Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.10.1946, Síða 63

Skólablaðið - 01.10.1946, Síða 63
skomm aö vera bundin föst á gæruskinn og láta teyma undir mér, (en það tjáði ekki að tala um það, þar sem ég kunni ekki að sitja hest), enda gerði Pusi óspart gys að mér á leiðinni. Þegar komið var að Stað, var meðhjálpar- inn mættur með sína- fjölskyldu, (konu og fimmtán börn, sitt á hverju árinu). Einn af drengjunum hans, bezti vinur Pusa, hét Jeri- mías og var kallaður Jemmi. Jemmi var ekki seinn að taka eftir mér. „Pusi, ertu farinn að leika þér við stelpu?“ kallaði strákótuktin fullum hálsi. „Pusi stelpa, hann leikur sér við stelpu, sem er ekki einu sinni fær um að sitja hest.“ — Það fauk í Pusa: „Þegiðu Jemmi,“ kallaði hann. „Dóra jafnast á við meðalstrák. Þú ættir bara að reyna að fara í slag við hana.“ — „Uss, ég slæst ekki við stelpur," sagði Jemmi og spýtti um tönn. „Hvað ertu gömul, tíkin mín?“ spurði hann frekjulega. — „Ég er sjö ára, grasasninn þinn,“ gargaði ég, um leið og ég rauk í strákótuktina. „Dóra, Dóra,“ kallaði frú Sigríður, „hvað ertu að gera barn?“ Ég svaraði ekki, af því að ég varð að nota allt mitt afl, til þess að lumbra á stráknum, sem ég hafði ekki roð við, enda var hann fullum tveim árum eldri en ég, og auk þess stór og sterkur eftir aldri. — Mitt í þessum handalögmálum var okkur stíað í sundur, og við vorum rekin inn í kirkju. — Séra Jón hélt fallega ræðu, sem ég skildi ekkert í, enda hafði ég ekki hugann við ann- að en að reka út úr mér tunguna og gretta mig framan í Jemma, sem stöðugt svaraði í sömu mynt. Þetta er nú ekki fallegt til afspurnar, en nú eru full ellefu ár síðan, og ég er orðin átján ára, Pusi er nítján ára og Jemmi tuttugu. — Um daginn var ég á Ólafsstöðum, þá stálum við Pusi hestum og fórum ríðandi yfir að Grund og fengum Jemma og Mumma (bróður hans) með okkur í útreiðartúr. Við þeystum niður að Þverá og ætluðum okkur að synda í ánni. Pusi og Mummí fóru líka í ána, en við Jemmi þurftum að skreppa yfir að næsta bæ, til þess að fá lánað handklæði handa strákunum. Við nenntum ekki að fara ríðandi og gengum því rólega af stað. Á leið- inni frá ánni, yfir að bænum Þverá, rennur lækur. Jemmi hoppaði fyrst yfir lækinn og rétti mér síðan höndina. I stökkinu hrasaði ég og missteig mig. ,,Ó,“ andvarpaði ég og settist niður. „Meiddirðu þig?“ spurði Jemmi kvíðinn. „Nei, nei, ekkert að ráði.“ — Ég gerði árangurslausa tilraun til þess að tylla í fótinn. Jemmi sagði, að við skyldum bara snúa við, hann skyldi styðja mig, og að strák- arnir þyrftu ekkert handklæði. Þegar Jemmi lagði handlegginn utan um mig, til þess að hjálpa mér á fætur, fór hjart- að í mér að slá örar. (Hvernig gat staðið á þessu? Var ég orðin skotin í Jemma?). Hann studdi mig af stað, en brátt þreyttist ég, þar sem ég varð að hoppa á öðrum fæti. Þegar ég var í þann veginn að gefast upp, hlamm- aði ég mér niður á þúfu og sagði: „Nú kemst ég ekki lengra.“ „Hvað er að heyra til þín?“ spurði Jemmi. Allt í einu, meðan ég sat þarna, vissi ég ekki fyrr en mér fannst ég allt í einu vera orðin sælasta manneskja í heimi. Hvað hafði gerzt? Jú, Jemmi liafði kysst mig. — Við gleymdum okkur þarna á þúfunni, þar sem við sátum, þangað til við heyrðum að Pusi kallaði: „Krakkar, krakkar, J-E-M-M-I, D-Ó-R-A, við verður að fara heim. Við þurf- um ekkert handklæði, við þurrkuðum okkur á nærbuxunum hans Mumma.“ Við Jemmi brostum sæl hvort til annars og lögðum af stað. Ég hafði alveg gleymt að mér var illt í fætinum og gekk því óhikað áfram. Næsta sumar um þetta leyti á séra Jón á Stað að gefa okkur Jemma saman í heilagt hjónaband. Uss, það er algjört leyndarmál enn. Ekki segja henni mömmu það. Lubba. BKÓLABLAÐIÐ 61

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.