Skólablaðið

Árgangur

Skólablaðið - 01.10.1946, Blaðsíða 64

Skólablaðið - 01.10.1946, Blaðsíða 64
GRÓA DANlELSDÓTTIR, 4. C: Þarfasti þjóninn (Skólastíll). Ég er kaupstaðarunglingur og hef haft lítil Kynni af hestum. Eg þekki því þaríasta þjóninn minna en skyldi og mest af afspurn. iviér dylst þó eigi, að hann hefur hatt (og hefur sums staöar enn í dag) geysimikla þýðingu í íslenzku þjóðlífi og er notaður til reiðar, áburðar og aksturs, eins og stendur í náttúrufræðinni. Þótt íslenzki hesturinn sé fremur smávaxinn, hefur hann marga eigin- leika til að bera, sem yrðu ekki bættir upp með stærðinni. Hann er fótviss, sterkur, þol- góður og skynugur, stendur ennfremur í lærdómsbókinni minni. Fótviss þarf hann að vera, þegar hann þarf að þræða grýtta götuslóða og — mér liggur við að segja — klettaklungur á fjallvegunum okkar og jafn- vel sums staðar í byggð. Á þolgæði íslenzka hestsins og afl hefur oft reynt, þar eð hann hefur í margar aldir verið aðalfarartækið til allra samgangna og aðdrátta á landi. Lengst af voru farnar lestaferðir, ríðandi maður með marga klyfjahesta í taumi. Þannig voru ullin og smjörið og aðrar afurðir búsins fluttar í kaupstaðinn, en matvörur, byggingarefni og annað, sem til búsins þurfti og fáanlegt var, flutt heim aftur, allt í böggum eða klyfj- um á klakk og reiðing, en síðar komu reynd- ar kerrur eða vagnar til sögunnar, einkum eftir að farið var að ryðja og leggja vegina. Um skynsemi hestsins, ratvísi hans, hús- bóndahollustu, tryggð og átthagaþrá eru til óteljandi sögur, þótt ég hafi ekki sett þær svo vel á mig, að ég geti sagt frá þeim aftur, svo að vel fari á. Dæmi eru til, að hestar hafa tekið að sér að rata, þegar menn voru orðnir villtir, og hafa bjargað með því mörg- um mannslífum. Margar hestavísur, bæði skálda og hagyrðinga, eru landfleygar og túlka margvíslega kosti hestanna og þá eink- um reiðhestanna (góðhesta, gæðinga). En ekki hefur hestinum fremur en mönn- unum antaf veriö íaunað aö veröleiKum. Klytjarnar voru stundum of þungar, reið- tygm meiddu, svo að herðakamburmn varð eitt flagsæri eða stokkbólginn og hárlaus. títundum voru skinnlausir hnúskar á síðun- um og stórar kúlur á miðju baki, tungan skorin eftir snæri, sem hnýtt var upp í, og munnurinn stokkbólginn. Fæturnir voru iiia járnaðir á grýttum vegleysunum, og sumir slógu óþyrmuega í til þess að knýja fram kraita, sem í rauninni voru ekki lengur til. Stundum voru hross sett ,,á guð og gaddinn,“ sem kallað var. Menn settu á fjöida hrossa, þótt þeir vissu, að fleiri eða færri þeirra nlytu að falla úr hor og hungri, ef miklar vetrarhörkur yrðu. Gamiir menn hafa sagt mér, að þeir hafi séð hungraða hesta reika í kringum heygarðinn og leita 1 fönninni, hvort þeir fyndu ekki táein heystrá, sem kynnu að hafa fallið niður eða vindurinn feykt. Þeir segjast stundum hafa komizt við af því, hvílíkum vonaraugum þeir hafi horft á meisana, sem verið var að bera í f jósið eða fjárhúsin, en hestunum var varnað málsins til að biðja. Mannshöndin, sem var svo ein- staklega dugleg og sterk, þegar hún var að roga klyf junum upp á bökin á hestunum, var harðlæst, þegar þeir þurftu líknar og bjargar við. Harðbrjósta meðferð virðist það vera, þegar gamlir og uppgefnir hestar eru seldir á markaði og sendir til útlanda, og eiga þá fyrir höndum að kveljast af sjóveiki og lenda ef til vill í koldimmum kolanámum. Eigi hefi ég trú á, að andvirði slíkra skepna blessist seljendunum. Um átthagaþrá hestanna, heimþrá þeirra, strokuhestannna, vinnst mér ekki tími til að skrifa, en átakanleg er sagan og snilldarleg lýsingin hans Þorgils gjallanda á Stjörnu, ungu, fallegu hryssunni, sem ætlaði að strjúka til átthaganna, en dróst upp af meiðslum og hungri og varð úti í Hvannalind- um. Manni er þó nokkur raunabót að því við lesturinn, að skáldið lætur Stjörnu sjá heim, um leið og hún deyr, sjá fagurgræna hag- lendið, æskustöðvarnar, hrossastóðið og gló- fexta folaldið sitt fremst. 62 SKÓLABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.