjór- ir auk bílstjóra. Strax á stapanum er þolin- mæðin þrotin og byrjað á keliríi við þær háls- mjóu, sem veldur því, að þeir verða nokkuð hátt uppi. Ganga nú lygasögurnar staflaust um allan bílinn, og guma þeir nú af afrekum sínum, hver sem betur getur. Gvendur ber í því höfuð og herðar yfir hina, hann kann tökin á sögunum. „Þegar ég var á leið inn til Reykjavíkur hérna á árunum, fór með honum Sigga skrögg, sem hafði rútuna þá, þessa frá Steindóri, þið munið?“ Gvendur sýpur duglega á og smjattar. „Já, þegar við vorum komnir rétt niður í Vogana, gerir Siggi sér lítið fyrir og setur okkur bara út af, bara hreint á hvolf. Nú, ég ligg þarna á jarð- artetrinu og þori mig ekki að hræra, því að ég sá ekki betur en ég lagaði allur í blóði og hélt að mín síðasta stund væri komin. Á samri stundu komu nokkrir menn og þrifu í mig og spurðu mig, hvort ég væri nokkuð meiddur. — „Svona, svona, snertið þið mig ekki,“ svaraði ég, sjáið þið ekki blóðið — ha? Ég er dauður, það er „sikkert" stein- dauður, en um leið fór einn maðurinn í vasa minn og dró þaðan brotna rauðvínsflösku. Þá varð hann Gvendur feginn. Ég bókstaflega saug ,,blóðið“ upp. Bíllinn brunar í bæinn, og þeir félagarnir skemmta sér konunglega í ,,víkinni“. En þegar líða tekur á daginn, fara þeir að gerast allvaltir á fótunum, og var Gvendur þeirra lakastur, og veður býsn á honum. Hinir halda enn sæmilega viti og vilja nú fara að halda heim og spyrja Gvend, hvort hann vilji ekki fara að sjá hana Gunnu sína aftur. Gvendur svarar með drafandi tungu: „Nei, lagsar góð- ir. Heldur færi ég til fjandans en til hennar Gunnu. Þrátt fyrir miklar tilraunir til að koma Gvendi heim, verður honum ekki þokað. Allt í einu dettur einum þeirra ráð í hug. „Heyrðu Gvendur,“ segir hann, „nú skul- um við sannarlega hafa rúsínu í blóðmörs- endanum og enda „reisuna“ með því að skreppa upp að Kolviðarhóli. Gvendur verður strax óður og uppvægur og samþykkir tillögu hans og segir: „Því að eitt er þó ,,sikkert“, að þar þarf ég ekki að vera hræddur um að hitta Gunnutetur, ha, ha, hæ!“ Þeir félagar panta nú bíl og leggja af stað. Við þetta um- stang rennur töluvert af þeim og byrjar Gvendur að gorta af hetjuverkum sínum. „Já, heyrið þið mig, strákar mínir, elsku vinirnir, drafar í Gvendi, þið eruð einu vinirnir mínir, ha? — auðvitað. En — hvað ég ætlaði að „fortelja“ ykkur, já, læknirinn, jam! Það var hérna einu sinni, þegar ég var að kýla vamb- irnar hjá henni Gunnu minni, að ein jaxl- skömmin í mér losnaði, bara svona varð laus og rann ofan í kok. Ég reydi hvað ég gat að ná henni, kúgaðist og kyngdi á víxl. Þið vitið, hvað það er hættulegt að gleypa jaxl, en allt kom fyrir ekki. Seinast gleypti ég hann, hreint og klárt ofan í maga. Þá var mér nóg boðið, það er ,,sikkert“. Pantaði bíl í hvelli, beint til læknisins, banka upp hjá honum. „Sæll veri blessaður doktorinn, ég var rétt í þessu að gleypa jaxlargerpi, þú veizt hvað það er voðalegt, það er bara verra en krabbamein, það er svo „sikkert“ sem „fand- en“ er í London! Gefðu mér bara sprautu, og svo er búið með mig, það er ,,sikkert“.“ 58 SKÓLABLAÐIÐ

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.