Skólablaðið - 01.11.1946, Blaðsíða 4

Skólablaðið - 01.11.1946, Blaðsíða 4
- 4 - A «*** Felagslífið í skolanum hefur verið með daufasta móti það sem af er þessu starfsári. Því er illa farið. Felögin Fjölnir og Framtíðin eiga að halda uppi reglulegum fundum. Þar eiga nemendur að ræða áhugamál sín á" þann veg, að þeim verði nokkur sómi að, en ekki blaðra ein- hverja vitleysu, sem hvorki ræðumenn ne aheyrendur gera tilraun til að taka alvar- lega. Lærdómsdeildarnemendur ættu að hafa náð því þroskastigi að geta gert ser þess ljósa grein, að þau mál, sem rædd eru á málfundum, eru í flestum tilfellum alvöru- mal, sem við, nemondur þessa skóla, eigum að taka föstum tökum og lýsa skoðun okkar á með þeirri festu, sem einkennir þau ungmonni, sem skilja að þjóðfélagið þarfn ast þeirra. Framtíðin hefur haldið tvo fundi í vetur. Baðir hafa þeir orðið nemendum til skamma.r. L fyrri fundinum átti að ræða hið svokallaða "herstöðvamál". Framsaga í málinu var falin Skúla Benediktssyni.Þetta umræðuefni hefði mátt búast við að ætti mikinn hljómgrunn í skólanum. Msl þetta er nefnilega það málið, sem mest hefur verið deilt um á íslandi síðustu missirin. Hver einasti íslendingur ætti að láta sig _jetta mál miklu skipta. Hér er á ferðinni mál, sem varðar lífsskilyrði allra landsmanna á* komandi tímum. Þott samningur hafi nú verið gerður við Bandaríkin um stöðvar hér á landi, er málið alls ekki úr sögunni. Hlutverk okkar hinnar uppvaxandi æsku, verður að heinta aftur þessi landssvæði, sem þrjatíu og tveim þingmönnum tókst að leggja undir erlent hervald. Maður skildi nú ætla að þessi Framtíðarfundur hafi verið fjölmennur. Því miður varð önnur raunin a. Aðeins rúmloga 30 nemendur mættu. Zstæðurnar til þess, að svo fáir mættu á fundinum eru vafaíaust þær, að fundurinn var illa aug- lýstur, en aðalástæðan mun vera alvar- legri. Það virðist nefnilega ver staðreynd, að nemendur þessa skóla, munu vera svo andlega fátækir vesalingar, að þeim er alveg sama hvernig forráðamenn þjóðár- innar verzla með þá sjálfa eins og hvert annað tros. Þetta er þungur dómur, en því miður held ég að hann sé ekki mikið ýktur. Þeir, sem ekki mæta á fundum, þar sem rætt er ua framtíð þeirra sjalfa hafa að sjálfsögðu ýmislegt sér til afsökunar. í fyrsta lagi geta þeir sagt, að á þessum fundum séu ekki teknar neinar ákvarðanir um framtíð þeirra né annarra. 1 þessum fundum sé aðeins rætt um þessi mál, það er að segja, ef umræðurnar fara þá framí ræðuformi, en ekki samtals. Einnig munu þeir menn, sem að undan- förnu hafa mestu ráðið í utanríkisstefnu fslendinga, hafa rýrt svo mjög gildi funda og fundasamþykkta, með því að virða að vcttugi samþykktir fjöldafunda, som þusundir landsmanna hafa staðið að, að menn oru farnir að gera sér ljóst, að hja slíkum forráðamönnum £ fjöldinn engan hljómgrunn. Þetta er mikið rétt.Hins vegar er ekki hægt að efast um það, að fundir sem þessir eru þroskandi, ef það, sem um er rætt er krafið til mergjar og allra sjónarmiða gætt. Seu mál rædd af skyn- semi a slíkum fundum hlýtur það að verða til þess að þeir, sem á hlýða og ekki hafa myndað sér ákveðna skoðun á málunum, aðhyllast einhverja þá skoðun, sem fram hefur komið. Þa er okki illa farið, því að skoðunarlaus unglingur er eins og skýjahnoðri, sem berst aðeins í þá átt sem vindurinn hlæs á þeim stað, þar sem hann er. Eins og áður or sagt, hafði Skúli Benediktsson framsögu í málinu. Hann brast algerlega því hlutverki, sem honum var farið. Framsöguræða hans var nefni- lega illa undir búin og alls ekki um herstöðvamálið. Ræðan var ádeila á ríkis- stjornina og það, sem sú stjórn tók sér fyrir hendur, þ.e. nýsköpun atvinnuveg- Frh. á bls. 28.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.